Umfjöllun og viðtöl: FH 2 - ÍBV 1 | Endurkomusigur hjá FH Dagur Lárusson skrifar 13. ágúst 2023 19:50 vísir/Diego FH tók á móti ÍBV eftir að hafa tapað gegn Víkingi á heimavelli í síðasta leik, í Bestu deild karla í fótbolta. Þetta er var fyrsti leikur Eyjamanna eftir tapið gegn Stjörnunni á Þjóðhátíð í Eyjum. Eyjamenn komust yfir í lok fyrri hálfleiks eftir mistök í vörn FH en heimamenn náðu að vinna sig aftur inn í leikinn og náðu í þrjá punkta, lokatölur í Kaplakrika voru 2-1. Fyrir leik var FH í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig eftir heldur lélegt gengi að undanförnu en liðið hafði aðeins unnið einn leik í síðustu fimm. ÍBV sat í tíunda sæti deildarinnar með 17 stig. Fyrri hálfleikurinn var heldur daufur en hvorugu liðinu tókst að skapa nein almennileg marktækifæri. FH átti fleiri tilraunir en það var þó ÍBV sem náði að skora en það kom eftir hrikaleg mistök í vörn FH en Dwyane Atkinson komst inn í sendingu og lyfti boltanum yfir Sindra í markinu og staðan 0-1 í hálfleiknum. Það tók FH-inga þó ekki langan tíma að jafna leikinn í seinni hálfleiknum en jöfnunarmarkið kom strax á 49. mínútu en þá fékk Davíð Snær boltann hægra meginn og átti þríhyrningsspil við tvo liðsfélaga áður en hann átti hárnákvæma sendingu á fjarstöngina þar sem Kjartan Henry lúrði og kom boltanum yfir línuna. Eftir markið fóru FH-ingar að sækja enn meira og það lá annað mark í loftinu og það kom á 61. mínútu en þá fékk Davíð Snær aftur boltann hægra megin og átti sendingu inn á teig þar sem myndaðist darraðadans sem endaði með því að boltinn barst til Viðars Ara sem kom á ferðinni og þrumaði boltanum í netið og kom FH yfir. Lokakafli leiksins var æsispennandi þar sem ÍBV hélt meira og minna í boltann á meðan FH treysti á skyndisóknir. Hvorugu liðinu tókst þó að skora annað mark og lokatölur því 2-1 og FH komið í 27 stig í deildinni. Afhverju vann FH? Heimir Guðjónsson gerði þrjár skiptingar í hálfleiknum og þær virkuðu heldur betur. Kjartan Kári kom með mikla orku inn í liðið sem og þeir Grétar Snær og Arnór Borg en helsta breytingin var sú að Davíð Snær fékk meira að vera í boltanum og það var algjör lykill að bættum sóknarleik FH-inga. Hverjir stóðu uppúr? Davíð Snær var allt í öllu í sóknarleik FH en hann átti þátt í báðum mörkum liðsins. Hvað fór illa? ÍBV náði ekki að hafa hemil á FH-inga á um það bil tíu mínútna tímabili í seinni hálfleiknum þar sem FH skoruðu bæði mörkin. Mikil orka og ákafi í FH-ingum en í raun andstæða í ÍBV liðinu. Hvað gerist næst? Næsti leikur FH er gegn HK í Kórnum á sunnudaginn eftir viku en næsti leikur ÍBV er gegn Fylki þann sama dag. Heimir Guðjónsson: Sýndum mikinn karakter Heimir var sáttur með sína menn Vísir/Vilhelm „Við vorum slakir í fyrri hálfleik, leyfðum þeim að hægja á leiknum og náðum engu spili upp en í seinni hálfleiknum var þetta mikið betra,“ byrjaði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, að segja eftir leik. „Þar vorum við að spila ágætlega en við eigum samt ennþá mjög mikið inni. Það er alltaf erfitt að spila við ÍBV og því sterkt að vinna þennan leik eftir að hafa lent undir.“ Heimir talaði um karakter í liðinu. „Við sýndum mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir og ég er mjög ánægður með það. Ég var til dæmis með ánægður með Kjartan Henry, hann fór fyrir liðinu í allan dag.“ Heimir gerði þrjár breytingar á liði sínu í hálfleiknum en þær breytingar litu út fyrir að skila sínu. „Ég vildi fá meiri hreyfingu á boltann og það náðist klárlega í seinni hálfleiknum,“ endaði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH að segja eftir leik. Hemmi Hreiðars: Köstuðum þessu frá okkur Hermann á hliðarlínunni fyrr í sumarVísir/Anton Brink „Þetta er auðvitað gríðarlega svekkjandi eftir fyrri hálfleikinn þar sem mér fannst við vera sterkir varnarlega. Við náðum að halda þeim alveg í skefjum í fyrri hálfleiknum, vorum með mikla einbeitingu og góðar varnarfærslur og þess vegna var það gríðarlega svekkjandi að kasta því frá okkur á aðeins nokkrum mínútum þarna í seinni,“ - byrjaði Hermann á að segja í viðtali við blaðamann eftir leik. Hermann vildi meina að liðið hans hafi átt skilið jafntefli úr þessum leik. „Já eflaust, eða ég veit ekki. Þeir auðvitað skora tvö og við eitt og það er aldrei spurt um það hvað er sanngjarnt í þessu. En við náðum að pressa vel á þá þarna undir lokin og eflaust áttum við skilið eitt stig úr þessum leik.“ Hermann var þó jákvæður að vanda og sá margt jákvætt í leik sinna manna. „Ég var að tala við strákana og við tökum mikið jákvætt úr þessum leik og þar á meðal varnarleikinn í fyrri hálfleikinn. Ef það hefði ekki verið fyrir þennan kafla í seinni þá værum við eflaust að tala hérna um sigur.“ - sagði Hermann að lokum. Besta deild karla FH ÍBV
FH tók á móti ÍBV eftir að hafa tapað gegn Víkingi á heimavelli í síðasta leik, í Bestu deild karla í fótbolta. Þetta er var fyrsti leikur Eyjamanna eftir tapið gegn Stjörnunni á Þjóðhátíð í Eyjum. Eyjamenn komust yfir í lok fyrri hálfleiks eftir mistök í vörn FH en heimamenn náðu að vinna sig aftur inn í leikinn og náðu í þrjá punkta, lokatölur í Kaplakrika voru 2-1. Fyrir leik var FH í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig eftir heldur lélegt gengi að undanförnu en liðið hafði aðeins unnið einn leik í síðustu fimm. ÍBV sat í tíunda sæti deildarinnar með 17 stig. Fyrri hálfleikurinn var heldur daufur en hvorugu liðinu tókst að skapa nein almennileg marktækifæri. FH átti fleiri tilraunir en það var þó ÍBV sem náði að skora en það kom eftir hrikaleg mistök í vörn FH en Dwyane Atkinson komst inn í sendingu og lyfti boltanum yfir Sindra í markinu og staðan 0-1 í hálfleiknum. Það tók FH-inga þó ekki langan tíma að jafna leikinn í seinni hálfleiknum en jöfnunarmarkið kom strax á 49. mínútu en þá fékk Davíð Snær boltann hægra meginn og átti þríhyrningsspil við tvo liðsfélaga áður en hann átti hárnákvæma sendingu á fjarstöngina þar sem Kjartan Henry lúrði og kom boltanum yfir línuna. Eftir markið fóru FH-ingar að sækja enn meira og það lá annað mark í loftinu og það kom á 61. mínútu en þá fékk Davíð Snær aftur boltann hægra megin og átti sendingu inn á teig þar sem myndaðist darraðadans sem endaði með því að boltinn barst til Viðars Ara sem kom á ferðinni og þrumaði boltanum í netið og kom FH yfir. Lokakafli leiksins var æsispennandi þar sem ÍBV hélt meira og minna í boltann á meðan FH treysti á skyndisóknir. Hvorugu liðinu tókst þó að skora annað mark og lokatölur því 2-1 og FH komið í 27 stig í deildinni. Afhverju vann FH? Heimir Guðjónsson gerði þrjár skiptingar í hálfleiknum og þær virkuðu heldur betur. Kjartan Kári kom með mikla orku inn í liðið sem og þeir Grétar Snær og Arnór Borg en helsta breytingin var sú að Davíð Snær fékk meira að vera í boltanum og það var algjör lykill að bættum sóknarleik FH-inga. Hverjir stóðu uppúr? Davíð Snær var allt í öllu í sóknarleik FH en hann átti þátt í báðum mörkum liðsins. Hvað fór illa? ÍBV náði ekki að hafa hemil á FH-inga á um það bil tíu mínútna tímabili í seinni hálfleiknum þar sem FH skoruðu bæði mörkin. Mikil orka og ákafi í FH-ingum en í raun andstæða í ÍBV liðinu. Hvað gerist næst? Næsti leikur FH er gegn HK í Kórnum á sunnudaginn eftir viku en næsti leikur ÍBV er gegn Fylki þann sama dag. Heimir Guðjónsson: Sýndum mikinn karakter Heimir var sáttur með sína menn Vísir/Vilhelm „Við vorum slakir í fyrri hálfleik, leyfðum þeim að hægja á leiknum og náðum engu spili upp en í seinni hálfleiknum var þetta mikið betra,“ byrjaði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, að segja eftir leik. „Þar vorum við að spila ágætlega en við eigum samt ennþá mjög mikið inni. Það er alltaf erfitt að spila við ÍBV og því sterkt að vinna þennan leik eftir að hafa lent undir.“ Heimir talaði um karakter í liðinu. „Við sýndum mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir og ég er mjög ánægður með það. Ég var til dæmis með ánægður með Kjartan Henry, hann fór fyrir liðinu í allan dag.“ Heimir gerði þrjár breytingar á liði sínu í hálfleiknum en þær breytingar litu út fyrir að skila sínu. „Ég vildi fá meiri hreyfingu á boltann og það náðist klárlega í seinni hálfleiknum,“ endaði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH að segja eftir leik. Hemmi Hreiðars: Köstuðum þessu frá okkur Hermann á hliðarlínunni fyrr í sumarVísir/Anton Brink „Þetta er auðvitað gríðarlega svekkjandi eftir fyrri hálfleikinn þar sem mér fannst við vera sterkir varnarlega. Við náðum að halda þeim alveg í skefjum í fyrri hálfleiknum, vorum með mikla einbeitingu og góðar varnarfærslur og þess vegna var það gríðarlega svekkjandi að kasta því frá okkur á aðeins nokkrum mínútum þarna í seinni,“ - byrjaði Hermann á að segja í viðtali við blaðamann eftir leik. Hermann vildi meina að liðið hans hafi átt skilið jafntefli úr þessum leik. „Já eflaust, eða ég veit ekki. Þeir auðvitað skora tvö og við eitt og það er aldrei spurt um það hvað er sanngjarnt í þessu. En við náðum að pressa vel á þá þarna undir lokin og eflaust áttum við skilið eitt stig úr þessum leik.“ Hermann var þó jákvæður að vanda og sá margt jákvætt í leik sinna manna. „Ég var að tala við strákana og við tökum mikið jákvætt úr þessum leik og þar á meðal varnarleikinn í fyrri hálfleikinn. Ef það hefði ekki verið fyrir þennan kafla í seinni þá værum við eflaust að tala hérna um sigur.“ - sagði Hermann að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti