Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. ágúst 2023 07:17 Yfirmaður almannavarna á Maui, Herman Andaya, hefur sagt af sér í skugga skandals. AP/Mike Householder Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað. Herman Andaya, sem hafði enga fyrri reynslu af almannavörnum, hefur sagt starfi sínu lausu og segir það vera af heilsufarsástæðum. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvarðanir sínar. Að minnsta kosti 111 eru látnir eftir að bærinn Lahaina og nágrenni hans urðu fyrir barðinu á gróðureldum og eru fjölda fólks enn saknað. Háþróað viðvörunarkerfi Maui, sem inniheldur 80 sírenur á eyjunni, er prófað fyrsta dag hvers mánaðar. Íbúar Lahaina eru því vanir að heyra einnar mínútu sírenuvæl mánaðarlega. Viðvörunarkerfið er hannað til að vara fólk við þegar náttúruhamfarir á borð við flóðbylgjur ber að garði. Hins vegar þegar gróðureldarnir kviknuðu 8. ágúst og lögðu Lahaina í rúst heyrðist ekkert í sírenunum. Hélt að sírenurnar myndu gera ógagn Á miðvikudag sagði Andaya að hann sæi ekkert eftir þeirri ákvörðun að kveikja ekki á sírenunum. Hann sagðist hafa óttast að ef kveikt yrði á sírenunum, sem eru yfirleitt notaðar vegna flóðbylgja, þá hefði fólk flúið ofar á eyjunni, beint í fangið á gróðureldunum. Íbúar Lahaina hafa gagnrýnt þessa yfirlýsingu. Sírenurnar hefðu gefið fólki mikilvæga aðvörun vegna yfirvofandi hættu. Daginn sem eldarnir kviknuðu voru margir íbúar Lahaina án rafmagns vegna kröftugra vinda frá fellibylnum Dóru. Aðvörunarskilaboð sem almannavarnir sendu með sms komust heldur ekki til skila til allra þar sem símasamband lá niðri víða. „Það hefði átt að kveikja á sírenunum, sagði hin tvítuga Sherlyn Pedroza í samtali við BBC en hún missti fjölskyldu sína í eldunum. „Það hefði að minnsta kosti varað einhverja við sem voru fastir heima, það var enginn í vinnu og enginn í skóla,“ sagði Pedroza. Sírenurnar hefðu komið fólki út úr húsum þeirra. Gróðureldar Bandaríkin Tengdar fréttir Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23 Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Herman Andaya, sem hafði enga fyrri reynslu af almannavörnum, hefur sagt starfi sínu lausu og segir það vera af heilsufarsástæðum. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvarðanir sínar. Að minnsta kosti 111 eru látnir eftir að bærinn Lahaina og nágrenni hans urðu fyrir barðinu á gróðureldum og eru fjölda fólks enn saknað. Háþróað viðvörunarkerfi Maui, sem inniheldur 80 sírenur á eyjunni, er prófað fyrsta dag hvers mánaðar. Íbúar Lahaina eru því vanir að heyra einnar mínútu sírenuvæl mánaðarlega. Viðvörunarkerfið er hannað til að vara fólk við þegar náttúruhamfarir á borð við flóðbylgjur ber að garði. Hins vegar þegar gróðureldarnir kviknuðu 8. ágúst og lögðu Lahaina í rúst heyrðist ekkert í sírenunum. Hélt að sírenurnar myndu gera ógagn Á miðvikudag sagði Andaya að hann sæi ekkert eftir þeirri ákvörðun að kveikja ekki á sírenunum. Hann sagðist hafa óttast að ef kveikt yrði á sírenunum, sem eru yfirleitt notaðar vegna flóðbylgja, þá hefði fólk flúið ofar á eyjunni, beint í fangið á gróðureldunum. Íbúar Lahaina hafa gagnrýnt þessa yfirlýsingu. Sírenurnar hefðu gefið fólki mikilvæga aðvörun vegna yfirvofandi hættu. Daginn sem eldarnir kviknuðu voru margir íbúar Lahaina án rafmagns vegna kröftugra vinda frá fellibylnum Dóru. Aðvörunarskilaboð sem almannavarnir sendu með sms komust heldur ekki til skila til allra þar sem símasamband lá niðri víða. „Það hefði átt að kveikja á sírenunum, sagði hin tvítuga Sherlyn Pedroza í samtali við BBC en hún missti fjölskyldu sína í eldunum. „Það hefði að minnsta kosti varað einhverja við sem voru fastir heima, það var enginn í vinnu og enginn í skóla,“ sagði Pedroza. Sírenurnar hefðu komið fólki út úr húsum þeirra.
Gróðureldar Bandaríkin Tengdar fréttir Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23 Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23
Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11