Í tilkynningu kemur fram að Erling Freyr hafi áður starfað við uppbyggingu og rekstur ljósleiðarakerfa og tengdrar þjónustu í 25 ár, bæði á Íslandi og erlendis.
Hann hafi verið framkvæmdastjóri Ljósleiðarans frá ársbyrjun 2015 og þar stýrt miklum vexti félagsins. Áður hafi hann stýrt fjarskipta- og tæknisviði fjölmiðlafyrirtækisins 365 og verið einn stofnenda Industria sem hafi unnið að nýsköpun fyrir sjónvarps- og fjarskiptamarkaðinn.
Í tilkynningunni segir að eftirspurn eftir þjónustu atNorth hafi aukist hratt á undanförnum árum, en þjónustunni er ætlað að auka hagkvæmni í rekstri og aukinni sjálfbærni hjá þeim sem færi rekstur sinna tölvukerfa og gagnavistun til fyrirtækisins.
Til að bregðst við aukinni eftirspurn hafi félagið stækkað gagnaver sín og byggt ný bæði hér og erlendis. Þá hafi félagið keypti tvö finnsk gagnaver í upphafi árs og sé að reisa það þriðja.