Trump er ákærður fyrir tilraunir til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020. Málið var tekið fyrir í gær og mættu sækjendur og verjendur til að ræða hversu mikið Trump megi opinbera um málið. Dómarinn í málinu, Tanya Chuktan, úrskurðaði að Trump megi greina opinberlega frá hluta sönnunargagna sem saksóknarar hafa birt lögfræðingum Trump.
Hún varaði Trump hins vegar við því að efna til æsings með yfirlýsingum. Kvaðst hún ekki ætla að leyfa að „sirkússtemining“ myndist við réttarhöldin. Að 90 mínútna réttarhöldum loknum sagði hún að framgangur réttarhaldanna verði með eðlilegum hætti.
„Hann er sakborningur. Það verða hömlur á honum eins og hverjum öðrum sakborningi,“ sagði Chuktan. „Sú staðreynd að sakborningurinn standi nú í kosningabáráttur veitir honum engu meiri slaka en aðrir sakborningar í sakamáli.“
Opinberun gagna er aðeins eitt af mörgu sem tekist er á um í málinu nú. Annað er dagsetning réttarhaldanna en saksóknarar vilja að þau hefjist 2. janúar en búist er við því að verjendur Trumps vilji að réttarhöldin hefjist mun síðar en það.