Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. vísir

Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á.

Eimskip líta glæfralegan framúrakstur bílstjóra á þjóðveginum alvarlegum augum. Myndband af löngum vörubíl Eimskipa í framúrakstri hefur vakið athygli og hneykslan. Rætt verður við bílstjórann í dag.

Hinsegin dagar ná hámarki þegar Gleðigangan fer fram í miðborg Reykjavíkur klukkan tvö í dag. Formaður hátíðarinnar segir atriðin í göngunni í ár sjaldan eða aldrei hafa verið fleiri.

Þá fjöllum við um mikla vökvun á golfvöllum á Spáni á sama tíma og íbúar búa við vatnsskort og tökum stöðuna á Hvanneyrarhátíð.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×