Hinsegin par hafði betur gegn hægriflokki vegna fæðingarmyndar Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. ágúst 2023 12:08 Kanadíska parið BJ Barone og Frankie Nelson höfðu betur gegn ítalska stjórnarflokknum Fratelli d'Italia, sem Giorgia Meloni fer fyrir, vegna óleyfilegrar notkunar flokksins á myndinni. Twitter/AP Stjórnarflokknum Bræðrum Ítalíu hefur verið gert að borga hinsegin pari skaðabætur fyrir að nota mynd af parinu með nýfæddum syni þeirra í leyfisleysi. Flokkurinn notaði myndina fyrir auglýsingaherferð gegn staðgöngumæðrun. Kanadíska parið BJ Barone og Frankie Nelson tóku á móti syni sínum Milo með hjálp staðgöngumóður árið 2014. Mynd af nýbökuðum feðrunum haldandi á syninum í fyrsta skipti fór á flug um netheima í kjölfarið. Tveimur árum síðar notaði ítalski hægriflokkurinn Bræður Ítalíu (Fratelli d'Italia) myndina af fjölskyldunni í leyfisleysi fyrir kosningaherferð sína þar sem þau töluðu gegn staðgöngumæðrun. Við myndina stóð „Hann mun aldrei geta sagt mamma. Það eru réttindi barna að vera varin.“ Hinsegin lögmannsstofa kom til bjargar Ítalska lögmannsstofan Gay Lex, sem sérhæfir sig í hinsegin málefnum, frétti af málinu og bauðst til að veita parinu lögfræðiaðstoð þeim að endurgjaldslausu. Barone og Nelson, sem eru báðir menntaskólakennarar í Toronto, tóku því boði. BJ Barone og Frankie Nelson með syni sínum, Milo, í gegnum árin.Instagram Parið lögsótti Bræður ítalíu með fulltingi Gay Lex og eftir sjö ára dómsmeðferð unnu þeir málið. Hægriflokknum hefur verið gert að greiða báðum mönnunum tíu þúsund evrur (tæplega ein og hálf milljón íslenskra króna) fyrir „særandi notkun á mynd þeirra“. Parið fékk fregnir af dómssigrinum í júní en bíða enn eftir skaðabótunum þar sem Bræður Ítalíu hafa áfrýjað ákvörðuninni. „Í hreinskilni sagt bjuggumst við ekki við að það kæmi neitt út úr þessu. Við vorum búnir að vera fastir í ítalska dómskerfinu í svo langan tíma að við veltum því fyrir okkur hvort þetta myndi nokkuð gerast,“ sagði Barone í samtali við kanadísku fréttastofuna CP24. Bræður Ítalíu grafið undan réttindum hinsegin fólks Þess ber að geta að Bræður Ítalíu eru stærsti stjórnmálaflokkur Ítalíu og komst í ríkisstjórn í fyrsta skipti eftir kosningasigur þeirra í þingkosningum í fyrra. Þá er Giorgia Meloni, umdeildur formaður flokksins, forsætisráðherra Ítalíu. Bræður Ítalíu er pólitískur afkomandi Ítölsku þjóðfélagshreyfingarinnar (MSI) sem var stofnaður af fyrrverandi meðlimum Fasistaflokks Mussolinis eftir Seinni heimsstyrjöldina. Flokkurinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna afstöðu sinnar gagnvart hinsegin fólki. Í mars skipaði flokkurinn ríkisstofnunum að hætta skráningu barna hinsegin para. Ríkissaksóknari í norðurhluta Ítalíu gekk skrefinu lengra í júní og skipaði ógildingu á 33 fæðingarvottorðum barna lesbískra para sem ógnar sjúkratryggingum og menntun barnanna. „Þetta er lítill sigur fyrir okkur, en risastór sigur fyrir LGBTQ+ samfélagið á Ítalíu og annars staðar. Fyrir okkur táknar fæðingarmyndin allt sem við stöndum fyrir; fjölskyldu, samþykki og skilyrðislausa ást,“ sagði parið í samtali við BBC. Írski stjórnmálamaðurinn Mary Fitzgibbons notaði myndina líka í leyfisleysi í kosningaherferð sinni í írsku kosningunum árið 2016. Hún notaði myndina til að vekja athygli á afstöðu sinni gegn staðgöngumæðrun fyrir hinsegin pör á samfélagsmiðlum. Hún hefur nú fjarlægt hana af öllum miðlum sínum. Ítalía Jafnréttismál Hinsegin Mest lesið Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Erlent Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Erlent Fleiri fréttir Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Sjá meira
Kanadíska parið BJ Barone og Frankie Nelson tóku á móti syni sínum Milo með hjálp staðgöngumóður árið 2014. Mynd af nýbökuðum feðrunum haldandi á syninum í fyrsta skipti fór á flug um netheima í kjölfarið. Tveimur árum síðar notaði ítalski hægriflokkurinn Bræður Ítalíu (Fratelli d'Italia) myndina af fjölskyldunni í leyfisleysi fyrir kosningaherferð sína þar sem þau töluðu gegn staðgöngumæðrun. Við myndina stóð „Hann mun aldrei geta sagt mamma. Það eru réttindi barna að vera varin.“ Hinsegin lögmannsstofa kom til bjargar Ítalska lögmannsstofan Gay Lex, sem sérhæfir sig í hinsegin málefnum, frétti af málinu og bauðst til að veita parinu lögfræðiaðstoð þeim að endurgjaldslausu. Barone og Nelson, sem eru báðir menntaskólakennarar í Toronto, tóku því boði. BJ Barone og Frankie Nelson með syni sínum, Milo, í gegnum árin.Instagram Parið lögsótti Bræður ítalíu með fulltingi Gay Lex og eftir sjö ára dómsmeðferð unnu þeir málið. Hægriflokknum hefur verið gert að greiða báðum mönnunum tíu þúsund evrur (tæplega ein og hálf milljón íslenskra króna) fyrir „særandi notkun á mynd þeirra“. Parið fékk fregnir af dómssigrinum í júní en bíða enn eftir skaðabótunum þar sem Bræður Ítalíu hafa áfrýjað ákvörðuninni. „Í hreinskilni sagt bjuggumst við ekki við að það kæmi neitt út úr þessu. Við vorum búnir að vera fastir í ítalska dómskerfinu í svo langan tíma að við veltum því fyrir okkur hvort þetta myndi nokkuð gerast,“ sagði Barone í samtali við kanadísku fréttastofuna CP24. Bræður Ítalíu grafið undan réttindum hinsegin fólks Þess ber að geta að Bræður Ítalíu eru stærsti stjórnmálaflokkur Ítalíu og komst í ríkisstjórn í fyrsta skipti eftir kosningasigur þeirra í þingkosningum í fyrra. Þá er Giorgia Meloni, umdeildur formaður flokksins, forsætisráðherra Ítalíu. Bræður Ítalíu er pólitískur afkomandi Ítölsku þjóðfélagshreyfingarinnar (MSI) sem var stofnaður af fyrrverandi meðlimum Fasistaflokks Mussolinis eftir Seinni heimsstyrjöldina. Flokkurinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna afstöðu sinnar gagnvart hinsegin fólki. Í mars skipaði flokkurinn ríkisstofnunum að hætta skráningu barna hinsegin para. Ríkissaksóknari í norðurhluta Ítalíu gekk skrefinu lengra í júní og skipaði ógildingu á 33 fæðingarvottorðum barna lesbískra para sem ógnar sjúkratryggingum og menntun barnanna. „Þetta er lítill sigur fyrir okkur, en risastór sigur fyrir LGBTQ+ samfélagið á Ítalíu og annars staðar. Fyrir okkur táknar fæðingarmyndin allt sem við stöndum fyrir; fjölskyldu, samþykki og skilyrðislausa ást,“ sagði parið í samtali við BBC. Írski stjórnmálamaðurinn Mary Fitzgibbons notaði myndina líka í leyfisleysi í kosningaherferð sinni í írsku kosningunum árið 2016. Hún notaði myndina til að vekja athygli á afstöðu sinni gegn staðgöngumæðrun fyrir hinsegin pör á samfélagsmiðlum. Hún hefur nú fjarlægt hana af öllum miðlum sínum.
Ítalía Jafnréttismál Hinsegin Mest lesið Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Erlent Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Erlent Fleiri fréttir Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Sjá meira