Bæjarstjóri og ráðherra deila um ábyrgð á flóttafólki Helena Rós Sturludóttir skrifar 13. ágúst 2023 21:56 Guðmundur Ingi og Rósa Guðbjartsdóttir eru ósammála um hvar ábyrgðin liggi. vísir Félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ábyrgðinni til ráðherrans. Bærinn muni ekki grípa hópinn. Mikið hefur verið fjallað um útlendingamál eftir að hópur fólks var þjónustusviptur í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi ýmist í kúlutjöldum í Öskjuhlíð eða í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Þjónustan sé í boði Félagsmálaráðherra segir að þeim sem fá endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd bjóðist að vinna með stjórnvöldum að því að fara af landi brott. „Og ef þau vinna með stjórnvöldum þá fá þau þjónustu áfram. Þannig þjónustan er vissulega í boði fyrir fólk,“ segir Guðmundur Ingi. Þau sem ekki vinni með stjórnvöldum þurfi að fara út úr þjónustuhúsnæði eftir þrjátíu daga. Guðmundur segir þann hóp geta sótt um félagsaðstoð sveitarfélaga, en það sé sveitarfélagana að meta hvort þau veiti slíka aðstoð eða ekki. Félagsaðstoð sveitarfélaga „Ég hef bent á þessa leið fyrir fólk að sækja um félagsaðstoð sveitarfélaga og ef sveitarfélögin taka þá ákvörðun að veita fólki þessa félagsaðstoð þá lendir fólk ekki á götunni, það er alveg ljóst og er þá ekki í hópi heimilislausra,“ segir Guðmundur Ingi jafnframt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði í hádegisfréttum RÚV að stjórnvöld hafi ekki verði í sambandi við Reykjavíkurborg um málið og að blað sé brotið í sögu Íslendinga ef hælisleitendur eigi að bætast í hóp heimilislausra og vera þannig á ábyrgð sveitarfélaganna. Guðmundur Ingi segir ábyrgðina bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Ósammála ráðherra „Þannig er það í þessum málaflokki í heild sinni, sveitarfélögin bera ábyrgð á félagsþjónustunni og félagsaðstoð. Það er þeirra lögbundna hlutverk,“ segir Guðmundur Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er ekki sammála ráðherra og segir ábyrgðina liggja hjá félagsmálaráðuneytinu og Vinnumálastofnun. „Ég vísa því alveg á bug að það sé sveitarfélaganna að taka upp þjónustu. Við getum ekki verið að grípa inn í hjá fólki eða hópi fólks sem engar reglur eða lög eru til um. Ég veit ekki alveg til hvers ráðherran er að vísa til,“ segir Rósa. Fólk með lögheimili í sveitarfélaginu fái félagslega þjónustu. Hafnarfjarðarbær hyggist ekki veita hælisleitendum sem hafi verið þjónustusviptir þjónustu. Álagið sé nógu mikið fyrir vegna málaflokksins í heild sinni. Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. 13. ágúst 2023 12:10 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um útlendingamál eftir að hópur fólks var þjónustusviptur í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi ýmist í kúlutjöldum í Öskjuhlíð eða í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Þjónustan sé í boði Félagsmálaráðherra segir að þeim sem fá endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd bjóðist að vinna með stjórnvöldum að því að fara af landi brott. „Og ef þau vinna með stjórnvöldum þá fá þau þjónustu áfram. Þannig þjónustan er vissulega í boði fyrir fólk,“ segir Guðmundur Ingi. Þau sem ekki vinni með stjórnvöldum þurfi að fara út úr þjónustuhúsnæði eftir þrjátíu daga. Guðmundur segir þann hóp geta sótt um félagsaðstoð sveitarfélaga, en það sé sveitarfélagana að meta hvort þau veiti slíka aðstoð eða ekki. Félagsaðstoð sveitarfélaga „Ég hef bent á þessa leið fyrir fólk að sækja um félagsaðstoð sveitarfélaga og ef sveitarfélögin taka þá ákvörðun að veita fólki þessa félagsaðstoð þá lendir fólk ekki á götunni, það er alveg ljóst og er þá ekki í hópi heimilislausra,“ segir Guðmundur Ingi jafnframt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði í hádegisfréttum RÚV að stjórnvöld hafi ekki verði í sambandi við Reykjavíkurborg um málið og að blað sé brotið í sögu Íslendinga ef hælisleitendur eigi að bætast í hóp heimilislausra og vera þannig á ábyrgð sveitarfélaganna. Guðmundur Ingi segir ábyrgðina bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Ósammála ráðherra „Þannig er það í þessum málaflokki í heild sinni, sveitarfélögin bera ábyrgð á félagsþjónustunni og félagsaðstoð. Það er þeirra lögbundna hlutverk,“ segir Guðmundur Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er ekki sammála ráðherra og segir ábyrgðina liggja hjá félagsmálaráðuneytinu og Vinnumálastofnun. „Ég vísa því alveg á bug að það sé sveitarfélaganna að taka upp þjónustu. Við getum ekki verið að grípa inn í hjá fólki eða hópi fólks sem engar reglur eða lög eru til um. Ég veit ekki alveg til hvers ráðherran er að vísa til,“ segir Rósa. Fólk með lögheimili í sveitarfélaginu fái félagslega þjónustu. Hafnarfjarðarbær hyggist ekki veita hælisleitendum sem hafi verið þjónustusviptir þjónustu. Álagið sé nógu mikið fyrir vegna málaflokksins í heild sinni.
Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. 13. ágúst 2023 12:10 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
„Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13
Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19
Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. 13. ágúst 2023 12:10