Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. ágúst 2023 18:23 Þröstur segir að Skógræktin muni gera eindregna tillögu um að aðrar trjáplöntur verði gróðursettar í staðinn fyrir hávaxin tré. Magnús Hlynur Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. „Við myndum leggja til mótvægisaðgerðir. Að gerð yrði áætlun um að gróðursett yrðu lágvaxnari tegundir í staðinn,“ segir Þröstur. Ef fella á tré á meira en hálfum hektara lands þarf Skógræktin að gefa leyfi. Aðspurður um hvort að Skógræktin myndi gera þetta að kröfu jánkar Þröstur því. Það er að segja að Skógræktin myndi gera þetta að „eindreginni tillögu.“ Borgarbúar vilji skóg í Öskjuhlíð Eins og fram kom í dag hefur ISAVIA krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíðinni verði felld vegna flugöryggissjónarmiða. Þetta eru elstu og hæstu trén sem standa á suðvestur hluta hlíðarinnar. Reykjavíkurborg hefur þegar grisjað vel á annað hundrað tré en er treg til að fella svo mörg til viðbótar. „Trén skapa skjól og trén skapa umhverfi fyrir fólk. Íbúar Reykjavíkurborgar vilja hafa þetta svæði sem útivistarsvæði. Ef stór hluti trjánna yrði felldur í einu myndi svæðið líta út eins og rjúkandi rúst,“ segir Þröstur. Hann segir að verðmæti trjánna í Öskjuhlíðinni séu fyrst og fremst fólgin í útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Vissulega sé einnig kolefnisbinding í þeim en það sé þó ekki stóra málið í þessu samhengi. Svæðið sé ekki það stórt. Reynir og fura í staðinn Þröstur segir að Skógræktin muni gefa ráð og álit ef eftir því verði leitað. Hann telur ekki rétt að ganga lengra en þurfi gagnvart skóginum í Öskjuhlíð og segir gott að Reykjavíkurborg sé treg til að fella trén. Hins vegar segist hann skilja vel að það þurfi að fást við öryggisatriði þegar komi að flugi. „Ég geri ráð fyrir að mestu vandamálin séu vegna sitkagrenis og kannski Alaska-aspar. Það eru þær tegundir sem verða hæstar. Það er fullt af trjátegundum sem verða ekki svona há,“ segir Þröstur. Nefnir hann til dæmis birki og ýmsar tegundir af reynivið og furu. „Það er allt mögulegt til til að búa til fjölbreyttan útivistarskóg. En þá þarf einhver að gróðursetja hann,“ segir Þröstur. Ekki sé rétt að fella allt saman í einu heldur fella hluta og gróðursetja í eyðurnar. Svo, einhverjum árum seinna, fella annan hluta og gróðursetja þar og svo koll af kolli. Gera þurfi áætlun til langrar framtíðar um skóglendið í Öskjuhlíð. Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Tré Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Sjá meira
„Við myndum leggja til mótvægisaðgerðir. Að gerð yrði áætlun um að gróðursett yrðu lágvaxnari tegundir í staðinn,“ segir Þröstur. Ef fella á tré á meira en hálfum hektara lands þarf Skógræktin að gefa leyfi. Aðspurður um hvort að Skógræktin myndi gera þetta að kröfu jánkar Þröstur því. Það er að segja að Skógræktin myndi gera þetta að „eindreginni tillögu.“ Borgarbúar vilji skóg í Öskjuhlíð Eins og fram kom í dag hefur ISAVIA krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíðinni verði felld vegna flugöryggissjónarmiða. Þetta eru elstu og hæstu trén sem standa á suðvestur hluta hlíðarinnar. Reykjavíkurborg hefur þegar grisjað vel á annað hundrað tré en er treg til að fella svo mörg til viðbótar. „Trén skapa skjól og trén skapa umhverfi fyrir fólk. Íbúar Reykjavíkurborgar vilja hafa þetta svæði sem útivistarsvæði. Ef stór hluti trjánna yrði felldur í einu myndi svæðið líta út eins og rjúkandi rúst,“ segir Þröstur. Hann segir að verðmæti trjánna í Öskjuhlíðinni séu fyrst og fremst fólgin í útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Vissulega sé einnig kolefnisbinding í þeim en það sé þó ekki stóra málið í þessu samhengi. Svæðið sé ekki það stórt. Reynir og fura í staðinn Þröstur segir að Skógræktin muni gefa ráð og álit ef eftir því verði leitað. Hann telur ekki rétt að ganga lengra en þurfi gagnvart skóginum í Öskjuhlíð og segir gott að Reykjavíkurborg sé treg til að fella trén. Hins vegar segist hann skilja vel að það þurfi að fást við öryggisatriði þegar komi að flugi. „Ég geri ráð fyrir að mestu vandamálin séu vegna sitkagrenis og kannski Alaska-aspar. Það eru þær tegundir sem verða hæstar. Það er fullt af trjátegundum sem verða ekki svona há,“ segir Þröstur. Nefnir hann til dæmis birki og ýmsar tegundir af reynivið og furu. „Það er allt mögulegt til til að búa til fjölbreyttan útivistarskóg. En þá þarf einhver að gróðursetja hann,“ segir Þröstur. Ekki sé rétt að fella allt saman í einu heldur fella hluta og gróðursetja í eyðurnar. Svo, einhverjum árum seinna, fella annan hluta og gróðursetja þar og svo koll af kolli. Gera þurfi áætlun til langrar framtíðar um skóglendið í Öskjuhlíð.
Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Tré Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Sjá meira