Lífið

Sjáðu mynd­bandið: Gleði­ganga í blíð­skapar­veðri

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær.
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær. Vísir/Sigurjón

Hinsegin dagar náðu hápunkti í gær með Gleðigöngunni sem haldin var á einum sólríkasta degi sumarsins. 

Gangan hófst við Hallgrímskirkju og endaði með hátíðardagskrá í Hljómskálagarðinum. Meðal þeirra sem komu fram var hljómsveitin FLOTT, Una Torfa og Margrét Rán og Daníel Ágúst. Felix Bergsson kynnti dagskrána.

Vagninn hans Páls Óskars var á sínum stað í göngunni að vana. „Velkomin til Íslands, Venesúela. Það er nóg pláss fyrir öll blómin í þessum garði,“ sagði Páll Óskar áður en hann söng næsta slagara. 

Vel viðraði í borginni til gleðigöngunnar en gífurlega mikill fjöldi fólks gerði sér leið í miðbæ Reykjavíkur til þess að fagna fjölbreytileikanum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.