Sproti í sókn: Handóðir prjónarar gáfu fyrstu endurgjöfina Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 07:00 Prjónaheimurinn er stór og fjölmennur um allan heim en lítið tæknivæddur enn sem komið er, segir Nanna Einarsdóttir stofnandi sprotafyrirtækisins Lykkjustundar, en það er eitt þeirra fyrirtækja sem tekur þátt í viðskiptahraðlinum Startup Supernova og er að undirbúa sókn á erlenda markaði. Vísir/Vilhelm „Ég myndi leyfa mér að segja að Lykkjustund væri bylting í prjónaheiminum sem hefði opnað nýjar dyr fyrir frábærar hönnunarhugmyndir og auðveldað prjónurum mikið sem vilja eða nenna ekki að vera að reikna út sömu hlutina aftur og aftur,“ segir Nanna Einarsdóttir aðspurð um það hvað hún sæi fyrir sér að segja um sprotafyrirtækið sitt eftir um tíu ár, miðað við það að allar áætlanir gangi upp. „Ég myndi leyfa mér að segja að Lykkjustund væri bylting í prjónaheiminum sem hefði opnað nýjar dyr fyrir frábærar hönnunarhugmyndir og auðveldað prjónurum mikið sem vilja eða nenna ekki að vera að reikna út sömu hlutina aftur og aftur,“ segir Nanna Einarsdóttir aðspurð um það hvað hún sæi fyrir sér að segja um sprotafyrirtækið sitt eftir um tíu ár, miðað við það að allar áætlanir gangi upp. Sprotafyrirtækið Lykkjustund heitir Knittable á ensku en fyrirtækið er eitt þeirra tíu sprotafyrirtækja sem valið var til að taka þátt í Startup Supernova árið 2023. Ísland er alveg sér á báti en í Noregi er líka prjónað rosalega mikið og í Danmörku. Við horfum fyrst og fremst til Norðurlandanna til að byrja með en Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Frakkar og fleiri eru líka öflugar prjónaþjóðir þannig að þetta er stór og fjölmennur markhópur til að ná til. Svo ekki sé talað um Breta og Íra sem eru stórar ullarframleiðsluþjóðir.“ Nanna segir erfitt að finna tölur um fjölda prjónara í heiminum, enda sé prjónaskapur frekar ósýnileg iðja sem flestir stunda heima hjá sér. Hún segir þú vísbendingar um að um það bil einn af hverjum tíu prjóni sem þýðir að hópurinn er mjög stór en lítt tæknivæddur heimur. „Það er helst að maður sjái svona sprotafyrirtæki sambærileg spretta fram í Noregi sem segir svolítið mikið um hversu mikið er prjónað þar. Eins og á Íslandi.“ Í viðskiptahraðli Startup Supernova 2023 voru tíu sprotafyrirtæki valin úr hópi þrjátíu fyrirtækja til að taka þátt. Sprotafyrirtækin eiga það öll sameiginlegt að stefna á alþjóðamarkað. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um sprotafyrirtæki og nýsköpun. Handóðir prjónarar gáfu fyrstu endurgjöfina Það þekkja margir til hópsins Handóðir prjónarar á Facebook, enda öflugur hópur sem nú telur um 46 þúsund meðlimi. Þegar Nanna fór fyrst af stað með hugmyndina sína fyrir prjónara, nýtti hún sér einmitt þennan öfluga hóp, gerði prufur og spurði hópinn hvernig honum litist á nýsköpunartilraunina hennar. Viðtökur Handóðu prjónaranna voru þess eðlis að það var einfaldlega engin spurning að halda áfram. En út á hvað gengur starfsemi Lykkjustundar? Jú, til að byrja með er Lykkjustund vefsíðan lykkjustund.is og vinnan að erlendu útgáfu vefsíðunnar, knittable.com er langt komin. Knittable er síðan ætlað að verða að appi líka. Það sem prjónarar geta gert á lykkjustund.is er að aðlaga prjónauppskriftir að hugmyndum prjónarans, sem fyrir vikið þarf ekki að vera endalaust að reikna út eða giska á stærðir og sparar sér þannig ómældan tíma og mistök. Þannig geta prjónarar nýtt sér tæknilausn Lykkjustundar til að stytta tímann frá hugmynd yfir í prjón úr klukkustundum niður í mínútur fyrir almenna prjónara og tímann frá hugmynd yfir í fullbúna uppskrift frá mánuðum niður í klukkustund fyrir prjónahönnuði. En hvaðan kom hugmyndin? Er Nanna kannski ein af þeim sem hefur sjálf prjónað frá barnæsku? „Nei alls ekki. Það er reyndar mikið prjónað í fjölskyldunni minni öðru megin en ég kynntist prjóni bara svipað og aðrir í gegnum hannyrðanámið í grunnskóla. Sem virkaði ekki fyrir mig og þegar að ég lít til baka gæti ég trúað að það sem þar hafi vantað hafi verið sköpunarvinkillinn. Hann var einfaldlega ekki til staðar í kennslunni sem eflaust skýrir út hvers vegna ég prjónaði varla mikið annað en hálfa þvottapoka,“ segir Nanna og hlær. Nanna fór síðar í rafmagnsverkfræði og segir að þar hafi hún fengið áhuga á öllu sem viðkemur hugbúnaðarþróun. Sem hún starfar við í dag. „Þegar að ég var í meistaranáminu mínu í Danmörku vildi það þannig til að ég kom til Íslands í um einn og hálfan mánuð um sumar, sem var of stuttur tími til að fá einhverja sumarvinnu en nægilega langur tími til að dunda við ýmislegt,“ segir Nanna. Eitt af því sem Nanna leiddist út í að dunda sér við þetta sumar var að læra að prjóna. „Ég er 25 ára þegar þetta er og það er frænka mín Hildur Sigurgrímsdóttir sem á heiðurinn af því að hafa kennt mér helstu vettlingamynstrin og annað sem gerði mér kleift að fara að prjóna og leika mér með liti og smá sköpun,“ segir Nanna og bætir við: ,,Og það má segja að ég hafi ekki lagt frá mér prjónana síðan.“ Nanna stefnir á að fyrirtækið verði leiðandi fyrir prjónara um allan heim enda markhópurinn einstaklega fjölmennur, mjög ástríðufullur fyrir áhugamálinu og tækifærin sérstaklega mikil vegna þess að prjónaheimurinn er nánast ekkert tæknivæddur. Vísbendingar eru um að einn af hverjum tíu einstaklingum í heiminum prjóni. Frá hugmynd í sprota Nanna er í dag 36 ára og hefur því verið með prjóna í höndunum í ríflega tíu ár. Hún segir hugmyndina að Lykkjustund hafa orðið til fyrir mörgum árum síðan, en í Covid hafi opnast ákveðið tækifæri. „Í Covid þurrkaðist félagslífið hjá öllum út en fátt er svo með öllu illt því í Covid jókst áhuginn á prjóni til muna og fullt af fólki sem fór að prjóna þá sem hafði ekki gert það áður. Eða fékk meiri tíma til að prjóna eins og ég,“ segir Nanna og bætir við: Ég ákvað þá að gera eina prufu með þessari tæknilausn sem Lykkjustund gengur út á fyrir útreikninga á sokkum og kastaði þeirri útkomu síðan inn á síðu Handóðu prjónaranna eins og ég sagði áðan og spurði einfaldlega: Hvað finnst ykkur?“ Endurgjöfin sem Nanna fékk frá meðlimum Handóðu prjónurunum voru svo jákvæð að Nanna ákvað að halda áfram, bjó til fleiri prufur og birti sýnishorn inni á Handóðu prjónurum. Sem síðan leiddi til þess að hún ákvað að sækja um styrk og fékk styrkinn Sprota frá Tækniþróunarsjóði Rannís. „Það má segja að boltinn hafi farið að rúlla eftir það og það sem er svo frábært við þetta nýsköpunarumhverfi er hvað maður getur lært mikið af því sem er í boði frumkvöðlum til stuðnings. Eins og til dæmis svona viðskiptahraðall eins og Startup Supernova. Því það er svo margt sem sprotar þurfa að læra og kunna sem ekki er kennt í skólum og svo mikill kraftur sem maður upplifir af því að vera í þessu nýsköpunarumhverfi.“ Nanna hefur starfað í hugbúnaðarþróunargeiranum síðastliðin tíu ár en hún lærði rafmagnsverkfræði á sínum tíma. Þegar hún var í meistaranáminu sínu í Danmörku gerðist það fyrir tilviljun að eitt sumarið fór hún að prjóna, lærði heilmikið af frænku sinni og hefur verið prjónandi síðan. Hún segir mikla vakningu hafa verið í Covid en vinsældirnar hafi þó verið farnar að aukast á prjónaflíkum fyrir heimsfaraldur. Vísir/Vilhelm Vill verða leiðandi í heiminum Nanna hefur þó haldið áfram að vinna í hugbúnaðargeiranum, samhliða því að eiga eina litla dóttur og reka heimili með manninum sínum og nú er von á öðru barni í september. „Jú auðvitað er þetta oft púsluspil að vera í fullri vinnu, með heimili, maka og barn og annað á leiðinni og síðan sprotafyrirtæki eins og Lykkjustund á hliðarlínunni. En sem betur fer sofna ung börn snemma á kvöldin en það er helst þá sem ég hef haft svigrúm til að vinna að Lykkjustund,“ segir Nanna og brosir. Nanna segir styrkinn hafa gert henni kleift að minnka við sig aðra vinnu og gefa sig meira að verkefninu en stefnan er að fljótlega fari hún að sinna Lykkjustund alfarið. Hún mælir með því að fólk sem er með nýsköpunarhugmynd reyni að láta drauminn verða að veruleika, þótt það kalli á þrautseigju og vinnan sem því fylgir sé oft mikil. „Það skiptir auðvitað miklu máli að fá stuðning og þann stuðning hef ég fengið frá vinum og vandamönnum en ekkert síður vinnuveitendunum mínum sem eru líka í þessu nýsköpunarumhverfi og finnst Lykkjustund frábær hugmynd. En ég held að ef hugmyndin sem maður er með stendur það nálægt manni að hún lætur mann einfaldlega ekki í friði, þá verði maður einfaldlega að reyna að fylgja henni eftir þannig að hún verði að veruleika.“ Á næstu mánuðum er ætlunin að sækja í fjármagn frá fjárfestum til að huga að fyrstu skrefunum fyrir útrás á alþjóðamarkað. Enda mikilvægt að vera snemma í röðinni, prjónaheimurinn sé fjölmennur og stór um allan heim en enn sem komið er lítt tæknivæddur og því skipti tíminn máli. „Prjónarar eru í raun hópur sem verður oft heltekinn af prjóni. Þetta er þannig áhugamál. Það getur svo sem vel verið að maður prjóni kannski minna á sumrin en á veturnar en hjá prjónurum er prjónið oftast áhugamál sem er allt-umlykjandi,“ segir Nanna. Þá segist hún telja að þótt prjónaáhugi hafi aukist mikið í Covid afi sú tískubylgja að prjóna verið farin að vaxa og dafna í einhverjum mæli áður en heimsfaraldurinn skall á. Það fór aftur að vera töff að vera í heimaprjónuðu, þessi slow fashion bylgja er komin til að vera. Enda umhverfisvænt og líka hollt og gott, sumir stunda prjón eins og hugleiðslu eða núvitund. Mér finnst prjónaáhuginn líka hafa fært okkur svolítið aftur til baka í tíma og frá þessari bylgju þar sem gerviefni og ódýr fatnaður var alsráðandi, flís var til dæmis mjög vinsælt um tíma svo ég taki dæmi. Og þar sem við Íslendingar erum svolítið sér á báti sem mikil prjónaþjóð, er ég sannfærð um að Lykkjustund getur orðið að leiðandi prjónalausn fyrir prjónara á alþjóðavísu innan fárra ára.“ Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir „Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki“ „Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki. Þetta er bara venjulegt fólk að vinna vinnuna sína,“ segir Andrés Jakob Guðjónsson verkefnastjóri hjá KLAK en í þessari viku heldur hann fyrirlestur fyrir þau sprotafyrirtæki sem taka þátt í Startup Supernova 2023 um góð samskipti við fjölmiðla. 16. ágúst 2023 07:00 Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01 Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. 4. maí 2023 07:00 Allir geta stutt við sprota og mikið fjármagn sótt nú þegar Á föstudaginn í þessari viku munu sjö sprotafyrirtæki kynna nýsköpunarverkefni sín fyrir fjárfestum sem lokaviðburð hraðalsins Hringiða sem KLAK stendur fyrir. Hringiða hefur það að markmiði að undirbúa græn nýsköpunarverkefni fyrir umsóknir um Evrópustyrki. 3. maí 2023 07:01 Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Námskeið til að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra „Frá aldamótum hefur mikil þekking orðið til hjá íslensku vísissjóðunum en það má segja að markmið VC Challenge námskeiðsins sé að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra. Með meiri þekkingu og reynslu verða þessir vísisjóðir álitlegri fjárfestingakostur fyrir aðra fjárfesta,“ segir Freyr Friðfinnsson alþjóðafulltrúi KLAK um samstarfsverkefni sem KLAK er nú aðili að ásamt mörgum aðilum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum. 29. mars 2023 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Ég myndi leyfa mér að segja að Lykkjustund væri bylting í prjónaheiminum sem hefði opnað nýjar dyr fyrir frábærar hönnunarhugmyndir og auðveldað prjónurum mikið sem vilja eða nenna ekki að vera að reikna út sömu hlutina aftur og aftur,“ segir Nanna Einarsdóttir aðspurð um það hvað hún sæi fyrir sér að segja um sprotafyrirtækið sitt eftir um tíu ár, miðað við það að allar áætlanir gangi upp. Sprotafyrirtækið Lykkjustund heitir Knittable á ensku en fyrirtækið er eitt þeirra tíu sprotafyrirtækja sem valið var til að taka þátt í Startup Supernova árið 2023. Ísland er alveg sér á báti en í Noregi er líka prjónað rosalega mikið og í Danmörku. Við horfum fyrst og fremst til Norðurlandanna til að byrja með en Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Frakkar og fleiri eru líka öflugar prjónaþjóðir þannig að þetta er stór og fjölmennur markhópur til að ná til. Svo ekki sé talað um Breta og Íra sem eru stórar ullarframleiðsluþjóðir.“ Nanna segir erfitt að finna tölur um fjölda prjónara í heiminum, enda sé prjónaskapur frekar ósýnileg iðja sem flestir stunda heima hjá sér. Hún segir þú vísbendingar um að um það bil einn af hverjum tíu prjóni sem þýðir að hópurinn er mjög stór en lítt tæknivæddur heimur. „Það er helst að maður sjái svona sprotafyrirtæki sambærileg spretta fram í Noregi sem segir svolítið mikið um hversu mikið er prjónað þar. Eins og á Íslandi.“ Í viðskiptahraðli Startup Supernova 2023 voru tíu sprotafyrirtæki valin úr hópi þrjátíu fyrirtækja til að taka þátt. Sprotafyrirtækin eiga það öll sameiginlegt að stefna á alþjóðamarkað. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um sprotafyrirtæki og nýsköpun. Handóðir prjónarar gáfu fyrstu endurgjöfina Það þekkja margir til hópsins Handóðir prjónarar á Facebook, enda öflugur hópur sem nú telur um 46 þúsund meðlimi. Þegar Nanna fór fyrst af stað með hugmyndina sína fyrir prjónara, nýtti hún sér einmitt þennan öfluga hóp, gerði prufur og spurði hópinn hvernig honum litist á nýsköpunartilraunina hennar. Viðtökur Handóðu prjónaranna voru þess eðlis að það var einfaldlega engin spurning að halda áfram. En út á hvað gengur starfsemi Lykkjustundar? Jú, til að byrja með er Lykkjustund vefsíðan lykkjustund.is og vinnan að erlendu útgáfu vefsíðunnar, knittable.com er langt komin. Knittable er síðan ætlað að verða að appi líka. Það sem prjónarar geta gert á lykkjustund.is er að aðlaga prjónauppskriftir að hugmyndum prjónarans, sem fyrir vikið þarf ekki að vera endalaust að reikna út eða giska á stærðir og sparar sér þannig ómældan tíma og mistök. Þannig geta prjónarar nýtt sér tæknilausn Lykkjustundar til að stytta tímann frá hugmynd yfir í prjón úr klukkustundum niður í mínútur fyrir almenna prjónara og tímann frá hugmynd yfir í fullbúna uppskrift frá mánuðum niður í klukkustund fyrir prjónahönnuði. En hvaðan kom hugmyndin? Er Nanna kannski ein af þeim sem hefur sjálf prjónað frá barnæsku? „Nei alls ekki. Það er reyndar mikið prjónað í fjölskyldunni minni öðru megin en ég kynntist prjóni bara svipað og aðrir í gegnum hannyrðanámið í grunnskóla. Sem virkaði ekki fyrir mig og þegar að ég lít til baka gæti ég trúað að það sem þar hafi vantað hafi verið sköpunarvinkillinn. Hann var einfaldlega ekki til staðar í kennslunni sem eflaust skýrir út hvers vegna ég prjónaði varla mikið annað en hálfa þvottapoka,“ segir Nanna og hlær. Nanna fór síðar í rafmagnsverkfræði og segir að þar hafi hún fengið áhuga á öllu sem viðkemur hugbúnaðarþróun. Sem hún starfar við í dag. „Þegar að ég var í meistaranáminu mínu í Danmörku vildi það þannig til að ég kom til Íslands í um einn og hálfan mánuð um sumar, sem var of stuttur tími til að fá einhverja sumarvinnu en nægilega langur tími til að dunda við ýmislegt,“ segir Nanna. Eitt af því sem Nanna leiddist út í að dunda sér við þetta sumar var að læra að prjóna. „Ég er 25 ára þegar þetta er og það er frænka mín Hildur Sigurgrímsdóttir sem á heiðurinn af því að hafa kennt mér helstu vettlingamynstrin og annað sem gerði mér kleift að fara að prjóna og leika mér með liti og smá sköpun,“ segir Nanna og bætir við: ,,Og það má segja að ég hafi ekki lagt frá mér prjónana síðan.“ Nanna stefnir á að fyrirtækið verði leiðandi fyrir prjónara um allan heim enda markhópurinn einstaklega fjölmennur, mjög ástríðufullur fyrir áhugamálinu og tækifærin sérstaklega mikil vegna þess að prjónaheimurinn er nánast ekkert tæknivæddur. Vísbendingar eru um að einn af hverjum tíu einstaklingum í heiminum prjóni. Frá hugmynd í sprota Nanna er í dag 36 ára og hefur því verið með prjóna í höndunum í ríflega tíu ár. Hún segir hugmyndina að Lykkjustund hafa orðið til fyrir mörgum árum síðan, en í Covid hafi opnast ákveðið tækifæri. „Í Covid þurrkaðist félagslífið hjá öllum út en fátt er svo með öllu illt því í Covid jókst áhuginn á prjóni til muna og fullt af fólki sem fór að prjóna þá sem hafði ekki gert það áður. Eða fékk meiri tíma til að prjóna eins og ég,“ segir Nanna og bætir við: Ég ákvað þá að gera eina prufu með þessari tæknilausn sem Lykkjustund gengur út á fyrir útreikninga á sokkum og kastaði þeirri útkomu síðan inn á síðu Handóðu prjónaranna eins og ég sagði áðan og spurði einfaldlega: Hvað finnst ykkur?“ Endurgjöfin sem Nanna fékk frá meðlimum Handóðu prjónurunum voru svo jákvæð að Nanna ákvað að halda áfram, bjó til fleiri prufur og birti sýnishorn inni á Handóðu prjónurum. Sem síðan leiddi til þess að hún ákvað að sækja um styrk og fékk styrkinn Sprota frá Tækniþróunarsjóði Rannís. „Það má segja að boltinn hafi farið að rúlla eftir það og það sem er svo frábært við þetta nýsköpunarumhverfi er hvað maður getur lært mikið af því sem er í boði frumkvöðlum til stuðnings. Eins og til dæmis svona viðskiptahraðall eins og Startup Supernova. Því það er svo margt sem sprotar þurfa að læra og kunna sem ekki er kennt í skólum og svo mikill kraftur sem maður upplifir af því að vera í þessu nýsköpunarumhverfi.“ Nanna hefur starfað í hugbúnaðarþróunargeiranum síðastliðin tíu ár en hún lærði rafmagnsverkfræði á sínum tíma. Þegar hún var í meistaranáminu sínu í Danmörku gerðist það fyrir tilviljun að eitt sumarið fór hún að prjóna, lærði heilmikið af frænku sinni og hefur verið prjónandi síðan. Hún segir mikla vakningu hafa verið í Covid en vinsældirnar hafi þó verið farnar að aukast á prjónaflíkum fyrir heimsfaraldur. Vísir/Vilhelm Vill verða leiðandi í heiminum Nanna hefur þó haldið áfram að vinna í hugbúnaðargeiranum, samhliða því að eiga eina litla dóttur og reka heimili með manninum sínum og nú er von á öðru barni í september. „Jú auðvitað er þetta oft púsluspil að vera í fullri vinnu, með heimili, maka og barn og annað á leiðinni og síðan sprotafyrirtæki eins og Lykkjustund á hliðarlínunni. En sem betur fer sofna ung börn snemma á kvöldin en það er helst þá sem ég hef haft svigrúm til að vinna að Lykkjustund,“ segir Nanna og brosir. Nanna segir styrkinn hafa gert henni kleift að minnka við sig aðra vinnu og gefa sig meira að verkefninu en stefnan er að fljótlega fari hún að sinna Lykkjustund alfarið. Hún mælir með því að fólk sem er með nýsköpunarhugmynd reyni að láta drauminn verða að veruleika, þótt það kalli á þrautseigju og vinnan sem því fylgir sé oft mikil. „Það skiptir auðvitað miklu máli að fá stuðning og þann stuðning hef ég fengið frá vinum og vandamönnum en ekkert síður vinnuveitendunum mínum sem eru líka í þessu nýsköpunarumhverfi og finnst Lykkjustund frábær hugmynd. En ég held að ef hugmyndin sem maður er með stendur það nálægt manni að hún lætur mann einfaldlega ekki í friði, þá verði maður einfaldlega að reyna að fylgja henni eftir þannig að hún verði að veruleika.“ Á næstu mánuðum er ætlunin að sækja í fjármagn frá fjárfestum til að huga að fyrstu skrefunum fyrir útrás á alþjóðamarkað. Enda mikilvægt að vera snemma í röðinni, prjónaheimurinn sé fjölmennur og stór um allan heim en enn sem komið er lítt tæknivæddur og því skipti tíminn máli. „Prjónarar eru í raun hópur sem verður oft heltekinn af prjóni. Þetta er þannig áhugamál. Það getur svo sem vel verið að maður prjóni kannski minna á sumrin en á veturnar en hjá prjónurum er prjónið oftast áhugamál sem er allt-umlykjandi,“ segir Nanna. Þá segist hún telja að þótt prjónaáhugi hafi aukist mikið í Covid afi sú tískubylgja að prjóna verið farin að vaxa og dafna í einhverjum mæli áður en heimsfaraldurinn skall á. Það fór aftur að vera töff að vera í heimaprjónuðu, þessi slow fashion bylgja er komin til að vera. Enda umhverfisvænt og líka hollt og gott, sumir stunda prjón eins og hugleiðslu eða núvitund. Mér finnst prjónaáhuginn líka hafa fært okkur svolítið aftur til baka í tíma og frá þessari bylgju þar sem gerviefni og ódýr fatnaður var alsráðandi, flís var til dæmis mjög vinsælt um tíma svo ég taki dæmi. Og þar sem við Íslendingar erum svolítið sér á báti sem mikil prjónaþjóð, er ég sannfærð um að Lykkjustund getur orðið að leiðandi prjónalausn fyrir prjónara á alþjóðavísu innan fárra ára.“
Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir „Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki“ „Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki. Þetta er bara venjulegt fólk að vinna vinnuna sína,“ segir Andrés Jakob Guðjónsson verkefnastjóri hjá KLAK en í þessari viku heldur hann fyrirlestur fyrir þau sprotafyrirtæki sem taka þátt í Startup Supernova 2023 um góð samskipti við fjölmiðla. 16. ágúst 2023 07:00 Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01 Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. 4. maí 2023 07:00 Allir geta stutt við sprota og mikið fjármagn sótt nú þegar Á föstudaginn í þessari viku munu sjö sprotafyrirtæki kynna nýsköpunarverkefni sín fyrir fjárfestum sem lokaviðburð hraðalsins Hringiða sem KLAK stendur fyrir. Hringiða hefur það að markmiði að undirbúa græn nýsköpunarverkefni fyrir umsóknir um Evrópustyrki. 3. maí 2023 07:01 Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Námskeið til að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra „Frá aldamótum hefur mikil þekking orðið til hjá íslensku vísissjóðunum en það má segja að markmið VC Challenge námskeiðsins sé að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra. Með meiri þekkingu og reynslu verða þessir vísisjóðir álitlegri fjárfestingakostur fyrir aðra fjárfesta,“ segir Freyr Friðfinnsson alþjóðafulltrúi KLAK um samstarfsverkefni sem KLAK er nú aðili að ásamt mörgum aðilum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum. 29. mars 2023 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki“ „Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki. Þetta er bara venjulegt fólk að vinna vinnuna sína,“ segir Andrés Jakob Guðjónsson verkefnastjóri hjá KLAK en í þessari viku heldur hann fyrirlestur fyrir þau sprotafyrirtæki sem taka þátt í Startup Supernova 2023 um góð samskipti við fjölmiðla. 16. ágúst 2023 07:00
Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01
Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. 4. maí 2023 07:00
Allir geta stutt við sprota og mikið fjármagn sótt nú þegar Á föstudaginn í þessari viku munu sjö sprotafyrirtæki kynna nýsköpunarverkefni sín fyrir fjárfestum sem lokaviðburð hraðalsins Hringiða sem KLAK stendur fyrir. Hringiða hefur það að markmiði að undirbúa græn nýsköpunarverkefni fyrir umsóknir um Evrópustyrki. 3. maí 2023 07:01
Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Námskeið til að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra „Frá aldamótum hefur mikil þekking orðið til hjá íslensku vísissjóðunum en það má segja að markmið VC Challenge námskeiðsins sé að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra. Með meiri þekkingu og reynslu verða þessir vísisjóðir álitlegri fjárfestingakostur fyrir aðra fjárfesta,“ segir Freyr Friðfinnsson alþjóðafulltrúi KLAK um samstarfsverkefni sem KLAK er nú aðili að ásamt mörgum aðilum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum. 29. mars 2023 07:01