Vaskar konur safna fyrir endurbótum á Riishúsinu á Borðeyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. ágúst 2023 20:31 Kristín Árnadóttir, sem er ein af vösku konunum í Riishúsinu á Borðeyri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vaskur hópur kvenna hefur rekið kaffihús og markað í Riishúsinu á Borðeyri við Hrútafjörð á Ströndum í sumar og safna með því fé til reksturs og endurbyggingar hússins. Í dag búa aðeins tíu íbúar á Borðeyri. Borðeyri er við vestanverðan Hrútafjörð og er eitt fámennasta þorp landsins. Staðurinn varð löggiltur verslunarstaður 1846 og samfelld verslun var á staðnum fram á 21. öld. Á síðari hluta 19. aldar var Borðeyri mikilvæg útskipunarhöfn er þaðan var m.a. flutt mikið af sauðfé sem selt var til dæmis til Bretlands og þaðan fóru margir þeirra sem fluttu "vestur um haf" og gerðust vesturfarar í Ameríku. Hér erum við að tala um Riishús, sem er gamalt járnklætt timburhús, ein hæð og ris með sneitt ofan af stöfnunum byggt 1862. Húsið var byggt sem íbúðarhús verslunarstjórans og var upphaflega kallað Faktorshús upp á dönsku. Miklar endurbætur þarf að gera á húsinu og því tóku sig saman nokkrar drífandi konur á Borðeyri og næsta nágrenni og hafa rekið þar markað og kaffihús í sumar til að safna peningum fyrir endurbótunum. „Í dag er hér bæði nytjamarkaður og handverksmarkaður svo er lítið kaffihús hérna líka þar sem við seljum kaffi og vöfflur og fleira og svo heimasteiktar kleinur, súkkulaði og sultur,” segir Kristín Árnadóttir ein af vösku konunum í Riishúsinu og bætir við. „Það er bara nóg að gera. Við erum yfirleitt ekki margar, sem vinum hérna en við skiptumst á og reynum að þjóna fólki eins vel og við getum.” Riishús er gamalt járnklætt timburhús, ein hæð og ris með sneitt ofan af stöfnunum byggt 1862. Húsið var byggt sem íbúðarhús verslunarstjórans og var upphaflega kallað Faktorshús upp á dönsku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristín segir Riishús kennt við merkilegan kaupmann, sem kom á Borðeyri 1890. „Og var hér í tæplega 30 ár og var geysilega vinsæll og virtur maður. Hann kom ákaflega vel fram við íbúana og við viðskiptavini sína enda kvöddu þeir hann með virtum þegar hann fór.” Kristín, sem er meðal annars fyrrverandi skólastjóri býr á Borðeyri. „Það er mjög gott að búa hérna, alveg yndislegt. Við erum mjög fá, sem búum hérna reyndar núna en það eru fleiri, sem búa náttúrulega í fyrrum Bæjarhreppi, sem núna tilheyrir Húnaþingi vestra.” Og allir velkomnir í Riishús í sumar? „Já, allir velkomnir og við fögnum öllum, sem koma hingað og biðjum þá til dæmis að skrifa í gestabókina okkar”, segir Kristín. Facebooksíða hópsins Húnaþing vestra Húsavernd Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Borðeyri er við vestanverðan Hrútafjörð og er eitt fámennasta þorp landsins. Staðurinn varð löggiltur verslunarstaður 1846 og samfelld verslun var á staðnum fram á 21. öld. Á síðari hluta 19. aldar var Borðeyri mikilvæg útskipunarhöfn er þaðan var m.a. flutt mikið af sauðfé sem selt var til dæmis til Bretlands og þaðan fóru margir þeirra sem fluttu "vestur um haf" og gerðust vesturfarar í Ameríku. Hér erum við að tala um Riishús, sem er gamalt járnklætt timburhús, ein hæð og ris með sneitt ofan af stöfnunum byggt 1862. Húsið var byggt sem íbúðarhús verslunarstjórans og var upphaflega kallað Faktorshús upp á dönsku. Miklar endurbætur þarf að gera á húsinu og því tóku sig saman nokkrar drífandi konur á Borðeyri og næsta nágrenni og hafa rekið þar markað og kaffihús í sumar til að safna peningum fyrir endurbótunum. „Í dag er hér bæði nytjamarkaður og handverksmarkaður svo er lítið kaffihús hérna líka þar sem við seljum kaffi og vöfflur og fleira og svo heimasteiktar kleinur, súkkulaði og sultur,” segir Kristín Árnadóttir ein af vösku konunum í Riishúsinu og bætir við. „Það er bara nóg að gera. Við erum yfirleitt ekki margar, sem vinum hérna en við skiptumst á og reynum að þjóna fólki eins vel og við getum.” Riishús er gamalt járnklætt timburhús, ein hæð og ris með sneitt ofan af stöfnunum byggt 1862. Húsið var byggt sem íbúðarhús verslunarstjórans og var upphaflega kallað Faktorshús upp á dönsku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristín segir Riishús kennt við merkilegan kaupmann, sem kom á Borðeyri 1890. „Og var hér í tæplega 30 ár og var geysilega vinsæll og virtur maður. Hann kom ákaflega vel fram við íbúana og við viðskiptavini sína enda kvöddu þeir hann með virtum þegar hann fór.” Kristín, sem er meðal annars fyrrverandi skólastjóri býr á Borðeyri. „Það er mjög gott að búa hérna, alveg yndislegt. Við erum mjög fá, sem búum hérna reyndar núna en það eru fleiri, sem búa náttúrulega í fyrrum Bæjarhreppi, sem núna tilheyrir Húnaþingi vestra.” Og allir velkomnir í Riishús í sumar? „Já, allir velkomnir og við fögnum öllum, sem koma hingað og biðjum þá til dæmis að skrifa í gestabókina okkar”, segir Kristín. Facebooksíða hópsins
Húnaþing vestra Húsavernd Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira