Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Eiður Þór Árnason skrifar 14. ágúst 2023 17:00 Blessing Newton er meðal þeirra hælisleitenda sem var vísað úr búsetuúrræði Vinnumálastofnunar í Hafnarfirði í síðustu viku. vísir/vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. Fjöldi hælisleitenda hefur misst alla þjónustu frá hinu opinbera á borð við húsnæði og fæðupeninga en samkvæmt nýjum útlendingalögum fellur þjónustan fólks niður 30 dögum eftir að þeim hefur borist endanleg synjun um alþjóðlega vernd. Á föstudag var greint frá því að af þeim 53 sem hafi verið tilkynnt um lok á þjónustu frá 1. júlí hafi aðeins tíu farið með lögreglu úr landi eða verið að undirbúa brottför. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Þeim sem fái endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd bjóðist að vinna með stjórnvöldum að því að fara af landi brott. „Og ef þau vinna með stjórnvöldum þá fá þau þjónustu áfram. Þannig þjónustan er vissulega í boði fyrir fólk,“ sagði Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu í gær. „Ég hef bent á þessa leið fyrir fólk að sækja um félagsaðstoð sveitarfélaga og ef sveitarfélögin taka þá ákvörðun að veita fólki þessa félagsaðstoð þá lendir fólk ekki á götunni, það er alveg ljóst og er þá ekki í hópi heimilislausra,“ sagði hann jafnframt. Vöruðu við auknu heimilisleysi og mansali Samband íslenskra sveitarfélaga tekur ekki undir að ábyrgðin sé nú alfarið á höndum sveitarfélaganna, að því er fram kemur í tilkynningu. Um sé að ræða fyrirsjáanlega vankanta á útlendingalögunum sem sambandið hafi áður bent á í umsögn sinni um lagafrumvarpið. „Þar krafðist sambandið þess að skýrt yrði hvað tæki við eftir að 30 daga fresti frá synjun um stöðu hælisleitanda lýkur. Á því tímamarki fellur réttur einstaklings til grunnþjónustu niður þar sem sveitarfélög bera ekki ábyrgð á að veita fólki þjónustu sem dvelur í landinu án tilskilinna leyfa,“ segir í tilkynningunni. Í umsögn þess um frumvarpið sem síðar varð að núgildandi útlendingalögum í mars voru viðraðar áhyggjur af því að heimilislausum myndi fjölga og mansal aukast. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi ýmist í kúlutjöldum í Öskjuhlíð eða í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Sambandið segir ekkert samtal hafa farið fram milli ríkis og sveitarfélaga um hvað taki við hjá þeim hælisleitendum sem misst hafi framfæri sitt hjá ríkinu og séu án kennitölu og réttinda í landinu. „Sambandið telur skýrt að þessi málaflokkur sé á ábyrgð ríkisins og að nauðsynlegt sé að þau ráðuneyti sem málaflokkurinn fellur undir geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja umræddum einstaklingum þak yfir höfuðið og framfærslu, þar til viðkomandi einstaklingar fara úr landi.“ Þurfi að sýna samstarfsvilja Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt útlendingalögin virka sem skyldi. „Á þessum 30 dögum ber fólki að yfirgefa landið, því það hefur ekki leyfi til að búa hér á landinu. Við væntum þess að lang, langflestir muni vilja fara í sjálfviljugri brottför,“ sagði hún í samtali við fréttastofu á föstudag. Fólk sem fari ekki sjálfviljugt frá Íslandi væri á eigin ábyrgð hérlendis. „Það er erfitt að eiga við það þegar fólk sýnir ekki samstarfsvilja, og þegar fólk gerir það ekki þá á það ekki rétt á þjónustu hér á landi.“ Aðspurð hvort hún teldi hættu á því að að þessi þjónustusvipting gæti leitt til aukins heimilisleysis og mansals sagði Guðrún alveg skýrt að ef fólk sýni samstarfsvilja og yfirgefi landið sjálfviljugt innan tilsetts frests muni það ekki enda á götunni. „Það er hér búsetuúrræði sem er á hendi Ríkislögreglustjóra, þannig að fólk fær fæði og húsaskjól, en þarf að sýna samstarfsvilja,“ sagði dómsmálaráðherra. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ekki hægt að velta vanda á sveitarfélögin: „Látum fólk auðvitað ekki svelta“ Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir þau ekki geta tekið við réttinda- og heimilislausu flóttafólki án samtals. Hún segir áríðandi að ríkið skýri málið betur og ætlar að óska eftir fundi með ráðherra. 14. ágúst 2023 12:11 Bæjarstjóri og ráðherra deila um ábyrgð á flóttafólki Félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ábyrgðinni til ráðherrans. Bærinn muni ekki grípa hópinn. 13. ágúst 2023 21:56 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Fjöldi hælisleitenda hefur misst alla þjónustu frá hinu opinbera á borð við húsnæði og fæðupeninga en samkvæmt nýjum útlendingalögum fellur þjónustan fólks niður 30 dögum eftir að þeim hefur borist endanleg synjun um alþjóðlega vernd. Á föstudag var greint frá því að af þeim 53 sem hafi verið tilkynnt um lok á þjónustu frá 1. júlí hafi aðeins tíu farið með lögreglu úr landi eða verið að undirbúa brottför. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Þeim sem fái endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd bjóðist að vinna með stjórnvöldum að því að fara af landi brott. „Og ef þau vinna með stjórnvöldum þá fá þau þjónustu áfram. Þannig þjónustan er vissulega í boði fyrir fólk,“ sagði Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu í gær. „Ég hef bent á þessa leið fyrir fólk að sækja um félagsaðstoð sveitarfélaga og ef sveitarfélögin taka þá ákvörðun að veita fólki þessa félagsaðstoð þá lendir fólk ekki á götunni, það er alveg ljóst og er þá ekki í hópi heimilislausra,“ sagði hann jafnframt. Vöruðu við auknu heimilisleysi og mansali Samband íslenskra sveitarfélaga tekur ekki undir að ábyrgðin sé nú alfarið á höndum sveitarfélaganna, að því er fram kemur í tilkynningu. Um sé að ræða fyrirsjáanlega vankanta á útlendingalögunum sem sambandið hafi áður bent á í umsögn sinni um lagafrumvarpið. „Þar krafðist sambandið þess að skýrt yrði hvað tæki við eftir að 30 daga fresti frá synjun um stöðu hælisleitanda lýkur. Á því tímamarki fellur réttur einstaklings til grunnþjónustu niður þar sem sveitarfélög bera ekki ábyrgð á að veita fólki þjónustu sem dvelur í landinu án tilskilinna leyfa,“ segir í tilkynningunni. Í umsögn þess um frumvarpið sem síðar varð að núgildandi útlendingalögum í mars voru viðraðar áhyggjur af því að heimilislausum myndi fjölga og mansal aukast. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi ýmist í kúlutjöldum í Öskjuhlíð eða í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Sambandið segir ekkert samtal hafa farið fram milli ríkis og sveitarfélaga um hvað taki við hjá þeim hælisleitendum sem misst hafi framfæri sitt hjá ríkinu og séu án kennitölu og réttinda í landinu. „Sambandið telur skýrt að þessi málaflokkur sé á ábyrgð ríkisins og að nauðsynlegt sé að þau ráðuneyti sem málaflokkurinn fellur undir geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja umræddum einstaklingum þak yfir höfuðið og framfærslu, þar til viðkomandi einstaklingar fara úr landi.“ Þurfi að sýna samstarfsvilja Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt útlendingalögin virka sem skyldi. „Á þessum 30 dögum ber fólki að yfirgefa landið, því það hefur ekki leyfi til að búa hér á landinu. Við væntum þess að lang, langflestir muni vilja fara í sjálfviljugri brottför,“ sagði hún í samtali við fréttastofu á föstudag. Fólk sem fari ekki sjálfviljugt frá Íslandi væri á eigin ábyrgð hérlendis. „Það er erfitt að eiga við það þegar fólk sýnir ekki samstarfsvilja, og þegar fólk gerir það ekki þá á það ekki rétt á þjónustu hér á landi.“ Aðspurð hvort hún teldi hættu á því að að þessi þjónustusvipting gæti leitt til aukins heimilisleysis og mansals sagði Guðrún alveg skýrt að ef fólk sýni samstarfsvilja og yfirgefi landið sjálfviljugt innan tilsetts frests muni það ekki enda á götunni. „Það er hér búsetuúrræði sem er á hendi Ríkislögreglustjóra, þannig að fólk fær fæði og húsaskjól, en þarf að sýna samstarfsvilja,“ sagði dómsmálaráðherra.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ekki hægt að velta vanda á sveitarfélögin: „Látum fólk auðvitað ekki svelta“ Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir þau ekki geta tekið við réttinda- og heimilislausu flóttafólki án samtals. Hún segir áríðandi að ríkið skýri málið betur og ætlar að óska eftir fundi með ráðherra. 14. ágúst 2023 12:11 Bæjarstjóri og ráðherra deila um ábyrgð á flóttafólki Félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ábyrgðinni til ráðherrans. Bærinn muni ekki grípa hópinn. 13. ágúst 2023 21:56 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Ekki hægt að velta vanda á sveitarfélögin: „Látum fólk auðvitað ekki svelta“ Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir þau ekki geta tekið við réttinda- og heimilislausu flóttafólki án samtals. Hún segir áríðandi að ríkið skýri málið betur og ætlar að óska eftir fundi með ráðherra. 14. ágúst 2023 12:11
Bæjarstjóri og ráðherra deila um ábyrgð á flóttafólki Félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ábyrgðinni til ráðherrans. Bærinn muni ekki grípa hópinn. 13. ágúst 2023 21:56
Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19
„Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13
Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 11. ágúst 2023 21:01