Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Keflavík 2-1 | Ágúst Eðvald sá um gestina Þorsteinn Hjálmsson skrifar 20. ágúst 2023 20:30 Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson heldur um Ágúst Eðvald Hlynsson sem skoraði bæði mörk Blika í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Breiðablik mætti Keflavík í kvöld í 20. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 2-1 sigri heimamanna þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði bæði mörk Blika. Fyrsta færi leiksins kom strax á 3. mínútu þegar Jason Daði dansaði í gegnum vörn Keflavíkur og komst einn gegn Mathias Rosenorn sem sá þó við honum. Eins og við mátti búast héldu Blikar miklu meira í boltann og gestirnir spiluðu þéttan varnarleik. Keflvíkingar nýttu þó hvert tækifæri til þess að æða fram í skyndisóknir. Fyrsta færi Keflavíkur var einmitt eftir eina slíka þegar Frans Elvarsson setti boltann yfir Anton Ara í marki Blika, en boltinn endaði ofan á marki heimamanna. Fyrsta mark leiksins kom eftir hálftíma leik þegar Ásgeir Helgi Orrason renndi boltanum inn fyrir vörn Keflavíkur á Ágúst Eðvald Hlynsson sem tók við boltanum og renndi sér svo á hann. Þaðan fór boltinn í varnarmann Keflavíkur og fram hjá Mathias Rosenorn og staðan orðin 1-0 fyrir Breiðablik. Markið dugði þó skammt því aðeins þrem mínútum síðar skoruðu Keflvíkingar. Eftir langt innkast barst boltinn á fjær svæðið þar sem Stefan Alexander Ljubicic stangaði boltann í mark heimamanna og allt orðið jafnt aftur. Skömmu síðar komst Oleksii Kovtun einn í gegnum vörn Breiðabliks eftir skyndisókn en skot hans flaut fram hjá markinu. Staðan 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var í eigu heimamanna sem lágu á Keflvíkingum. Skilaði það að lokum marki á 65. mínútu sem reyndist að lokum sigurmark leiksins. Gísli Eyjólfsson fékk þá boltann fyrir miðju marki gestanna og mundaði skotfótinn. Sindri Þór Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur, náði þó að tækla boltann frá Gísla. Þaðan barst þó boltinn á Ágúst Hlyn sem kom boltanum á milli fóta Mathias Rosenorn og í markið. Breiðablik spilaði eftir það mjög skynsamlega og leyfðu gestunum í raun aldrei að ógna forystu sinni. Á lokamínútum leiksins urðu Keflvíkingar manni færri. Edon Osmani felldi þá Kristófer Inga Kristinsson, sem kom inn á hjá heimamönnum í leiknum, þegar hann var sloppinn einn í gegn frá miðju eftir að Viktor Karl Einarsson hafði hreinsað frá marki Blika. Af hverju vann Breiðablik? Heimamenn voru töluvert betri í dag og hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk. Breiðablik hélt boltanum vel og kom sér í margar góðar stöður framarlega á vellinum. Keflvíkingar áttu þó flottan fyrri hálfleik en það dugði ekki í dag. Hverjir stóðu upp úr? Mathias Rosenorn, markvörður Keflavíkur, varði mjög vel í marki sinna manna og spilaði stóra rullu í skyndisóknum liðsins þó það hafi ekki skilað marki. Ágúst Eðvald Hlynsson, markaskorari Breiðabliks, var þó maður leiksins. Tvö mörk og heilt yfir góð frammistaða hjá Ágústi Eðvald sem eins og frægt er ógnaði með hraða sínum og krafti. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflavíkur í síðari hálfleik. Liðið komst ekki í neina skyndisókn í síðari hálfleik og náði aldrei að mynda sama usla í föstum leikatriðum líkt og í fyrri hálfleik. Hvað gerist næst? Breiðablik mætir FK Struga á fimmtudaginn í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Hefst leikurinn klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Næsti leikur Keflavíkur er botnbaráttuslagur gegn Frömmurum næsta sunnudag. Haraldur Freyr: Fannst við aldrei eiga séns Haraldur Freyr Guðmundsson (til vinstri)er þjálfari Keflavíkur í dag.Keflavík „Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var töluvert betri en sá seinni. Á endanum töpum við þó á móti miklu betra fótboltaliði í dag. Í raun og veru fannst mér við aldrei eiga séns,“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, að leik loknum. „Við eigum þó nokkur færi og mörk breyta leikjum. Ef við hefðum skorað úr þeim þá hefði þetta geta farið öðruvísi. Á löngum köflum erum við allt of langt frá mönnum, náum ekki að klukka þá og þeir eiga mjög auðvelt með að spila sig í gegnum okkur og hefðu getað skorað hæglega fleiri mörk í dag. Menn voru þó að leggja sig fram og börðust en það er bara áfram gakk og næsti leikur.“ Haraldi Frey fannst fyrst og fremst vanta upp á orkustigið hjá sínum mönnum í seinni hálfleik miðað við þann fyrri. „Mér fannst orkustigið ekki jafn hátt í byrjun seinni hálfleiksins eins og við vorum í byrjun leiksins, það vantaði aðeins upp á það. Þeir áttu svo auðvelt að komast í gegnum okkur og komast á bak við okkur og við vörðumst illa löngum boltum líka. Við vorum í smá ströggli.“ Næsti leikur Keflavíkur er gríðarlega mikilvægur þar sem liðið mætir Fram í botnbaráttuslag. „Það er stórleikur fyrir okkur næst á móti Fram á heimavelli og það er svona leikur sem að við verðum að vinna.“ Sami Kamel, besti leikmaður Keflavíkur á tímabilinu, var meiddur í dag og tók ekki þátt. Haraldur Freyr er vongóður um að hann verði með í næsta leik. „Við verðum að sjá hvernig vikan þróast. Hann fékk eitthvað aftan í lærið og treysti sér ekki hérna í dag, þannig að vonandi verður hann með okkur á móti Fram.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Keflavík ÍF
Breiðablik mætti Keflavík í kvöld í 20. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 2-1 sigri heimamanna þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði bæði mörk Blika. Fyrsta færi leiksins kom strax á 3. mínútu þegar Jason Daði dansaði í gegnum vörn Keflavíkur og komst einn gegn Mathias Rosenorn sem sá þó við honum. Eins og við mátti búast héldu Blikar miklu meira í boltann og gestirnir spiluðu þéttan varnarleik. Keflvíkingar nýttu þó hvert tækifæri til þess að æða fram í skyndisóknir. Fyrsta færi Keflavíkur var einmitt eftir eina slíka þegar Frans Elvarsson setti boltann yfir Anton Ara í marki Blika, en boltinn endaði ofan á marki heimamanna. Fyrsta mark leiksins kom eftir hálftíma leik þegar Ásgeir Helgi Orrason renndi boltanum inn fyrir vörn Keflavíkur á Ágúst Eðvald Hlynsson sem tók við boltanum og renndi sér svo á hann. Þaðan fór boltinn í varnarmann Keflavíkur og fram hjá Mathias Rosenorn og staðan orðin 1-0 fyrir Breiðablik. Markið dugði þó skammt því aðeins þrem mínútum síðar skoruðu Keflvíkingar. Eftir langt innkast barst boltinn á fjær svæðið þar sem Stefan Alexander Ljubicic stangaði boltann í mark heimamanna og allt orðið jafnt aftur. Skömmu síðar komst Oleksii Kovtun einn í gegnum vörn Breiðabliks eftir skyndisókn en skot hans flaut fram hjá markinu. Staðan 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var í eigu heimamanna sem lágu á Keflvíkingum. Skilaði það að lokum marki á 65. mínútu sem reyndist að lokum sigurmark leiksins. Gísli Eyjólfsson fékk þá boltann fyrir miðju marki gestanna og mundaði skotfótinn. Sindri Þór Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur, náði þó að tækla boltann frá Gísla. Þaðan barst þó boltinn á Ágúst Hlyn sem kom boltanum á milli fóta Mathias Rosenorn og í markið. Breiðablik spilaði eftir það mjög skynsamlega og leyfðu gestunum í raun aldrei að ógna forystu sinni. Á lokamínútum leiksins urðu Keflvíkingar manni færri. Edon Osmani felldi þá Kristófer Inga Kristinsson, sem kom inn á hjá heimamönnum í leiknum, þegar hann var sloppinn einn í gegn frá miðju eftir að Viktor Karl Einarsson hafði hreinsað frá marki Blika. Af hverju vann Breiðablik? Heimamenn voru töluvert betri í dag og hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk. Breiðablik hélt boltanum vel og kom sér í margar góðar stöður framarlega á vellinum. Keflvíkingar áttu þó flottan fyrri hálfleik en það dugði ekki í dag. Hverjir stóðu upp úr? Mathias Rosenorn, markvörður Keflavíkur, varði mjög vel í marki sinna manna og spilaði stóra rullu í skyndisóknum liðsins þó það hafi ekki skilað marki. Ágúst Eðvald Hlynsson, markaskorari Breiðabliks, var þó maður leiksins. Tvö mörk og heilt yfir góð frammistaða hjá Ágústi Eðvald sem eins og frægt er ógnaði með hraða sínum og krafti. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflavíkur í síðari hálfleik. Liðið komst ekki í neina skyndisókn í síðari hálfleik og náði aldrei að mynda sama usla í föstum leikatriðum líkt og í fyrri hálfleik. Hvað gerist næst? Breiðablik mætir FK Struga á fimmtudaginn í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Hefst leikurinn klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Næsti leikur Keflavíkur er botnbaráttuslagur gegn Frömmurum næsta sunnudag. Haraldur Freyr: Fannst við aldrei eiga séns Haraldur Freyr Guðmundsson (til vinstri)er þjálfari Keflavíkur í dag.Keflavík „Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var töluvert betri en sá seinni. Á endanum töpum við þó á móti miklu betra fótboltaliði í dag. Í raun og veru fannst mér við aldrei eiga séns,“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, að leik loknum. „Við eigum þó nokkur færi og mörk breyta leikjum. Ef við hefðum skorað úr þeim þá hefði þetta geta farið öðruvísi. Á löngum köflum erum við allt of langt frá mönnum, náum ekki að klukka þá og þeir eiga mjög auðvelt með að spila sig í gegnum okkur og hefðu getað skorað hæglega fleiri mörk í dag. Menn voru þó að leggja sig fram og börðust en það er bara áfram gakk og næsti leikur.“ Haraldi Frey fannst fyrst og fremst vanta upp á orkustigið hjá sínum mönnum í seinni hálfleik miðað við þann fyrri. „Mér fannst orkustigið ekki jafn hátt í byrjun seinni hálfleiksins eins og við vorum í byrjun leiksins, það vantaði aðeins upp á það. Þeir áttu svo auðvelt að komast í gegnum okkur og komast á bak við okkur og við vörðumst illa löngum boltum líka. Við vorum í smá ströggli.“ Næsti leikur Keflavíkur er gríðarlega mikilvægur þar sem liðið mætir Fram í botnbaráttuslag. „Það er stórleikur fyrir okkur næst á móti Fram á heimavelli og það er svona leikur sem að við verðum að vinna.“ Sami Kamel, besti leikmaður Keflavíkur á tímabilinu, var meiddur í dag og tók ekki þátt. Haraldur Freyr er vongóður um að hann verði með í næsta leik. „Við verðum að sjá hvernig vikan þróast. Hann fékk eitthvað aftan í lærið og treysti sér ekki hérna í dag, þannig að vonandi verður hann með okkur á móti Fram.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti