Hulda á miklu flugi en Ragnhildur áfram efst Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2023 17:36 Hulda Clara átti skínandi hring. Hulda Clara Gestsdóttir spilaði best allra kvenna á Íslandsmótinu í golfi á Urriðavelli í dag. Ragnhildur Kristinsdóttir heldur þó tveggja högga forystu sinni. Ragnhildur var efst á tveimur undir pari fyrir hring dagsins, tveimur höggum á undan Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem var á pari. Báðar tvær léku þær á pari í dag og staða þeirra því óbreytt. Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG fór upp að hlið Guðrúnar Brár með besta hring dagsins en hún lék á fjórum höggum undir pari. Hún fékk fimm fugla og einn skolla á hringnum en fór aðrar brautir á pari. Perla Sól Sigurbrandsdóttir er einu höggi frá þeim Guðrúnu og Huldu en hún lék á tveimur undir pari í dag. Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM lék á þremur undir pari í dag en hún er í áttunda sæti á níu yfir parinu eftir þrjá hringi. Ragnhildur stendur áfram best að vígi fyrir lokahringinn á morgun en hún hefur spilað afar stöðugt golf á hringjunum þremur hingað til. Eigi Hulda Clara keimlíkan hring og í dag getur hins vegar allt gerst. Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ragnhildur var efst á tveimur undir pari fyrir hring dagsins, tveimur höggum á undan Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem var á pari. Báðar tvær léku þær á pari í dag og staða þeirra því óbreytt. Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG fór upp að hlið Guðrúnar Brár með besta hring dagsins en hún lék á fjórum höggum undir pari. Hún fékk fimm fugla og einn skolla á hringnum en fór aðrar brautir á pari. Perla Sól Sigurbrandsdóttir er einu höggi frá þeim Guðrúnu og Huldu en hún lék á tveimur undir pari í dag. Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM lék á þremur undir pari í dag en hún er í áttunda sæti á níu yfir parinu eftir þrjá hringi. Ragnhildur stendur áfram best að vígi fyrir lokahringinn á morgun en hún hefur spilað afar stöðugt golf á hringjunum þremur hingað til. Eigi Hulda Clara keimlíkan hring og í dag getur hins vegar allt gerst.
Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira