Fótbolti

Segir starfi sínu lausu eftir sögu­lega lé­legan árangur

Aron Guðmundsson skrifar
Búist er við tilkynningu um brotthvarf Andonovski síðar í dag
Búist er við tilkynningu um brotthvarf Andonovski síðar í dag Vísir/Getty

Vlat­ko Andonovski hefur sagt starfi sínu sem lands­liðs­þjálfari banda­ríska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta lausu eftir von­brigða­gengi á HM í Nýja-Sjá­landi og Ástralíu.

Þetta herma heimildir ESPN sem segir tilkynningu að vænta frá bandaríska knattspyrnusambandinu í dag varðandi brotthvarf Andonovski. 

Bandaríska landsliðið er ríkjandi heimsmeistari og hefur unnið heimsmeistaramótið tvisvar sinnum í röð en mun þó ekki verja titil sinn í ár þar sem liðið féll úr leik í 16-liða úrslitum gegn Svíþjóð. Versta gengi Bandaríkjanna á HM frá upphafi en liðið rétt skreið inn í útsláttarkeppnina.

Andonovski tók við Bandaríska landsliðinu í október árið 2019 og stýrði liðinu til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum ári seinna. 

Bandaríska knattspyrnusambandið verður að hafa hraðar hendur hvað varðar að ráða inn nýjan landsliðsþjálfara því innan við ár er þar til liðið tekur þátt á Ólympíuleikunum í París. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×