Kynna drög að frjálslegri lögum um kannabis í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 14:12 Einstaklingar fengju leyfi til að rækta allt að þrjár kannabisplöntur til eigin nota verði hugmyndir þýsku stjórnarinnar að veruleika. AP/Markus Schreiber Þýska ríkisstjórnin kynnti í dag áform um að slaka á lögum og reglum um vörslu og sölu á kannabisefnum. Fái málið framgang á þingi mega einstaklingar eiga neysluskammta og rækta allt að þrjár kannabisplöntur. Tillögur ríkisstjórnar Olafs Scholz, kanslara, gera ráð fyrir því að fólk átján ára og elda megi ganga í sérstaka kannabisklúbba sem fái leyfi til þess að rækta efnið til einkaneyslu félagsmanna. Fimm hundruð manns megi vera félagar í slíkum klúbbum að hámarki. Einstaklingar fengju einnig heimild til þess að kaupa allt að 25 grömm af kannabis á dag en í mesta lagi fimmtíu grömm á mánuði. Fólk yngri en 21 árs fengi mest að kaupa þrjátíu grömm á mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Neysla kannabisefna yrði ólöglega í innan við tvö hundruð metra fjarlægð frá skólum, leikvöllum, íþróttavöllum eða húsnæði kannabisklúbba. Bannað yrði að auglýsa kannabis eða klúbbana. Áform ríkisstjórnarinnar eru sögð ganga nokkuð skemur en hún ætlaði sér í upphafi. Ætlun hennar er að lög af þessu tagi taki gildi við lok þessa árs. Til þess að svo verði þarf þýska þingið að samþykkja frumvarp þess efnis. Bæði andstæðingar og fylgismenn kannabisefna hafa gagnrýnt áform ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan segir áhættusamt að lögleiða kannabis og samtök dómara halda því fram að það muni auka álag á dómskerfið og jafnvel auka eftirspurn á svörtum markaði með kannabis. Talsmenn lögleiðingar eru einnig ósáttir við hversu ströng skilyrði verði sett við vörslu og neyslu á kannabis. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra, segir það boða gott að áformin séu gagnrýnd úr báðum áttum. Þýskaland glími nú við vaxandi neyslu sem valdi vandræðum. „Það hefði ekki verið hægt að halda svona áfram lengur,“ sagði Lauterbach. Þýskaland Kannabis Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Tillögur ríkisstjórnar Olafs Scholz, kanslara, gera ráð fyrir því að fólk átján ára og elda megi ganga í sérstaka kannabisklúbba sem fái leyfi til þess að rækta efnið til einkaneyslu félagsmanna. Fimm hundruð manns megi vera félagar í slíkum klúbbum að hámarki. Einstaklingar fengju einnig heimild til þess að kaupa allt að 25 grömm af kannabis á dag en í mesta lagi fimmtíu grömm á mánuði. Fólk yngri en 21 árs fengi mest að kaupa þrjátíu grömm á mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Neysla kannabisefna yrði ólöglega í innan við tvö hundruð metra fjarlægð frá skólum, leikvöllum, íþróttavöllum eða húsnæði kannabisklúbba. Bannað yrði að auglýsa kannabis eða klúbbana. Áform ríkisstjórnarinnar eru sögð ganga nokkuð skemur en hún ætlaði sér í upphafi. Ætlun hennar er að lög af þessu tagi taki gildi við lok þessa árs. Til þess að svo verði þarf þýska þingið að samþykkja frumvarp þess efnis. Bæði andstæðingar og fylgismenn kannabisefna hafa gagnrýnt áform ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan segir áhættusamt að lögleiða kannabis og samtök dómara halda því fram að það muni auka álag á dómskerfið og jafnvel auka eftirspurn á svörtum markaði með kannabis. Talsmenn lögleiðingar eru einnig ósáttir við hversu ströng skilyrði verði sett við vörslu og neyslu á kannabis. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra, segir það boða gott að áformin séu gagnrýnd úr báðum áttum. Þýskaland glími nú við vaxandi neyslu sem valdi vandræðum. „Það hefði ekki verið hægt að halda svona áfram lengur,“ sagði Lauterbach.
Þýskaland Kannabis Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira