Þakkir til fuglanna Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 08:31 Hvað er það eiginlega með fugla? Í allt sumar eru fuglar búnir að elta mig og eiginlega fyrr því í febrúar/mars verpti að venju krumma par upp á þaki. Eggjunum var því miður fórnað nú í ár með vindkviðu en samt komu krummarnir í heimsókn í síðustu viku til að kveðja. Ég veit ekki hvað það er með fugla. Ég hef aldrei velt þeim sérstaklega fyrir mér en nú í ár þá tek ég eftir þeim alls staðar og þykir svo vænt um þá. En þeir kunna nú líka að skilja eftir sig merki. Ég var ekki fyrr búin að þrífa pallinn og mála, að ég þurfti að þrífa pallinn aftur. Nýbúin þá að þrífa bílinn sem var svolítið mikið útataður. Og meðan ég var að bölsóttast yfir þeim örlögum að vera alltaf að þrífa eftir fuglana kom yfir mig ljósaperustund, svona ring, ding, ding stund. Ég meina ef ég er svona ánægð með fuglana, af hverju var ég þá að pirrast yfir nokkrum handartökum við þrifin? Það fylgir öllu sem maður tekur að sér eitthvað bögg og vesen, en ef maður getur ekki fundið gleði og þakklæti yfir því sem maður er að áskotnast í staðinn, og tekist sáttur á við óumflýjanlega fylgifiska, þá er maður kannski á rangri braut í lífinu. Er það ekki? Þetta hugarfar hjálpar mér a.m.k. yfir trampandi fílana sem gera sig heimakomna á eggjastokkunum mínum akkúrat núna. Það er víst sagt að eftir því sem konur eru lengur á blæðingum, því unglegri eiga þær að verða þegar þær eldast. Svo núna tauta ég bara með mér, jájá komið fílar, komið bara, verið velkomnir og löðra svo svellköld castor olíu á magann og vel í naflann mér til að draga úr verkjunum. Topp ráð sem virkar. Verði ykkur að góðu. Takk fyrir lesturinn og megið þið njóta allra komandi einverustunda í umferðinni næstu vikur. Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Fuglar Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er það eiginlega með fugla? Í allt sumar eru fuglar búnir að elta mig og eiginlega fyrr því í febrúar/mars verpti að venju krumma par upp á þaki. Eggjunum var því miður fórnað nú í ár með vindkviðu en samt komu krummarnir í heimsókn í síðustu viku til að kveðja. Ég veit ekki hvað það er með fugla. Ég hef aldrei velt þeim sérstaklega fyrir mér en nú í ár þá tek ég eftir þeim alls staðar og þykir svo vænt um þá. En þeir kunna nú líka að skilja eftir sig merki. Ég var ekki fyrr búin að þrífa pallinn og mála, að ég þurfti að þrífa pallinn aftur. Nýbúin þá að þrífa bílinn sem var svolítið mikið útataður. Og meðan ég var að bölsóttast yfir þeim örlögum að vera alltaf að þrífa eftir fuglana kom yfir mig ljósaperustund, svona ring, ding, ding stund. Ég meina ef ég er svona ánægð með fuglana, af hverju var ég þá að pirrast yfir nokkrum handartökum við þrifin? Það fylgir öllu sem maður tekur að sér eitthvað bögg og vesen, en ef maður getur ekki fundið gleði og þakklæti yfir því sem maður er að áskotnast í staðinn, og tekist sáttur á við óumflýjanlega fylgifiska, þá er maður kannski á rangri braut í lífinu. Er það ekki? Þetta hugarfar hjálpar mér a.m.k. yfir trampandi fílana sem gera sig heimakomna á eggjastokkunum mínum akkúrat núna. Það er víst sagt að eftir því sem konur eru lengur á blæðingum, því unglegri eiga þær að verða þegar þær eldast. Svo núna tauta ég bara með mér, jájá komið fílar, komið bara, verið velkomnir og löðra svo svellköld castor olíu á magann og vel í naflann mér til að draga úr verkjunum. Topp ráð sem virkar. Verði ykkur að góðu. Takk fyrir lesturinn og megið þið njóta allra komandi einverustunda í umferðinni næstu vikur. Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar