Reykjavíkurborg hafi eitt ár til að fella skóginn Kristinn Haukur Guðnason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 17. ágúst 2023 21:00 Sigrún Björk segir að flugmenn hafi oft flaggað hættunni í aðflugi vegna hárra trjáa í Öskjuhlíð. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum. „Við höfum ár,“ segir Sigrún Björk. „Við höfum mjög skamman tíma til þess að bregðast við þessu vegna þess hversu hátt þetta er orðið og er farið að skaga upp í þá fleti sem samkvæmt alþjóðareglum mega engar hindranir vera á. Þess vegna þarf borgina að bregðast við þessu.“ ISAVIA sendi bréf til Reykjavíkurborgar í sumar og krafðist þess að 2.900 tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld, um þriðjungur skógarins. En skógurinn nýtur verndar sem borgargarður í Reykjavík og er á Náttúruminjaskrá. Sigrún Björk segir að flugmenn hafi oft lýst erfiðum aðstæðum við aðflugið vegna hárra trjáa. „Við sendum erindi til borgarinnar til að hefja samtalið um þær leiðir sem færar eru til að bæta flugöryggi í nágrenni Reykjavíkurflugvallar,“ segir Sigrún Björk. „Hæðin á Öskjuhlíð er orðin að mjög hárri hindrun og veldur því að aðflugið að þessari flugbraut er orðið mjög bratt. Það bratt að sumar tegundir loftfara geta ekki flogið þangað.“ Margt þrengir að flugvellinum Þá segir hún að fleiri þættir þrengi að flugvellinum. Meðal annars uppbygging í Skerjafirði og Fossvogsbrúin. „Þar verða kranar settir í aðflugsstefnu norður-suðurbrautarinnar og þeir munu líka hafa áhrif á aðflug að þeirri braut. Þá erum við að gelda tvær brautir á þessum velli,“ segir Sigrún Björk. „Við erum kominn í ómöguleika með Reykjavíkurflugvöll ef þessi flugbraut verður ónothæf.“ Hægt að gróðursetja lágvaxnari tegundir Málið er nú tekið fyrir hjá umhverfis og skipulagsnefnd en hingað til hefur Reykjavíkurborg verið treg til að fella tré í Öskjuhlíðinni. Þó hafa hátt í 200 tré verið felld á undanförnum árum vegna Reykjavíkurflugvallar. „Þær myndir sem hafa verið unnar eru kannski svolítið villandi,“ segir Sigrún Björk um teikningar af því svæði sem þarf að fella á að mati ISAVIA. „Því þarna er hægt að setja til að mynda birki eða reynivið eða aðrar trjátegundir sem eru lágvaxnari og seinvaxnari en þessi flottu grenitré.“ Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Fréttir af flugi Umferðaröryggi Tré Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Við höfum ár,“ segir Sigrún Björk. „Við höfum mjög skamman tíma til þess að bregðast við þessu vegna þess hversu hátt þetta er orðið og er farið að skaga upp í þá fleti sem samkvæmt alþjóðareglum mega engar hindranir vera á. Þess vegna þarf borgina að bregðast við þessu.“ ISAVIA sendi bréf til Reykjavíkurborgar í sumar og krafðist þess að 2.900 tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld, um þriðjungur skógarins. En skógurinn nýtur verndar sem borgargarður í Reykjavík og er á Náttúruminjaskrá. Sigrún Björk segir að flugmenn hafi oft lýst erfiðum aðstæðum við aðflugið vegna hárra trjáa. „Við sendum erindi til borgarinnar til að hefja samtalið um þær leiðir sem færar eru til að bæta flugöryggi í nágrenni Reykjavíkurflugvallar,“ segir Sigrún Björk. „Hæðin á Öskjuhlíð er orðin að mjög hárri hindrun og veldur því að aðflugið að þessari flugbraut er orðið mjög bratt. Það bratt að sumar tegundir loftfara geta ekki flogið þangað.“ Margt þrengir að flugvellinum Þá segir hún að fleiri þættir þrengi að flugvellinum. Meðal annars uppbygging í Skerjafirði og Fossvogsbrúin. „Þar verða kranar settir í aðflugsstefnu norður-suðurbrautarinnar og þeir munu líka hafa áhrif á aðflug að þeirri braut. Þá erum við að gelda tvær brautir á þessum velli,“ segir Sigrún Björk. „Við erum kominn í ómöguleika með Reykjavíkurflugvöll ef þessi flugbraut verður ónothæf.“ Hægt að gróðursetja lágvaxnari tegundir Málið er nú tekið fyrir hjá umhverfis og skipulagsnefnd en hingað til hefur Reykjavíkurborg verið treg til að fella tré í Öskjuhlíðinni. Þó hafa hátt í 200 tré verið felld á undanförnum árum vegna Reykjavíkurflugvallar. „Þær myndir sem hafa verið unnar eru kannski svolítið villandi,“ segir Sigrún Björk um teikningar af því svæði sem þarf að fella á að mati ISAVIA. „Því þarna er hægt að setja til að mynda birki eða reynivið eða aðrar trjátegundir sem eru lágvaxnari og seinvaxnari en þessi flottu grenitré.“
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Fréttir af flugi Umferðaröryggi Tré Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira