Enski boltinn

Þarf í að­­gerð og verður lengi frá

Aron Guðmundsson skrifar
Tyrone Mings var sárkvalinn á laugardaginn
Tyrone Mings var sárkvalinn á laugardaginn Vísir/Getty

Tyrone Mings, varnar­maður enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Aston Villa, verður lengi frá eftir hafa meiðst á hné í fyrstu um­ferð deildarinnar í leik Aston Villa gegn New­cast­le United.

Mings þurfti að yfir­gefa St James' Park á sjúkra­börum á 37.mínútu leiksins á laugar­daginn síðast­liðinn og nú hefur Aston Villa tjáð sig um al­var­leika meiðslanna.

Í yfir­lýsingu sem fé­lagið gaf frá sér í morgun segir að í kjöl­far rann­sókna á hné Mings sé ljóst að leik­maðurinn þurfi að gangast undir að­gerð og að í kjöl­farið taki við langt endur­hæfingar­ferli.

Knatt­spyrnu­á­huga­fólk mun því ekki sjá Mings inn á knatt­spyrnu­vellinum á næstunni.

Aston Villa tapaði leiknum gegn New­cast­le United með fimm mörkum gegn einu. Liðið tekur á móti E­ver­ton í næstu um­ferð ensku úr­vals­deildarinnar.


Tengdar fréttir

Draumabyrjun hjá Newcastle

Newcastle fór illa með Aston Villa í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir svarthvítu hefja leiktíðina á 5-1 sigri og tveir nýliðar komust á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×