Gætu tekið forseta Níger af lífi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. ágúst 2023 23:40 Bazoum verður ákærður fyrir landráð að sögn herforingjastjórnarinnar. Getty Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger í síðasta mánuði segist ætla að rétta yfir forsetanum Mohamed Bazoum fyrir landráð. Verði Bazoum fundinn sekur gæti hann verið tekinn af lífi að sögn breska fréttamiðilsins The Guardian. Bazoum hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar síðan hún rændi völdum þann 26. júlí síðastliðinn. Hann var kjörinn forseti hins landlukta Afríkuríkis árið 2021. Samband vestur afrískra ríkja, ECOWAS, hefur krafist þess að Bazoum verði komið aftur til valda og hefur hótað að senda herlið inn í Níger til að fylgja þeirri kröfu eftir. Herforingjastjórnin nýtur hins vegar stuðnings Malí og Burkina Faso þar sem herforingjar hafa einnig rænt völdum. Amadou Abdramane, talsmaður herforingjastjórnarinnar, lýsti því yfir í ávarpi hjá ríkisfréttastofu landsins að sönnunargögnum gegn Bazoum og samstarfsmönnum hans hefði verið safnað og að þau væru næg til ákæru. Bazoum er í stofufangelsi en hann er sakaður um að hafa sent skilaboð til erlendra ríkja eftir handtökuna, bæði vestur afrískra og annarra. Erlend afskipti af stjórn landsins eru landráð að sögn herforingjastjórnarinnar. Í yfirlýsingunni var ekki sagt við hvern Bazoum hefði haft samband. Ekki heldur hvenær réttarhöldin yfir honum muni hefjast. Maturinn að klárast Fólk tengt Bazoum segir að rafmagn og vatn hafi verið tekið af heimilinu þar sem hann og fjölskylda hans eru í varðhaldi. Þá sé maturinn á heimilinu að klárast. Sonur Bazoum er með hjartasjúkdóm og hefur ekki fengið aðstoð læknis. Herforingjastjórnin hefur hins vegar hafnað því að meðferð forsetafjölskyldunnar sé slæm. Herforingjastjórnin heldur því enn þá fram að hægt sé að ná diplómatískri lausn. Trúarlegir leiðtogar frá Nígeríu eru í heimsókn í höfuðborginni Níger til að ræða leiðir til að komast hjá blóðsúthellingum. En bæði Nígería og Senegal hafa sett heri sína á viðbúnaðarstig. Þá hefur ECOWAS einnig sett viðskiptabann á Níger og Nígeríumenn stöðvað orkusölu til landsins. Viðskiptaþvinganir farnar að bíta Níger er þegar eitt fátækasta lands heimsins og viðskiptaþvinganirnar eru farnar að bíta íbúana fast. Meðal annars eru ýmsar nauðsynjar farnar að klárast á mörkuðum, bæði matvæli og hreinlætisvörur. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum treysta 4,3 milljónir íbúa Níger á neyðaraðstoð. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi valdaránið þá verður mannúðaraðstoð áfram haldið í landinu á meðan hægt er. Níger Nígería Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Bazoum hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar síðan hún rændi völdum þann 26. júlí síðastliðinn. Hann var kjörinn forseti hins landlukta Afríkuríkis árið 2021. Samband vestur afrískra ríkja, ECOWAS, hefur krafist þess að Bazoum verði komið aftur til valda og hefur hótað að senda herlið inn í Níger til að fylgja þeirri kröfu eftir. Herforingjastjórnin nýtur hins vegar stuðnings Malí og Burkina Faso þar sem herforingjar hafa einnig rænt völdum. Amadou Abdramane, talsmaður herforingjastjórnarinnar, lýsti því yfir í ávarpi hjá ríkisfréttastofu landsins að sönnunargögnum gegn Bazoum og samstarfsmönnum hans hefði verið safnað og að þau væru næg til ákæru. Bazoum er í stofufangelsi en hann er sakaður um að hafa sent skilaboð til erlendra ríkja eftir handtökuna, bæði vestur afrískra og annarra. Erlend afskipti af stjórn landsins eru landráð að sögn herforingjastjórnarinnar. Í yfirlýsingunni var ekki sagt við hvern Bazoum hefði haft samband. Ekki heldur hvenær réttarhöldin yfir honum muni hefjast. Maturinn að klárast Fólk tengt Bazoum segir að rafmagn og vatn hafi verið tekið af heimilinu þar sem hann og fjölskylda hans eru í varðhaldi. Þá sé maturinn á heimilinu að klárast. Sonur Bazoum er með hjartasjúkdóm og hefur ekki fengið aðstoð læknis. Herforingjastjórnin hefur hins vegar hafnað því að meðferð forsetafjölskyldunnar sé slæm. Herforingjastjórnin heldur því enn þá fram að hægt sé að ná diplómatískri lausn. Trúarlegir leiðtogar frá Nígeríu eru í heimsókn í höfuðborginni Níger til að ræða leiðir til að komast hjá blóðsúthellingum. En bæði Nígería og Senegal hafa sett heri sína á viðbúnaðarstig. Þá hefur ECOWAS einnig sett viðskiptabann á Níger og Nígeríumenn stöðvað orkusölu til landsins. Viðskiptaþvinganir farnar að bíta Níger er þegar eitt fátækasta lands heimsins og viðskiptaþvinganirnar eru farnar að bíta íbúana fast. Meðal annars eru ýmsar nauðsynjar farnar að klárast á mörkuðum, bæði matvæli og hreinlætisvörur. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum treysta 4,3 milljónir íbúa Níger á neyðaraðstoð. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi valdaránið þá verður mannúðaraðstoð áfram haldið í landinu á meðan hægt er.
Níger Nígería Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira