Eru allir með smá ADHD? Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 15. ágúst 2023 15:31 Þegar ég tala um ADHD þá heyri ég oft þessa setningu: „Eru ekki allir með smá ADHD?“ Stutta svarið er einfaldlega bara nei. Það er vissulega rétt að allir geta stundum gleymt einhverju, mætt degi of snemma eða seint í læknatíma, sett 1 skipti símann sinn inn í ísskáp eða verið eins og „þeytispjald“ inná milli. Það er samt ekki ávísun á ADHD greiningu heldur þýðir það einfaldlega það að vera mannlegur. Þegar við erum að tala um að eitthvað af eftirfarandi þáttum gleymska, tímastjórnun, skipulag, tilfinningastjórn, eiga verulega erfitt með höfnun, hvatvísi, ofvirkni, eirðarleysi, vanvirkni, týna í sífellu hlutum og fleira eru orðnir að vanda eða litar líf manneskjunar að verulegu leyti þá getum við skoðað hvort ADHD greining eigi við eða sé til staðar. Að tala um að allir séu með smá ADHD gerir oft lítið úr vanda þeirra sem eru með hamlandi einkenni ADHD Vissulega er fólk sem er með ADHD með mishamlandi einkenni og mismikil bjargráð við sínum einkennum en til að fá greiningu þurfa að vera ákveðið mörg einkenni til staðar. Þannig að þó fólk sé gleymið þá er það ekki endilega með ADHD heldur þurfa að vera þó nokkur einkenni, að hafa verið til staðar frá bernsku og eitthvað annað sem gæti útskýrt einkenni útilokað til að það sé metið sem ADHD. Það er staðreynd að þessu er stundum kastað fram þegar einhver gleymir einhverju eitt skipti sem þykir jafnvel fyndið og þá er kannski sagt við viðkomandi að hann sé með svo „mikið ADHD“. Það er alveg klárt að um góðlátlegt grín er að ræða en það þarf bara að hafa það fast í huga að það þýðir ekki að allir séu með „smá“ ADHD. Inn á heimasíðu ADHD samtakanna er talað um að það sé talið að um 5% barna séu með þessa röskun, þ.e.a.s. um það bil eitt af hverjum tuttugu börnum. Að vera með ADHD er ekki bara það að missa athyglina stundum Það er stundum talað um að fólk með ADHD missi auðveldlega athyglina og sóni út jafnvel í miðjum samræðum. Það er oft grínast með að eitthvað annað fangi skyndilega athygli hjá viðkomandi og oft er nú vitnað í íkorna einhverra hluta vegna. Það er áhugavert að spá í því hvað það er í raun mikið steríótýpan af ADHD manneskju og það er pæling hvort fólk sé með þá ímynd í huganum þegar það vitnar í að vera með „svo mikið ADHD“ í dag eða heldur því fram að „allir séu nú með smá ADHD“. Þá er líka áhugavert að benda á þá staðreynd að það fólk sem er með ADHD getur líka dottið í ofur fókus hafi það verulegan áhuga á viðfangsefninu. Verður til þess að fólk vilji síður deila því með öðrum að það sé með ADHD greiningu Þegar fólk er með hamlandi ADHD og deilir því með öðrum en fær þessi viðbrögð „að allir séu nú með smá ADHD“ þá verður það til þess að margir hætta að vilja deila með öðrum sinni greiningu. Hjá sumum er þetta búið að hafa mikil áhrif á eitthvað af eftirfarandi: skólagöngu, vinnu, ástarlíf, vinasambönd og sumir eru búnir að þróa með sér fíknihegðun. Fyrir suma er þetta ekki bara „smá ADHD“. Þótt eins og ég benti á hafi ADHD einkenni mismikil áhrif á líf fólks en það verður að hafa þessa staðreynd í huga. Það má líkja þessu við að segja „eru ekki allir með smá sykursýki?“ Við myndum ekki segja það. Höfundur heldur úti Instagram síðunni Lífsstefna sem er fræðslumiðill. Hún er einnig með fræðslu á ensku á Tik Tok undir nafninu audhdsara, fræðslu um ADHD, einhverfu og geðheilsu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, krakka jóga kennari og hefur lokið ráðgjafanámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar ég tala um ADHD þá heyri ég oft þessa setningu: „Eru ekki allir með smá ADHD?“ Stutta svarið er einfaldlega bara nei. Það er vissulega rétt að allir geta stundum gleymt einhverju, mætt degi of snemma eða seint í læknatíma, sett 1 skipti símann sinn inn í ísskáp eða verið eins og „þeytispjald“ inná milli. Það er samt ekki ávísun á ADHD greiningu heldur þýðir það einfaldlega það að vera mannlegur. Þegar við erum að tala um að eitthvað af eftirfarandi þáttum gleymska, tímastjórnun, skipulag, tilfinningastjórn, eiga verulega erfitt með höfnun, hvatvísi, ofvirkni, eirðarleysi, vanvirkni, týna í sífellu hlutum og fleira eru orðnir að vanda eða litar líf manneskjunar að verulegu leyti þá getum við skoðað hvort ADHD greining eigi við eða sé til staðar. Að tala um að allir séu með smá ADHD gerir oft lítið úr vanda þeirra sem eru með hamlandi einkenni ADHD Vissulega er fólk sem er með ADHD með mishamlandi einkenni og mismikil bjargráð við sínum einkennum en til að fá greiningu þurfa að vera ákveðið mörg einkenni til staðar. Þannig að þó fólk sé gleymið þá er það ekki endilega með ADHD heldur þurfa að vera þó nokkur einkenni, að hafa verið til staðar frá bernsku og eitthvað annað sem gæti útskýrt einkenni útilokað til að það sé metið sem ADHD. Það er staðreynd að þessu er stundum kastað fram þegar einhver gleymir einhverju eitt skipti sem þykir jafnvel fyndið og þá er kannski sagt við viðkomandi að hann sé með svo „mikið ADHD“. Það er alveg klárt að um góðlátlegt grín er að ræða en það þarf bara að hafa það fast í huga að það þýðir ekki að allir séu með „smá“ ADHD. Inn á heimasíðu ADHD samtakanna er talað um að það sé talið að um 5% barna séu með þessa röskun, þ.e.a.s. um það bil eitt af hverjum tuttugu börnum. Að vera með ADHD er ekki bara það að missa athyglina stundum Það er stundum talað um að fólk með ADHD missi auðveldlega athyglina og sóni út jafnvel í miðjum samræðum. Það er oft grínast með að eitthvað annað fangi skyndilega athygli hjá viðkomandi og oft er nú vitnað í íkorna einhverra hluta vegna. Það er áhugavert að spá í því hvað það er í raun mikið steríótýpan af ADHD manneskju og það er pæling hvort fólk sé með þá ímynd í huganum þegar það vitnar í að vera með „svo mikið ADHD“ í dag eða heldur því fram að „allir séu nú með smá ADHD“. Þá er líka áhugavert að benda á þá staðreynd að það fólk sem er með ADHD getur líka dottið í ofur fókus hafi það verulegan áhuga á viðfangsefninu. Verður til þess að fólk vilji síður deila því með öðrum að það sé með ADHD greiningu Þegar fólk er með hamlandi ADHD og deilir því með öðrum en fær þessi viðbrögð „að allir séu nú með smá ADHD“ þá verður það til þess að margir hætta að vilja deila með öðrum sinni greiningu. Hjá sumum er þetta búið að hafa mikil áhrif á eitthvað af eftirfarandi: skólagöngu, vinnu, ástarlíf, vinasambönd og sumir eru búnir að þróa með sér fíknihegðun. Fyrir suma er þetta ekki bara „smá ADHD“. Þótt eins og ég benti á hafi ADHD einkenni mismikil áhrif á líf fólks en það verður að hafa þessa staðreynd í huga. Það má líkja þessu við að segja „eru ekki allir með smá sykursýki?“ Við myndum ekki segja það. Höfundur heldur úti Instagram síðunni Lífsstefna sem er fræðslumiðill. Hún er einnig með fræðslu á ensku á Tik Tok undir nafninu audhdsara, fræðslu um ADHD, einhverfu og geðheilsu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, krakka jóga kennari og hefur lokið ráðgjafanámi.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun