Innlent

Reykjaneshryggurinn skelfur

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mynd sem sýnir staðsetningu skjálftanna í kvöld.
Mynd sem sýnir staðsetningu skjálftanna í kvöld. skjáskot

Afar öflug skjálftahrina hófst í kvöld undan Reykjanesskaga, nokkra kílómetra suðvestur af Geirfugladrangi.

Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar hafa sextíu skjálftar mælst yfir tveir að stærð. Fjórtán skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð, sá stærsti 4,5 að stærð.

Hrinan hófst klukkan 19:40 í kvöld. Ríflega hundrað skjálftar hafa mælst síðan þá.

„Þetta er að dala smám saman, að öllum líkindum deyr þetta bara út. Það er það sem gerist vanalega,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur í samtali við Vísi. „Við höfum séð þetta nokkuð oft áður.“ Engin merki séu hins vegar um gosóróa.

Ein tilkynning barst um að skjálftinn fannst í byggð, það var á Akranesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×