Lífið

Beyoncé óski ekki eftir nýjum klósett­setum

Máni Snær Þorláksson skrifar
Móðir Beyoncé segir að dóttir sín óski ekki eftir nýjum klósettsetum á tónleikaferðalagi sínu.
Móðir Beyoncé segir að dóttir sín óski ekki eftir nýjum klósettsetum á tónleikaferðalagi sínu. Getty/Kevin Mazur

Móðir Beyoncé segir að ekkert sé til í orðrómi um að dóttir sín vilji fá sínar eigin klósettsetur þegar hún er á tónleikaferðalagi. Hugmyndin um að óska eftir sérstökum klósettsetum er að hennar sögn „of mikið.“

Slúðurmiðlar erlendis fjölluðu um það á dögunum að tónlistarstjarnan Beyoncé óski eftir því að fá nýjar klósettsetur á tónleikum sínum. Þannig komist hún hjá því að nota klósettsetur sem eitthvað annað fólk hefur notað áður.

Orðrómurinn spratt upp í kjölfar mynda sem teknar voru baksviðs á tónleikum Beyoncé. Á myndunum mátti sjá kassa með miða sem gaf til kynna að klósettsetur væru í kassanum.

Heimildarmaður The Sun sagði að sökum hæfileika sinna gæti Beyoncé óskað eftir hverju sem er. Fólkið sem vinnur við tónleikana hafi séð allt og kippi sér því ekki upp við óvenjulegar fyrirspurnir.

Kassinn innihaldi ekki klósettsetur

Það virðist þó vera sem það sé ekki fótur fyrir því að Beyoncé noti nýja klósettsetu á hverjum tónleikum. Tina Knowles, móðir hennar, ræddi við bandaríska slúðurmiðilinn TMZ í gær og fullyrti að svo væri ekki.

„Það er svo fáranlegt,“ sagði Tina og hló þegar hún var spurð út í orðróminn um klósettseturnar. Það væri „of mikið“ að óska eftir því.

Tina útskýrði að um misskilning væri að ræða. Kassinn innihéldi palla fyrir aðdáendur til að standa á, þeir væru kallaðir „toilet seats“ eða klósettsetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.