María keypti hús látinnar frænku sinnar á Spáni: „Þetta var allt skrifað í skýin“ Íris Hauksdóttir skrifar 19. ágúst 2023 09:00 María gengur í öll verk í nýja húsinu sínu á Spáni aðsend María Gomez hefur lengi haldið úti lífstílsbloggi og Instagram reikningi undir vinnuheitinu paz.is. Þar deilir hún girnilegum uppskriftum og hagnýtum ráðum þegar kemur að innanhúshönnun. María tók nýverið algjöra U beyju og festi kaup á húsi í spænska fjallaþorpinu sem hefur átt hug hennar og hjarta í mörg ár. Það hefur ekki farið framhjá neinum sem lesið hafa bloggið að María er heilluð af Spáni. Þangað á hún rætur að rekja en faðir hennar, sem lést fyrir nokkrum árum var spænskur. Sjálf ólst María upp á Spáni til fimm ára aldurs og hefur alla tíð síðan haldið sambandi við spænsku föðurfjölskyldu sína. Eins framandi fyrir ungling og hægt er að hugsa sér Lugros er staðsett í Granada héraði á suðurhluta Spánar, nánar tiltekið í Sierra Nevada fjöllunum mitt í friðuðum þjóðgarði. Þangað hafði María farið frá unga aldri en hennar fyrstu minningar af þorpinu voru frekar sögulegar. Hún var send þangað af móður sinni, gegn eigin vilja, og dvaldi þar í níu vikur hjá spænskri föðursystur sinni. „Ég var þrettán ára og vildi alls ekki fara frá Íslandi en var neydd til að dvelja þarna í þessu pínulitla fjallaþorpi. Þetta var eins framandi fyrir ungling og hægt var að hugsa sér. Ég fékk rosalegt menningarsjokk og var alltaf að hlaupa grátandi inn á bað því ég vildi ekki að systir hans pabba myndi sjá hvað mér leið illa.“ Fallega og góða frænkan María kynntist þarna nýrri fjölskyldu í framandi umhverfi. „Ein frænkan reyndist mér einstaklega vel. Hún var svo falleg og góð. Hún hét Gloría og rak apótekið á staðnum. Þarna var ég nýfermd og hún rétt undir þrítugt. Hún tók mig undir sinn verndarvæng og ég elti hana út um allt. Ég leit svo upp til hennar.“ Maríu fannst litla þorpið kalla á sig að koma heim. aðsend Eftir að María sneri aftur heim til Íslands leitaði hugurinn áfram til frænkunnar góðu. Fjórum árum síðar bárust Maríu svo þær sorgarfréttir að Gloría hefði dáið úr heilablóðfalli, þá 32 ára gömul. Fannst þorpið kalla aftur á sig „Ég tók dauða hennar afar nærri mér og hugsaði lengi um að skíra Gabríellu, elstu dóttur mína í höfuðið á henni. Húsið hennar stóð autt allar götur síðar og ég lét mig dreyma um að festa kaup á það einn daginn.“ Nú, næstum þrjátíu árum eftir að Gloría dó fannst Maríu eins og þorpið kallaði á sig. Hún hafði heimsótt það reglulega en nú voru fjögur ár frá síðustu heimsókn. Hún ákvað því að skella sér ásamt manni og börnum og dvöldu þau í góðu yfirlæti í þrjár vikur fyrr í sumar. María elti drauminn og er nú húseigandi á Spáni.aðsend Samþykkti og sneri aftur til Spánar „Við Raggi vorum í göngutúr um bæinn þegar ég rak augun í skilti á gamla húsinu hennar Gloríu þar sem stóð: Til sölu. Ég sagði strax við Ragga að þetta væri húsið sem ég hefði alltaf ætlað að kaupa og ég skyldi kaupa það núna. Hann hélt fyrst að ég væri að grínast en ég gat ekki sleppt. Daginn áður en við fórum heim til Íslands gerði ég tilboð í húsið. Fyrsta daginn heima á Íslandi kom gagntilboð. Ég samþykkti og sneri aftur til Spánar, til að ganga frá kaupum á húsinu.“ Raggi og María eftir að ákvörðun um húsakaupin var tekin. aðsend Allt úr fortíðinni leiddi að þessum stað María segir stefnuna vera að búa í húsinu helminginn af árinu og reka það sem AirBnB þjónustu hinn helminginn. „Ég sé fyrir mér að þetta verði mitt annað heimili,“ segir María og heldur áfram. „Mér finnst eins og allt úr fortíðinni hafi leitt mig á þennan stað. Ég tók á sínum tíma BS gráðu í ferðamálafræði og hef alltaf stefnt á að byggja eitthvað upp í þessu þorpi því það er orðið heldur dauft. Yfir vetrartímann búa þar 280 manns en á sumrin fyllist allt af lífi og mikið fjör á götum úti. Þetta er eins spænskt þorp og hægt er að komast í. Konurnar sitja úti í hnésokkunum sínum að brjóta möndlur eða búa geitaost. Geiturnar ganga frjálsar um og allt hér er friðað. Ég hef alltaf horft á þennan stað sem falda perlu og ég skil ekki af hverju Íslendingar fara ekki frekar á svona stað heldur en hefðbundinn ferðamannastað. Þetta er í raun eins og að ganga inn í gamla bíómynd. María segir Lugros eina af földustu perlum Evrópu og furðar sig á því að Íslendingar sæki ekki frekar í slíkar slóðir en almenna ferðamannastaði. aðsend Bloggið alltaf með spænskum undirtóni Annar þáttur í því að mér finnst eins og þetta hafi verið skrifað í skýin er sú staðreynd að bloggið mitt hefur alltaf verið með spænskum undirtóni. Ég hef bæði deilt spænskum uppskriftum og sýnt frá þorpinu mínu. Ég veit að Íslendingar hafa komið hingað út af blogginu mínu og fundist þetta æðislegt. Vinur minn orðaði þetta svo fallega: Það er eins og þú sért búin að vera sá fræjum og nú fer blómið að blómstra. María segist alltaf hafa upplifað sig hálf utangarðs en sé núna loksins að verða heil. aðsend Ætlar að nefna húsið í höfuðið á henni Fram að þessu hefur mér fundist ég vera svo klofin, hálf íslensk og hálf spænsk. Alltaf upplifað mig sem utangarðs, bæði á Spáni og Íslandi. Með því að eiga þetta hús sem ég ætla að nefna House of Glory eða La Casa de Gloria, líður mér eins og ég sé að verða loksins heil og hafi jafnan aðgang að báðum þessum heimum. Það er allt að smella og góðir tímar framundan. Ég ætla auðvitað að leyfa fylgjendum að fylgjast með og ég held að þetta hús eigi eftir að verða algjörlega gordjöss. Íslendingar eiga klárlega eftir að vilja koma hingað.“ María segist þakklát fyrir fólkið sem mætir óumbeðið og aðstoðar við framkvæmdirnar. aðsend Þaulvön þegar kemur að húsnæðisframkvæmdum Sjálf er María þaulvön að taka húsnæði í gegn eftir að hafa tekið tvö síðustu heimili sín í nefið undir vökulum augum fylgjenda sinna. Kannski er allt þegar þrennt er því nú hefur hún hafist handa á nýju og brýtur niður veggi og innréttingar af miklum móð, spænskum kynsystrum sínum til mikillar furðu. „Ég ákvað að koma að þessu sinni út með tvö yngstu börnin mín og það hefur verið brjálæði því öll pappírsvinna hér tekur helmingi lengri tíma en heima. Hundrað stimplar og Spánverjar reyna að flækja allt eins og þeir geta. Bráðláta ég tók það auðvitað ekki í mál og græjaði alla pappíra á tveimur vikum heima á Íslandi og náði að klára kaupin á mettíma miðað við Spán svo núna er ég hér og er ég að standa í framkvæmdum. Ég reif alla eldhúsinnréttinguna niður, flísarnar á veggjunum og er í raun að taka húsið í nefið. Ein míns liðs. En það dásamlega við að eiga stóra spænska fjölskyldu er að svo var bankað á hurðina hjá mér þar sem maður frænku minnar og öll hans fjölskylda, sem telur marga, var mætt til að hjálpa mér að brjóta niður veggi eftir kúnstarinnar reglum. Þetta er svo fallegt því þennan hluta fjölskyldunnar hitti ég svo sjaldan en samt eru þau mætt að hjálpa mér. Fjölskyldan sem ég hef alla mína tíð misst af er allt í einu hér.“ María hélt á dögunum afmæli fyrir son sinn í húsinu og segir hún þau hafa átt yndislegan tíma þrátt fyrir að hafa aldrei verið eins þreytt. „Ég er að frá tíu á morgnanna til fimm á nóttunni. Eflaust er það hættulega erfitt en allt þess virði og ég get ekki beðið eftir komandi ævintýrum. María er spennt fyrir komandi ævintýrum á Spáni.aðsend Þorpsbúar eru skiljanlega forvitnir um það hver keypti húsið og ég finn að konurnar fylgjast furðulostnar með vinnugallaklæddri konu með hjálm og stóran hamar. Þær þekkja þetta ekki enda eru þær bara heima að elda og hugsa um mennina sína. Það samgleðjast mér allir hér engu að síður og fjölskyldan í skýjunum að húsið haldist áfram innan fjölskyldunnar.“ Hún bauð mig velkomna María er sem fyrr segir forlagatrúar og segist sannfærð um að húsið hafi alltaf átt að enda hjá sér. Það fékk hún staðfest hjá Sýslumanni þegar hún hitti í fyrsta skipti systur Gloríu sem sagðist ekki hafa viljað selja húsið fyrr en nú. „Hún sagðist ekki hafa viljað sjá það í höndunum á neinum nema mér. Það þótti mér vænt um að heyra.“ Gloría í kjólnum góða, þeim sama og María á mynd af sér í 30 árum áður en Gloría dó. aðsend Minningin um Gloríu lifir greinilega í huga Maríu sem hefur alla tíð legið á einni ljósmynd sem Gloría tók af henni 13 ára, sitjandi í stiganum í húsinu klædd kjól af Gloríu. Sjálf hefur María ekki séð neina ljósmynd af Gloríu og því kom það henni verulega á óvart í miðjum framkvæmdum á húsinu að finna heilan poka af ljósmyndum. Brot af þeim myndum sem María fann í pokanum góða af Gloríu frænku sinni. aðsend „Þetta voru allt myndir af henni, faldar undir búðarkassa og á einni myndanna er hún klædd í sama kjólinn og ég var í á myndinni. Ég trúi því að þetta séu skilaboð frá henni um að hún sé ánægð með að ég hafi keypt húsið og sé í raun að bjóða mig velkomna.“ Tímamót Ferðalög Hús og heimili Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Gjörbreyttu húsi sínu á Álftanesinu Bloggarinn og áhrifavaldurinn María Gomez hefur alveg slegið í gegn með síðu sínar paz.is og á Instagram en þar eru hún með tugir þúsunda fylgjenda. 26. nóvember 2021 10:31 Fyrir og eftir: María Gomez komin í nýja húsið í Garðabænum Í síðustu viku skellti Vala Matt sér og skoðaði heimili hjá bloggaranum vinsæla Maríu Gomez í Íslandi í dag. 3. desember 2021 10:31 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum sem lesið hafa bloggið að María er heilluð af Spáni. Þangað á hún rætur að rekja en faðir hennar, sem lést fyrir nokkrum árum var spænskur. Sjálf ólst María upp á Spáni til fimm ára aldurs og hefur alla tíð síðan haldið sambandi við spænsku föðurfjölskyldu sína. Eins framandi fyrir ungling og hægt er að hugsa sér Lugros er staðsett í Granada héraði á suðurhluta Spánar, nánar tiltekið í Sierra Nevada fjöllunum mitt í friðuðum þjóðgarði. Þangað hafði María farið frá unga aldri en hennar fyrstu minningar af þorpinu voru frekar sögulegar. Hún var send þangað af móður sinni, gegn eigin vilja, og dvaldi þar í níu vikur hjá spænskri föðursystur sinni. „Ég var þrettán ára og vildi alls ekki fara frá Íslandi en var neydd til að dvelja þarna í þessu pínulitla fjallaþorpi. Þetta var eins framandi fyrir ungling og hægt var að hugsa sér. Ég fékk rosalegt menningarsjokk og var alltaf að hlaupa grátandi inn á bað því ég vildi ekki að systir hans pabba myndi sjá hvað mér leið illa.“ Fallega og góða frænkan María kynntist þarna nýrri fjölskyldu í framandi umhverfi. „Ein frænkan reyndist mér einstaklega vel. Hún var svo falleg og góð. Hún hét Gloría og rak apótekið á staðnum. Þarna var ég nýfermd og hún rétt undir þrítugt. Hún tók mig undir sinn verndarvæng og ég elti hana út um allt. Ég leit svo upp til hennar.“ Maríu fannst litla þorpið kalla á sig að koma heim. aðsend Eftir að María sneri aftur heim til Íslands leitaði hugurinn áfram til frænkunnar góðu. Fjórum árum síðar bárust Maríu svo þær sorgarfréttir að Gloría hefði dáið úr heilablóðfalli, þá 32 ára gömul. Fannst þorpið kalla aftur á sig „Ég tók dauða hennar afar nærri mér og hugsaði lengi um að skíra Gabríellu, elstu dóttur mína í höfuðið á henni. Húsið hennar stóð autt allar götur síðar og ég lét mig dreyma um að festa kaup á það einn daginn.“ Nú, næstum þrjátíu árum eftir að Gloría dó fannst Maríu eins og þorpið kallaði á sig. Hún hafði heimsótt það reglulega en nú voru fjögur ár frá síðustu heimsókn. Hún ákvað því að skella sér ásamt manni og börnum og dvöldu þau í góðu yfirlæti í þrjár vikur fyrr í sumar. María elti drauminn og er nú húseigandi á Spáni.aðsend Samþykkti og sneri aftur til Spánar „Við Raggi vorum í göngutúr um bæinn þegar ég rak augun í skilti á gamla húsinu hennar Gloríu þar sem stóð: Til sölu. Ég sagði strax við Ragga að þetta væri húsið sem ég hefði alltaf ætlað að kaupa og ég skyldi kaupa það núna. Hann hélt fyrst að ég væri að grínast en ég gat ekki sleppt. Daginn áður en við fórum heim til Íslands gerði ég tilboð í húsið. Fyrsta daginn heima á Íslandi kom gagntilboð. Ég samþykkti og sneri aftur til Spánar, til að ganga frá kaupum á húsinu.“ Raggi og María eftir að ákvörðun um húsakaupin var tekin. aðsend Allt úr fortíðinni leiddi að þessum stað María segir stefnuna vera að búa í húsinu helminginn af árinu og reka það sem AirBnB þjónustu hinn helminginn. „Ég sé fyrir mér að þetta verði mitt annað heimili,“ segir María og heldur áfram. „Mér finnst eins og allt úr fortíðinni hafi leitt mig á þennan stað. Ég tók á sínum tíma BS gráðu í ferðamálafræði og hef alltaf stefnt á að byggja eitthvað upp í þessu þorpi því það er orðið heldur dauft. Yfir vetrartímann búa þar 280 manns en á sumrin fyllist allt af lífi og mikið fjör á götum úti. Þetta er eins spænskt þorp og hægt er að komast í. Konurnar sitja úti í hnésokkunum sínum að brjóta möndlur eða búa geitaost. Geiturnar ganga frjálsar um og allt hér er friðað. Ég hef alltaf horft á þennan stað sem falda perlu og ég skil ekki af hverju Íslendingar fara ekki frekar á svona stað heldur en hefðbundinn ferðamannastað. Þetta er í raun eins og að ganga inn í gamla bíómynd. María segir Lugros eina af földustu perlum Evrópu og furðar sig á því að Íslendingar sæki ekki frekar í slíkar slóðir en almenna ferðamannastaði. aðsend Bloggið alltaf með spænskum undirtóni Annar þáttur í því að mér finnst eins og þetta hafi verið skrifað í skýin er sú staðreynd að bloggið mitt hefur alltaf verið með spænskum undirtóni. Ég hef bæði deilt spænskum uppskriftum og sýnt frá þorpinu mínu. Ég veit að Íslendingar hafa komið hingað út af blogginu mínu og fundist þetta æðislegt. Vinur minn orðaði þetta svo fallega: Það er eins og þú sért búin að vera sá fræjum og nú fer blómið að blómstra. María segist alltaf hafa upplifað sig hálf utangarðs en sé núna loksins að verða heil. aðsend Ætlar að nefna húsið í höfuðið á henni Fram að þessu hefur mér fundist ég vera svo klofin, hálf íslensk og hálf spænsk. Alltaf upplifað mig sem utangarðs, bæði á Spáni og Íslandi. Með því að eiga þetta hús sem ég ætla að nefna House of Glory eða La Casa de Gloria, líður mér eins og ég sé að verða loksins heil og hafi jafnan aðgang að báðum þessum heimum. Það er allt að smella og góðir tímar framundan. Ég ætla auðvitað að leyfa fylgjendum að fylgjast með og ég held að þetta hús eigi eftir að verða algjörlega gordjöss. Íslendingar eiga klárlega eftir að vilja koma hingað.“ María segist þakklát fyrir fólkið sem mætir óumbeðið og aðstoðar við framkvæmdirnar. aðsend Þaulvön þegar kemur að húsnæðisframkvæmdum Sjálf er María þaulvön að taka húsnæði í gegn eftir að hafa tekið tvö síðustu heimili sín í nefið undir vökulum augum fylgjenda sinna. Kannski er allt þegar þrennt er því nú hefur hún hafist handa á nýju og brýtur niður veggi og innréttingar af miklum móð, spænskum kynsystrum sínum til mikillar furðu. „Ég ákvað að koma að þessu sinni út með tvö yngstu börnin mín og það hefur verið brjálæði því öll pappírsvinna hér tekur helmingi lengri tíma en heima. Hundrað stimplar og Spánverjar reyna að flækja allt eins og þeir geta. Bráðláta ég tók það auðvitað ekki í mál og græjaði alla pappíra á tveimur vikum heima á Íslandi og náði að klára kaupin á mettíma miðað við Spán svo núna er ég hér og er ég að standa í framkvæmdum. Ég reif alla eldhúsinnréttinguna niður, flísarnar á veggjunum og er í raun að taka húsið í nefið. Ein míns liðs. En það dásamlega við að eiga stóra spænska fjölskyldu er að svo var bankað á hurðina hjá mér þar sem maður frænku minnar og öll hans fjölskylda, sem telur marga, var mætt til að hjálpa mér að brjóta niður veggi eftir kúnstarinnar reglum. Þetta er svo fallegt því þennan hluta fjölskyldunnar hitti ég svo sjaldan en samt eru þau mætt að hjálpa mér. Fjölskyldan sem ég hef alla mína tíð misst af er allt í einu hér.“ María hélt á dögunum afmæli fyrir son sinn í húsinu og segir hún þau hafa átt yndislegan tíma þrátt fyrir að hafa aldrei verið eins þreytt. „Ég er að frá tíu á morgnanna til fimm á nóttunni. Eflaust er það hættulega erfitt en allt þess virði og ég get ekki beðið eftir komandi ævintýrum. María er spennt fyrir komandi ævintýrum á Spáni.aðsend Þorpsbúar eru skiljanlega forvitnir um það hver keypti húsið og ég finn að konurnar fylgjast furðulostnar með vinnugallaklæddri konu með hjálm og stóran hamar. Þær þekkja þetta ekki enda eru þær bara heima að elda og hugsa um mennina sína. Það samgleðjast mér allir hér engu að síður og fjölskyldan í skýjunum að húsið haldist áfram innan fjölskyldunnar.“ Hún bauð mig velkomna María er sem fyrr segir forlagatrúar og segist sannfærð um að húsið hafi alltaf átt að enda hjá sér. Það fékk hún staðfest hjá Sýslumanni þegar hún hitti í fyrsta skipti systur Gloríu sem sagðist ekki hafa viljað selja húsið fyrr en nú. „Hún sagðist ekki hafa viljað sjá það í höndunum á neinum nema mér. Það þótti mér vænt um að heyra.“ Gloría í kjólnum góða, þeim sama og María á mynd af sér í 30 árum áður en Gloría dó. aðsend Minningin um Gloríu lifir greinilega í huga Maríu sem hefur alla tíð legið á einni ljósmynd sem Gloría tók af henni 13 ára, sitjandi í stiganum í húsinu klædd kjól af Gloríu. Sjálf hefur María ekki séð neina ljósmynd af Gloríu og því kom það henni verulega á óvart í miðjum framkvæmdum á húsinu að finna heilan poka af ljósmyndum. Brot af þeim myndum sem María fann í pokanum góða af Gloríu frænku sinni. aðsend „Þetta voru allt myndir af henni, faldar undir búðarkassa og á einni myndanna er hún klædd í sama kjólinn og ég var í á myndinni. Ég trúi því að þetta séu skilaboð frá henni um að hún sé ánægð með að ég hafi keypt húsið og sé í raun að bjóða mig velkomna.“
Tímamót Ferðalög Hús og heimili Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Gjörbreyttu húsi sínu á Álftanesinu Bloggarinn og áhrifavaldurinn María Gomez hefur alveg slegið í gegn með síðu sínar paz.is og á Instagram en þar eru hún með tugir þúsunda fylgjenda. 26. nóvember 2021 10:31 Fyrir og eftir: María Gomez komin í nýja húsið í Garðabænum Í síðustu viku skellti Vala Matt sér og skoðaði heimili hjá bloggaranum vinsæla Maríu Gomez í Íslandi í dag. 3. desember 2021 10:31 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Gjörbreyttu húsi sínu á Álftanesinu Bloggarinn og áhrifavaldurinn María Gomez hefur alveg slegið í gegn með síðu sínar paz.is og á Instagram en þar eru hún með tugir þúsunda fylgjenda. 26. nóvember 2021 10:31
Fyrir og eftir: María Gomez komin í nýja húsið í Garðabænum Í síðustu viku skellti Vala Matt sér og skoðaði heimili hjá bloggaranum vinsæla Maríu Gomez í Íslandi í dag. 3. desember 2021 10:31