Hótelfasteignamarkaðurinn Erna Mist skrifar 17. ágúst 2023 12:31 Kenningarlega séð eru heimili og hótelherbergi andstæð fyrirbæri. Heimili er staður sem litast af þeim sem þar býr, þar sem íbúinn velur innbúið í samræmi við sinn smekk og klæðir rýmið að innan með nærveru sinni sem leiðir til þess að íbúðin verði eins konar fagurfræðileg framlenging af honum sjálfum; en hótelherbergi eru tilbúin og fyrirskipuð rými sem mótast ekki af nærveru manns með tímanum heldur núllstillast á hverjum degi þegar þau eru þrifin og enduruppröðuð til að líta nákvæmlega eins út og daginn áður. Á meðan heimilið þróast helst hótelherbergið eins - heimili afhjúpa tímann á meðan hótelherbergi afneita honum. Heimilið er persónulegt tjáningarform á meðan hótelherbergið útrýmir öllu persónulegu. Verandi skammtímadvalarstaður er eðlilegt að hótelherbergi séu þröng rými sem skipta sér ekki endilega upp í borðstofu, setustofu, herbergi og eldhús - en á langtímadvalarstöðum eins og heimilum er slík aðgreining rýma nauðsynleg ef maður vill ekki búa við langvarandi innilokunarkennd. Í nútímasamfélagi þjóna heimili og hótelherbergi hvort um sig mikilvægum tilgangi, en vandamálið skapast þegar þessi tvö fyrirbæri renna í eitt og verða að einum og sama hlutnum. Hvernig má það vera að svo stórt hlutfall nýbygginga borgarinnar samanstandi af þröngum, kassalaga íbúðum sem enginn vill búa í? Sumir segja að slíkt fyrirkomulag uppfylli þær nútímalegu kröfur sem fólksfjölgun framtíðar kalli á, en mig grunar að slík framtíðarspá sé einungis afsökun stjórnvalda til að réttlæta uppbyggingu á túristaleiguíbúðum í stað þess að byggja íbúðir fyrir fólkið í landinu því bersýnilega eiga þessar íbúðir ekki að vera heimili - heldur hótelherbergi. Borgaryfirvöld státa sig reglulega af því að byggja sérstakar íbúðir fyrir fyrstukaupendur - en hvað ef skilvirkasta úrræðið fyrir fyrstukaupendur sé ekki að byggja sérstaklega fyrir þá, heldur byggja stærri og veglegri íbúðir fyrir þá sem vilja stækka við sig svo fyrstukaupendur geti flutt inn í húsnæðið sem losnar? Fyrstukaupendur myndu þá ekki flytja inn í glænýjar íbúðir, en með öllum líkindum yrðu þær rúmbetri og fallegri og líklegri til að uppfylla þau dagsbirtuskilyrði sem andlegt heilsufar kallar á. Enginn ætti að festa kaup á íbúðareign til þess eins að búa á hótelherbergi. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Kenningarlega séð eru heimili og hótelherbergi andstæð fyrirbæri. Heimili er staður sem litast af þeim sem þar býr, þar sem íbúinn velur innbúið í samræmi við sinn smekk og klæðir rýmið að innan með nærveru sinni sem leiðir til þess að íbúðin verði eins konar fagurfræðileg framlenging af honum sjálfum; en hótelherbergi eru tilbúin og fyrirskipuð rými sem mótast ekki af nærveru manns með tímanum heldur núllstillast á hverjum degi þegar þau eru þrifin og enduruppröðuð til að líta nákvæmlega eins út og daginn áður. Á meðan heimilið þróast helst hótelherbergið eins - heimili afhjúpa tímann á meðan hótelherbergi afneita honum. Heimilið er persónulegt tjáningarform á meðan hótelherbergið útrýmir öllu persónulegu. Verandi skammtímadvalarstaður er eðlilegt að hótelherbergi séu þröng rými sem skipta sér ekki endilega upp í borðstofu, setustofu, herbergi og eldhús - en á langtímadvalarstöðum eins og heimilum er slík aðgreining rýma nauðsynleg ef maður vill ekki búa við langvarandi innilokunarkennd. Í nútímasamfélagi þjóna heimili og hótelherbergi hvort um sig mikilvægum tilgangi, en vandamálið skapast þegar þessi tvö fyrirbæri renna í eitt og verða að einum og sama hlutnum. Hvernig má það vera að svo stórt hlutfall nýbygginga borgarinnar samanstandi af þröngum, kassalaga íbúðum sem enginn vill búa í? Sumir segja að slíkt fyrirkomulag uppfylli þær nútímalegu kröfur sem fólksfjölgun framtíðar kalli á, en mig grunar að slík framtíðarspá sé einungis afsökun stjórnvalda til að réttlæta uppbyggingu á túristaleiguíbúðum í stað þess að byggja íbúðir fyrir fólkið í landinu því bersýnilega eiga þessar íbúðir ekki að vera heimili - heldur hótelherbergi. Borgaryfirvöld státa sig reglulega af því að byggja sérstakar íbúðir fyrir fyrstukaupendur - en hvað ef skilvirkasta úrræðið fyrir fyrstukaupendur sé ekki að byggja sérstaklega fyrir þá, heldur byggja stærri og veglegri íbúðir fyrir þá sem vilja stækka við sig svo fyrstukaupendur geti flutt inn í húsnæðið sem losnar? Fyrstukaupendur myndu þá ekki flytja inn í glænýjar íbúðir, en með öllum líkindum yrðu þær rúmbetri og fallegri og líklegri til að uppfylla þau dagsbirtuskilyrði sem andlegt heilsufar kallar á. Enginn ætti að festa kaup á íbúðareign til þess eins að búa á hótelherbergi. Höfundur er listmálari.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun