Íþróttaiðkun geti ýtt undir illvígar hjartsláttatruflanir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2023 17:05 Davíð O. Arnar læknir. vísir Hjartastopp eru ekki algengari en áður, að sögn Davíðs O Arnar hjartalæknis. Fjallað hefur verið um hjartastopp íþróttamanna á undanförnum árum en Davíð segir íþróttaiðkun geta ýtt undiraðstæður þar sem illvígar hjartsláttartruflanir spretta fram. Það fór um marga í Grafarvogi á fimmtudagskvöld þegar leikmaður Álftaness fór í hjartastopp í leik Fjölnis og Álftaness í 2. deild kvenna í knattspyrnu. Þjálfari Álftaness þakkaði skjótum viðbrögðum viðstaddra fyrir að ekki fór verr. Fleiri dæmi eru um knattspyrnumenn sem hafa farið í hjartastopp. Emil Pálsson knattspyrnumaður hefur farið tvisvar í hjartastopp á síðustu þremur árum og óhugnanlegt hjartastopp átti sér stað í beinni útsendingu á EM karla 2021 þegar Christian Eriksen leikmaður Danmerkur fór í hjartastopp og hneig niður. Í umfjölluninni hefur því verið velt upp hvort hjartastopp, sérstaklega hjá íþróttafólki, hafi orðið algengari á undanförnum árum. Hjartalæknir segir svo ekki vera. „Hjartastopp er tiltölulega algeng. Á Íslandi eru um 150 til 200 hjartastopp á ári, en lang flest verða hjá fólki sem er komið yfir fertugt. Hjartastopp hjá yngra fólki er frekar sjaldgæft, þetta eru fim mtil sjö tilvik á ári og þar af mögulega eitt í íþróttum. Þetta er ekki algengt en þetta vekur yfirleitt mikla athygli, sérstaklega þegar þetta gerist á íþróttavelli,“ segir Davíð O Arnar hjartalæknir sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Orsök ókunn í 30 prósent tilvika Hann segir sjúkdóma geta valdið hjartastoppi hjá ungu fólki og að kappleikir geti ýtt undir aðstæður þar sem það spretta fram illvígar hjartsláttartruflanir, oft út af undirliggjandi vanda. „Yfirleitt er streituhormónastig hátt, hjartsláttarhraðinn er mikill og það eru kringumstæður sem leiða stundum til þess að það komi fram aukaslög sem ýta undir alvarlegar hjartsláttartruflanir.“ Hann segir að í 60-70 prósent tilvika sé undirliggjandi vandi við hjartastopp sem ekki sé vitað af fyrir fram. Í 30 prósent tilfella finni læknar ekki orsök truflana. Spurður út í tengingu hjartastoppa við knattspyrnu segir Davíð að mögulegt sé að það að fá bolta í bringu geti valdið hjartsláttartruflunum. Hringja á hjálp, hnoða og nota rafstuðstæki Er hægt að koma í veg fyrir þetta? „Já það er hægt að gera það, skima fyrir þessu. Þeir sem spila í efstu deild í fótbolta fara í ítarlega skoðun en við gætum klárlega gert betur með skimun, leitað að ákveðnum sjúkdómum sem geta valdið hjartastoppi á ungaaldri. Vandamálið með skimun er að hún kostar og er umfangsmikil.“ Frávik geti fundist sem kalli á ítarlegri skoðun eða að fólki sé haldið frá keppni. „Það helgast af því að hjartalínur eru oft óeðlilegar vegna mikillar þjálfunar. Það gerir þær erfiðari í túlkun.“ Spurður út í það hvernig skuli bregðast við þegar fólk verður vitni að hjartastoppi, segir Davíð: „Í fyrsta lagi þarf að hringja í 112. Á meðan beðið skal hnoða á bringuna og í völdum tilfellum, þegar hjartarafstuðstæki eru nálægt þarf að fá það strax og tengja við sjúklinginn. Þetta eru þau þrjú viðbrögð sem skipta sköpum.“ Þetta hafi bjargað mörgum mannslífum, segir Davíð. „Mín skoðun er sú að þessi tæki þurfa að vera sem allra víðast.“ Heilbrigðismál Fótbolti Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Það fór um marga í Grafarvogi á fimmtudagskvöld þegar leikmaður Álftaness fór í hjartastopp í leik Fjölnis og Álftaness í 2. deild kvenna í knattspyrnu. Þjálfari Álftaness þakkaði skjótum viðbrögðum viðstaddra fyrir að ekki fór verr. Fleiri dæmi eru um knattspyrnumenn sem hafa farið í hjartastopp. Emil Pálsson knattspyrnumaður hefur farið tvisvar í hjartastopp á síðustu þremur árum og óhugnanlegt hjartastopp átti sér stað í beinni útsendingu á EM karla 2021 þegar Christian Eriksen leikmaður Danmerkur fór í hjartastopp og hneig niður. Í umfjölluninni hefur því verið velt upp hvort hjartastopp, sérstaklega hjá íþróttafólki, hafi orðið algengari á undanförnum árum. Hjartalæknir segir svo ekki vera. „Hjartastopp er tiltölulega algeng. Á Íslandi eru um 150 til 200 hjartastopp á ári, en lang flest verða hjá fólki sem er komið yfir fertugt. Hjartastopp hjá yngra fólki er frekar sjaldgæft, þetta eru fim mtil sjö tilvik á ári og þar af mögulega eitt í íþróttum. Þetta er ekki algengt en þetta vekur yfirleitt mikla athygli, sérstaklega þegar þetta gerist á íþróttavelli,“ segir Davíð O Arnar hjartalæknir sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Orsök ókunn í 30 prósent tilvika Hann segir sjúkdóma geta valdið hjartastoppi hjá ungu fólki og að kappleikir geti ýtt undir aðstæður þar sem það spretta fram illvígar hjartsláttartruflanir, oft út af undirliggjandi vanda. „Yfirleitt er streituhormónastig hátt, hjartsláttarhraðinn er mikill og það eru kringumstæður sem leiða stundum til þess að það komi fram aukaslög sem ýta undir alvarlegar hjartsláttartruflanir.“ Hann segir að í 60-70 prósent tilvika sé undirliggjandi vandi við hjartastopp sem ekki sé vitað af fyrir fram. Í 30 prósent tilfella finni læknar ekki orsök truflana. Spurður út í tengingu hjartastoppa við knattspyrnu segir Davíð að mögulegt sé að það að fá bolta í bringu geti valdið hjartsláttartruflunum. Hringja á hjálp, hnoða og nota rafstuðstæki Er hægt að koma í veg fyrir þetta? „Já það er hægt að gera það, skima fyrir þessu. Þeir sem spila í efstu deild í fótbolta fara í ítarlega skoðun en við gætum klárlega gert betur með skimun, leitað að ákveðnum sjúkdómum sem geta valdið hjartastoppi á ungaaldri. Vandamálið með skimun er að hún kostar og er umfangsmikil.“ Frávik geti fundist sem kalli á ítarlegri skoðun eða að fólki sé haldið frá keppni. „Það helgast af því að hjartalínur eru oft óeðlilegar vegna mikillar þjálfunar. Það gerir þær erfiðari í túlkun.“ Spurður út í það hvernig skuli bregðast við þegar fólk verður vitni að hjartastoppi, segir Davíð: „Í fyrsta lagi þarf að hringja í 112. Á meðan beðið skal hnoða á bringuna og í völdum tilfellum, þegar hjartarafstuðstæki eru nálægt þarf að fá það strax og tengja við sjúklinginn. Þetta eru þau þrjú viðbrögð sem skipta sköpum.“ Þetta hafi bjargað mörgum mannslífum, segir Davíð. „Mín skoðun er sú að þessi tæki þurfa að vera sem allra víðast.“
Heilbrigðismál Fótbolti Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira