Forhúðaraðgerðin skilaði mikilli aukningu í lífsgæðum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2023 21:35 Hafliði Pétursson ljóðskáld segir lífsgæðaaukninguna vegna aðgerðarinnar hafa verið gífurlega. Vísir/Einar Þrítugur karlmaður sem beið í sextán ár með að fara í aðgerð vegna of þröngrar forhúðar, segir aðgerðina hafa skilað honum mikilli aukningu í lífsgæðum. Hann hvetur alla sem gruna sig glíma við vandamálið að kíkja til læknis. Flestar fræðigreinar eru sammála um það að í kringum eitt prósent karlmanna glími við sjúkdóminn Phimosis eða of þrönga forhúð. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að forhúð karla dregst ekki til baka af kónginum og getur hann meðal annars valdið sársauka við þvaglát og erfiðleikum við að stunda kynlíf. Fyrr í sumar steig Hafliði Pétursson fram í Heimildinni og lýsti því hvernig hann var sextán ára þegar hann tók fyrst eftir því að hann glímdi við þetta vandamál. Beið hann hins vegar í fimmtán ár með að gera eitthvað í því. Hafliði segir að þrátt fyrir að forhúðin hafi valdið honum óþægindum í kynlífi og þegar hann pissaði hafi hann beðið allt of lengi með að láta kíkja á typpið á sér. Eftir að hafa notast við vef Heilsuveru í gríð og erg á Covid-tímum ákvað hann að nýta síðuna enn betur. „Svo var ég á henni og hugsa „Æj, ég bóka bara tíma hjá heimilislækni.“ Þetta var búið að vera í hausnum í fimmtán ár, svo ég veit ekki. Kýldi bara á þetta,“ segir Hafliði. Steikt, en þess virði Hann beið í tvo mánuði eftir tíma hjá heimilislækni sem sendir hann síðan áfram til þvagskurðlæknis. Þar var ákveðið að hann færi í aðgerð. „Þetta er það steiktasta í heimi. Hjúkkan kemur og fer með mig í herbergi. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera og hún sagði mér að klæða mig úr og fara í slopp. Svo byrjar þetta bara. Hann er að spjalla við mig læknirinn, þetta er eins og að vera hjá tannlækni,“ segir Hafliði. Ekki allir sem eru með of þrönga forhúð þurfa að fara í aðgerð heldur nægir stundum að fá sterakrem eða önnur krem sem víkka forhúðina. Hafliði segir lífsgæðin hafa batnað verulega eftir að hafa farið í aðgerðina og hvetur alla þá sem telja sig vera með of þrönga forhúð að fara til læknis og láta kíkja á hana. „Það er þægilegra að þrífa typpið, þægilegra að pissa. Svo bara hætti ég að pæla í alls konar hlutum. Það var bara þægilegra. Ef þú hefur labbað vitlaust alla ævi, en labbar svo allt í einu rétt. Þá bara manstu ekki hvað var verra. Þetta verður allt þægilegra,“ segir Hafliði. Heilsa Kynlíf Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Flestar fræðigreinar eru sammála um það að í kringum eitt prósent karlmanna glími við sjúkdóminn Phimosis eða of þrönga forhúð. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að forhúð karla dregst ekki til baka af kónginum og getur hann meðal annars valdið sársauka við þvaglát og erfiðleikum við að stunda kynlíf. Fyrr í sumar steig Hafliði Pétursson fram í Heimildinni og lýsti því hvernig hann var sextán ára þegar hann tók fyrst eftir því að hann glímdi við þetta vandamál. Beið hann hins vegar í fimmtán ár með að gera eitthvað í því. Hafliði segir að þrátt fyrir að forhúðin hafi valdið honum óþægindum í kynlífi og þegar hann pissaði hafi hann beðið allt of lengi með að láta kíkja á typpið á sér. Eftir að hafa notast við vef Heilsuveru í gríð og erg á Covid-tímum ákvað hann að nýta síðuna enn betur. „Svo var ég á henni og hugsa „Æj, ég bóka bara tíma hjá heimilislækni.“ Þetta var búið að vera í hausnum í fimmtán ár, svo ég veit ekki. Kýldi bara á þetta,“ segir Hafliði. Steikt, en þess virði Hann beið í tvo mánuði eftir tíma hjá heimilislækni sem sendir hann síðan áfram til þvagskurðlæknis. Þar var ákveðið að hann færi í aðgerð. „Þetta er það steiktasta í heimi. Hjúkkan kemur og fer með mig í herbergi. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera og hún sagði mér að klæða mig úr og fara í slopp. Svo byrjar þetta bara. Hann er að spjalla við mig læknirinn, þetta er eins og að vera hjá tannlækni,“ segir Hafliði. Ekki allir sem eru með of þrönga forhúð þurfa að fara í aðgerð heldur nægir stundum að fá sterakrem eða önnur krem sem víkka forhúðina. Hafliði segir lífsgæðin hafa batnað verulega eftir að hafa farið í aðgerðina og hvetur alla þá sem telja sig vera með of þrönga forhúð að fara til læknis og láta kíkja á hana. „Það er þægilegra að þrífa typpið, þægilegra að pissa. Svo bara hætti ég að pæla í alls konar hlutum. Það var bara þægilegra. Ef þú hefur labbað vitlaust alla ævi, en labbar svo allt í einu rétt. Þá bara manstu ekki hvað var verra. Þetta verður allt þægilegra,“ segir Hafliði.
Heilsa Kynlíf Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira