Innlent

Síma­sam­bands­leysi seinkaði björgunar­að­gerðum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Slysið varð við Urðarhólavatn í dag. 
Slysið varð við Urðarhólavatn í dag.  Landsbjörg

Björgunarsveitin Sveinungur á Borgarfirði eystra var boðuð út á fyrsta tímanum í dag vegna slasaðs einstaklings sem var á gönguleið við Urðarhólsvatn. Ekkert símasamband var á slysstað sem gerði erfiðara að tilkynna um slysið.

Í tilkynningu segir að sá slasaði hafi verið í hópi göngufólks, nokkuð utan alfaraleiðar og á svæði þar sem ekkert símasamband var. Viðkomandi hrasaði á göngu og óttast var að hann hefði ökklabrotnað.

Þá segir að vegna símasabandsleysis hafi samferðamaður þurft að ganga nokkurn spöl til þess að ná símasambandi og geta tilkynnt um óhappið. 

Loks kemur fram að björgunarsveitarmenn hafi þurft að búa um þann slasaða og bera hann niður þar til komið var þangað sem sjúkrabíll komst. Um einn og hálfur tími leið frá því að útkall barst þar til hinn slasaði var kominn í sjúkrabíl. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×