Leikskólavandinn? Georg Atli Hallsson skrifar 16. ágúst 2023 14:00 Íslendingar eru duglegir við nýyrðasmíði og hafa alltaf verið. Að eiga lifandi, fjölbreytt og djúpt tungumál er bæði fallegt og virðingarvert. Eitt af nýyrðunum okkar er „leikskólavandi” og er yfirleitt skrifað með greini „leikskólavandinn”. Mér finnst það áhugavert orð. Ekki síst vegna þess hvað það er ógegnsætt og erfitt útskýringar. Ef einhver myndi segja „Ég á í miklum leikskólavanda” segir það ekki mikið um hvert vandamál manneskjunnar er. Er vandinn sá að erfitt sé að velja leikskóla? Er vandinn sá að leikskóli sem stofnun er fyrir á einhvern hátt eða til óþæginda? Er vandamálið kannski það að ekki eru nógu margar leikskólabyggingar? Er vandamálið að ekki tekst að fá leikskólapláss fyrir barn? Eða er vandamálið að ekki tekst að ráða inn starfsfólk í leikskólann? Kannski er það ákveðið vandamál í sjálfu sér hversu víðfeðmt orðið er. Það virðast að minnsta kosti ekki margir skilja orðið á sama hátt. Það er samt sem áður mjög áhugavert að fylgjast með því hvernig hin og þessi sveitarfélög kjósa að túlka vandann og skoða lausnirnar sem eru svo valdar í kjölfarið. Hafnarfjarðarbær steig til dæmis skref að því að stilla af starfstíma leik- og grunnskólakennara (tillaga sem var samþykkt 15. desember 2022). Þetta skref átti til dæmis að bæta starfsskilyrði leikskólakennara og haga styttingu vinnuvikunnar á þann veg að viðvera kennara á þessum skólastigum væru svipuð þegar kemur að frídögum í kringum hátíðar og sumarlokun. Þannig hefði getað orðið eftirsóknarvert fyrir suma leikskólakennara að starfa í Hafnarfirði. Í Vestmannaeyjum voru stigin skref í áttina að gjaldfrjálsum leikskóla (minnisblað frá 13. júlí 2022). Þar var ákveðið að 5 ára deildin skyldi vera gjaldfrjáls fyrstu 7 tímana, fæðisgjald var fellt niður og einungis greitt fyrir viðveru umfram þessar 7 klukkustundir. Þar er greinilega stefnt að aukinni samhæfingu milli skólastiga, verið reyna að stytta vinnudag leikskólabarnanna og auka aðgengi barna að menntun. Þarna er líka verið að koma til móts við þörf starfsfólks til undirbúnings og manneklu vegna styttingar vinnuvikunnar. Hjá Kópavogsbæ var svo nýlega stigið ansi stórt skref í menntamálum yngstu barnanna, þegar þau stofnuðu sérstakan þverfaglegan starfshóp um starfsumhverfi leikskóla. Sá starfshópur hafði það hlutverk að „Greina núverandi stöðu leikskólastarfs m.t.t. gæða faglegs starfs, starfsánægju og stöðugleika í starfsumhverfi bæði barna og starfsfólks”. Hópurinn skilaði ítarlegri skýrslu um til dæmis það hvernig mætti bæta menntun og aðbúnað ungra barna í Kópavogi, laða að fleira fagmenntað starfsfólk og hvernig mætti koma til móts við eyðuna sem myndast milli fæðingarorlofs og skólagöngu barna. Leiðirnar voru margvíslegar (hægt að lesa um þær meðal annars hér) en þar á meðal er ný (og umdeild) gjaldskrá sem hefur verið samþykkt en einnig framtíðaráætlun um viðmið um húsnæði og aðbúnað barna og starfsfólks á leikskólum. Á þessum og nokkrum fleiri stöðum er verið að horfa á aðstæður starfsfólks og barna. Grunnhugmyndirnar virðast t.d. vera þær að reyna að bæta aðbúnað leikskólabarna og/eða að gera starfið eftirsóknarverðara og betra. Í kjölfarið gæti hugsanlega tekist að fullmanna stöður og jafnvel vinna á manneklu vegna veikinda. Reykjavík virðist hafa metið vandamálið á aðeins annan hátt og birta því aðeins aðrar lausnir. Mest áberandi leiðirnar sem hafa verið kynntar eru mjög oft einhver viðbrögð við húsnæðisskorti. Í kjölfarið fer ýmislegt á flug; og hér og hvar um borgina birtast ævintýraborgir eða viðbætur við gömul hús þar sem á að mæta plássleysinu. Nýjasta dæmið er fyrirhuguð Ævintýraborg á bílastæði Laugardalsvallar. Þannig á að fjölga rýmum til að stytta biðlistana (sem eru vel þekktir) á nokkuð einfaldan hátt með byggingu fleiri húsa. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort að grunnvandi leikskólanna liggi í beinum húsnæðisskorti. Í borginni standa margir leikskólar með skerta starfsemi vegna lélegs húsnæðis. Margir leikskólar hafa þurft að skerða starfsemi sína síðastliðin skólaár vegna vöntunar á starfsfólki, til lengri eða skemmri tíma. Þegar kennaramenntuninni var breytt og leyfisbréf kennara fóru að gilda þvert á skólastig fluttu fjölmargir leikskólakennarar sig milli skólastiga vegna betri aðbúnaðar og starfsskilyrða. Nýliðun hefur verið lítil og meðalaldur leikskólakennara hækkar með hverju árinu. Samkvæmt lögum eiga tveir þriðju hlutar starfsfólks leikskóla (um 66%) að hafa leikskólakennaramenntun en í dag stendur hlutfallið nær 26% og það stefnir ekki í mikið hærra hlutfall á næstu árum. Eins og ég sé hlutina þá liggur grunnur vandans nefnilega ekki í húsnæðisskorti heldur fyrst og fremst í manneklu. Í áraraðir hefur verið flótti úr starfsstéttinni. Bæði fagfólk og ómenntað starfsfólk leikskólanna flytur sig um set, brennur út, gefst upp af ýmsum ástæðum, fer í veikindaleyfi eða hættir í hrönnum. Vissulega er samt þörf á fleiri plássum og nýjum leikskólum, endurbótum á gömlum og úrsérgengnum byggingum en það þarf líka að vera starfsfólk til að hægt sé að opna og nýta öll þessi pláss. Í Hollywood myndinni “Field of Dreams” frá 1989 bjargar Kevin Costner búgarðinum sínum með því að byggja eitthvað sem hann hefur í raun ekki þörf fyrir. Í myndinni reddast auðvitað allt að hætti Hollywood og setningin “If you build it, he will come” leikur nokkuð stórt hlutverk. Ég velti fyrir mér hvort að innblástur byggingaframkvæmdanna sé þaðan komin. Í stað þess að horfa á nokkuð einfaldar lausnir eins og að fjölga leikskólaplássum með því að reisa fleiri hús þá þarf að byrja á réttum stað. Það er til dæmis hægt með því að bæta starfsaðstæður og skilyrði og geta fullmannað leikskólana. Nú þarf að staldra við og endurmeta, greina raunverulega rót vandans og finna leiðir til að gera menntun (bæði barna og starfsfólks) betri og meira aðlaðandi. Það þarf að bæta aðbúnað og aðstæður svo að öllum líði vel og sjái hag sinn í því að vinna í leikskóla. Þannig fáum við hæft og metnaðarfullt starfsfólk til að sinna menntun yngstu barnanna. Það þarf líka að bera hag barnanna fyrir brjósti og bæta þeirra aðbúnað og aðstæður svo þeirra menntun og hagsmunir séu í forgrunni. Ég hefði haldið að þetta tvennt tvinnist frekar vel saman. En kannski er Hollywood leiðin líka fín? Kannski kemur starfsfólkið allt ef við bara byggjum fyrir þau fleiri tímabundin ævintýrapláss? Höfundur er starfsmaður á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru duglegir við nýyrðasmíði og hafa alltaf verið. Að eiga lifandi, fjölbreytt og djúpt tungumál er bæði fallegt og virðingarvert. Eitt af nýyrðunum okkar er „leikskólavandi” og er yfirleitt skrifað með greini „leikskólavandinn”. Mér finnst það áhugavert orð. Ekki síst vegna þess hvað það er ógegnsætt og erfitt útskýringar. Ef einhver myndi segja „Ég á í miklum leikskólavanda” segir það ekki mikið um hvert vandamál manneskjunnar er. Er vandinn sá að erfitt sé að velja leikskóla? Er vandinn sá að leikskóli sem stofnun er fyrir á einhvern hátt eða til óþæginda? Er vandamálið kannski það að ekki eru nógu margar leikskólabyggingar? Er vandamálið að ekki tekst að fá leikskólapláss fyrir barn? Eða er vandamálið að ekki tekst að ráða inn starfsfólk í leikskólann? Kannski er það ákveðið vandamál í sjálfu sér hversu víðfeðmt orðið er. Það virðast að minnsta kosti ekki margir skilja orðið á sama hátt. Það er samt sem áður mjög áhugavert að fylgjast með því hvernig hin og þessi sveitarfélög kjósa að túlka vandann og skoða lausnirnar sem eru svo valdar í kjölfarið. Hafnarfjarðarbær steig til dæmis skref að því að stilla af starfstíma leik- og grunnskólakennara (tillaga sem var samþykkt 15. desember 2022). Þetta skref átti til dæmis að bæta starfsskilyrði leikskólakennara og haga styttingu vinnuvikunnar á þann veg að viðvera kennara á þessum skólastigum væru svipuð þegar kemur að frídögum í kringum hátíðar og sumarlokun. Þannig hefði getað orðið eftirsóknarvert fyrir suma leikskólakennara að starfa í Hafnarfirði. Í Vestmannaeyjum voru stigin skref í áttina að gjaldfrjálsum leikskóla (minnisblað frá 13. júlí 2022). Þar var ákveðið að 5 ára deildin skyldi vera gjaldfrjáls fyrstu 7 tímana, fæðisgjald var fellt niður og einungis greitt fyrir viðveru umfram þessar 7 klukkustundir. Þar er greinilega stefnt að aukinni samhæfingu milli skólastiga, verið reyna að stytta vinnudag leikskólabarnanna og auka aðgengi barna að menntun. Þarna er líka verið að koma til móts við þörf starfsfólks til undirbúnings og manneklu vegna styttingar vinnuvikunnar. Hjá Kópavogsbæ var svo nýlega stigið ansi stórt skref í menntamálum yngstu barnanna, þegar þau stofnuðu sérstakan þverfaglegan starfshóp um starfsumhverfi leikskóla. Sá starfshópur hafði það hlutverk að „Greina núverandi stöðu leikskólastarfs m.t.t. gæða faglegs starfs, starfsánægju og stöðugleika í starfsumhverfi bæði barna og starfsfólks”. Hópurinn skilaði ítarlegri skýrslu um til dæmis það hvernig mætti bæta menntun og aðbúnað ungra barna í Kópavogi, laða að fleira fagmenntað starfsfólk og hvernig mætti koma til móts við eyðuna sem myndast milli fæðingarorlofs og skólagöngu barna. Leiðirnar voru margvíslegar (hægt að lesa um þær meðal annars hér) en þar á meðal er ný (og umdeild) gjaldskrá sem hefur verið samþykkt en einnig framtíðaráætlun um viðmið um húsnæði og aðbúnað barna og starfsfólks á leikskólum. Á þessum og nokkrum fleiri stöðum er verið að horfa á aðstæður starfsfólks og barna. Grunnhugmyndirnar virðast t.d. vera þær að reyna að bæta aðbúnað leikskólabarna og/eða að gera starfið eftirsóknarverðara og betra. Í kjölfarið gæti hugsanlega tekist að fullmanna stöður og jafnvel vinna á manneklu vegna veikinda. Reykjavík virðist hafa metið vandamálið á aðeins annan hátt og birta því aðeins aðrar lausnir. Mest áberandi leiðirnar sem hafa verið kynntar eru mjög oft einhver viðbrögð við húsnæðisskorti. Í kjölfarið fer ýmislegt á flug; og hér og hvar um borgina birtast ævintýraborgir eða viðbætur við gömul hús þar sem á að mæta plássleysinu. Nýjasta dæmið er fyrirhuguð Ævintýraborg á bílastæði Laugardalsvallar. Þannig á að fjölga rýmum til að stytta biðlistana (sem eru vel þekktir) á nokkuð einfaldan hátt með byggingu fleiri húsa. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort að grunnvandi leikskólanna liggi í beinum húsnæðisskorti. Í borginni standa margir leikskólar með skerta starfsemi vegna lélegs húsnæðis. Margir leikskólar hafa þurft að skerða starfsemi sína síðastliðin skólaár vegna vöntunar á starfsfólki, til lengri eða skemmri tíma. Þegar kennaramenntuninni var breytt og leyfisbréf kennara fóru að gilda þvert á skólastig fluttu fjölmargir leikskólakennarar sig milli skólastiga vegna betri aðbúnaðar og starfsskilyrða. Nýliðun hefur verið lítil og meðalaldur leikskólakennara hækkar með hverju árinu. Samkvæmt lögum eiga tveir þriðju hlutar starfsfólks leikskóla (um 66%) að hafa leikskólakennaramenntun en í dag stendur hlutfallið nær 26% og það stefnir ekki í mikið hærra hlutfall á næstu árum. Eins og ég sé hlutina þá liggur grunnur vandans nefnilega ekki í húsnæðisskorti heldur fyrst og fremst í manneklu. Í áraraðir hefur verið flótti úr starfsstéttinni. Bæði fagfólk og ómenntað starfsfólk leikskólanna flytur sig um set, brennur út, gefst upp af ýmsum ástæðum, fer í veikindaleyfi eða hættir í hrönnum. Vissulega er samt þörf á fleiri plássum og nýjum leikskólum, endurbótum á gömlum og úrsérgengnum byggingum en það þarf líka að vera starfsfólk til að hægt sé að opna og nýta öll þessi pláss. Í Hollywood myndinni “Field of Dreams” frá 1989 bjargar Kevin Costner búgarðinum sínum með því að byggja eitthvað sem hann hefur í raun ekki þörf fyrir. Í myndinni reddast auðvitað allt að hætti Hollywood og setningin “If you build it, he will come” leikur nokkuð stórt hlutverk. Ég velti fyrir mér hvort að innblástur byggingaframkvæmdanna sé þaðan komin. Í stað þess að horfa á nokkuð einfaldar lausnir eins og að fjölga leikskólaplássum með því að reisa fleiri hús þá þarf að byrja á réttum stað. Það er til dæmis hægt með því að bæta starfsaðstæður og skilyrði og geta fullmannað leikskólana. Nú þarf að staldra við og endurmeta, greina raunverulega rót vandans og finna leiðir til að gera menntun (bæði barna og starfsfólks) betri og meira aðlaðandi. Það þarf að bæta aðbúnað og aðstæður svo að öllum líði vel og sjái hag sinn í því að vinna í leikskóla. Þannig fáum við hæft og metnaðarfullt starfsfólk til að sinna menntun yngstu barnanna. Það þarf líka að bera hag barnanna fyrir brjósti og bæta þeirra aðbúnað og aðstæður svo þeirra menntun og hagsmunir séu í forgrunni. Ég hefði haldið að þetta tvennt tvinnist frekar vel saman. En kannski er Hollywood leiðin líka fín? Kannski kemur starfsfólkið allt ef við bara byggjum fyrir þau fleiri tímabundin ævintýrapláss? Höfundur er starfsmaður á leikskóla.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun