Vilja fella úr gildi ákvæði sem heimilar þjónustusviptingu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2023 14:05 Alþingi vantrauststillaga á Jón Gunnarsson lögð fram - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata Vísir/Vilhelm Píratar vilja fella úr lögum ákvæði sem heimilar niðurfellingu þjónustu hjá flóttafólki sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og hafa hafið undirbúning þess. Þing kemur saman eftir tæpan mánuð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir flokkinn nú vinna að lagabreytingartillögu sem miðar að því að fella úr gildi ákvæði 33. greinar laga um útlendinga þar sem kveðið er á um niðurfellingu réttinda við endanlega synjun um alþjóðlega vernd á landinu. 53 hefur verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu á Íslandi og eru um 30 þeirra að öllum líkindum heimilis- og réttindalaus á Íslandi. „Þetta er það sem við vorum að reyna að benda þinginu á, dag eftir dag og nótt eftir nótt, að myndi gerast. Það var ekki að ástæðulausu að við eyddum svona mikilli orku í að reyna að stöðva þetta mál. Því við vissum að þetta myndi raungerast svona.“ Þórhildur segir að með þessu sé verið að búa til nýja neyð á Íslandi og að Píratar óski þess að þeir hefðu fengið betri stuðning á þinginu þegar þau mótmæltu þessum lagabreytingum síðasta vor. Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sögðu bæði í gær að þau myndu ekki taka við fólkinu án samtals. Þórhildur segir að Píratar hafi varað við þessu. „Ríkisstjórnin verður að taka ábyrgð á sínum eigin mistökum og draga þetta ógeðslega ákvæði til baka. Breyta lögunum og veita þjónustu aftur,“ segir Þórhildur og að það gangi ekki að það sé verið að búa til nýjan hóp fólks hér á landi sem ekki má vinna, á ekki rétt á búsetu og hefur aðeins á götuna að leita. Þing kemur þó ekki saman fyrr en eftir tæplega mánuð en Þórhildur telur rétt að þangað til þá verði beitingu ákvæðisins hætt. „Það á að fella svona ómannúðleg lög úr gildi. Þau stangast á við mannréttindasamninga sem við erum aðilar að. Það er ekki ásættanlegt að við séum með fólk á götunni hérna,“ segir Þórhildur Sunna og að það sýni ákveðna veruleikafirringu í stjórnarsamstarfinu að telja að sveitarfélögin muni taka við þessu fólki án þess að þó ræða það við sveitarfélögin. „Það er mjög sorglegt fyrir mannréttindi á Íslandi og okkar samfélagsgerð að þetta sé staðan núna en við tökum því sem er og förum að berjast fyrir því að fella þetta hræðilega ákvæði úr gildi,“ segir Þórhildur og að flokkurinn sé byrjaður að vinna að því. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Píratar Tengdar fréttir Vill opna „búsetúrræði með takmörkunum“ fyrir flóttafólk Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. 15. ágúst 2023 12:40 Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00 Ekki hægt að velta vanda á sveitarfélögin: „Látum fólk auðvitað ekki svelta“ Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir þau ekki geta tekið við réttinda- og heimilislausu flóttafólki án samtals. Hún segir áríðandi að ríkið skýri málið betur og ætlar að óska eftir fundi með ráðherra. 14. ágúst 2023 12:11 Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. 12. ágúst 2023 12:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir flokkinn nú vinna að lagabreytingartillögu sem miðar að því að fella úr gildi ákvæði 33. greinar laga um útlendinga þar sem kveðið er á um niðurfellingu réttinda við endanlega synjun um alþjóðlega vernd á landinu. 53 hefur verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu á Íslandi og eru um 30 þeirra að öllum líkindum heimilis- og réttindalaus á Íslandi. „Þetta er það sem við vorum að reyna að benda þinginu á, dag eftir dag og nótt eftir nótt, að myndi gerast. Það var ekki að ástæðulausu að við eyddum svona mikilli orku í að reyna að stöðva þetta mál. Því við vissum að þetta myndi raungerast svona.“ Þórhildur segir að með þessu sé verið að búa til nýja neyð á Íslandi og að Píratar óski þess að þeir hefðu fengið betri stuðning á þinginu þegar þau mótmæltu þessum lagabreytingum síðasta vor. Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sögðu bæði í gær að þau myndu ekki taka við fólkinu án samtals. Þórhildur segir að Píratar hafi varað við þessu. „Ríkisstjórnin verður að taka ábyrgð á sínum eigin mistökum og draga þetta ógeðslega ákvæði til baka. Breyta lögunum og veita þjónustu aftur,“ segir Þórhildur og að það gangi ekki að það sé verið að búa til nýjan hóp fólks hér á landi sem ekki má vinna, á ekki rétt á búsetu og hefur aðeins á götuna að leita. Þing kemur þó ekki saman fyrr en eftir tæplega mánuð en Þórhildur telur rétt að þangað til þá verði beitingu ákvæðisins hætt. „Það á að fella svona ómannúðleg lög úr gildi. Þau stangast á við mannréttindasamninga sem við erum aðilar að. Það er ekki ásættanlegt að við séum með fólk á götunni hérna,“ segir Þórhildur Sunna og að það sýni ákveðna veruleikafirringu í stjórnarsamstarfinu að telja að sveitarfélögin muni taka við þessu fólki án þess að þó ræða það við sveitarfélögin. „Það er mjög sorglegt fyrir mannréttindi á Íslandi og okkar samfélagsgerð að þetta sé staðan núna en við tökum því sem er og förum að berjast fyrir því að fella þetta hræðilega ákvæði úr gildi,“ segir Þórhildur og að flokkurinn sé byrjaður að vinna að því.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Píratar Tengdar fréttir Vill opna „búsetúrræði með takmörkunum“ fyrir flóttafólk Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. 15. ágúst 2023 12:40 Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00 Ekki hægt að velta vanda á sveitarfélögin: „Látum fólk auðvitað ekki svelta“ Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir þau ekki geta tekið við réttinda- og heimilislausu flóttafólki án samtals. Hún segir áríðandi að ríkið skýri málið betur og ætlar að óska eftir fundi með ráðherra. 14. ágúst 2023 12:11 Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. 12. ágúst 2023 12:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Sjá meira
Vill opna „búsetúrræði með takmörkunum“ fyrir flóttafólk Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. 15. ágúst 2023 12:40
Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00
Ekki hægt að velta vanda á sveitarfélögin: „Látum fólk auðvitað ekki svelta“ Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir þau ekki geta tekið við réttinda- og heimilislausu flóttafólki án samtals. Hún segir áríðandi að ríkið skýri málið betur og ætlar að óska eftir fundi með ráðherra. 14. ágúst 2023 12:11
Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. 12. ágúst 2023 12:11