Vinnumálastofnun leigir Hótel Glym undir allt að áttatíu flóttamenn Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. ágúst 2023 09:55 Hótel Glymur er í Hvalfirðinum og heitir eftir samnefndum fossi. Hótel Glymur Vinnumálastofnun mun leigja Hótel Glym frá 1. október næstkomandi til hýsingar allt að áttatíu umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þetta segir í tilkynningu á vef Hvalfjarðarsveitar. Þar segir að samsetning hópsins liggi ekki enn fyrir en það skýrist á næstunni. Leigan hefst 1. október næstkomandi og er leigutími til átján mánaða að minnsta kosti en 24 mánaða í mesta lagi. Þá segir að Vinnumálastofnun hafi tekið yfir þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd 1. júlí árið 2022. Síðan þá hafi fjöldi í þjónustu stofnunarinnar þrefaldast og eru nú um 2.100 einstaklingar sem búa í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar. Spár stofnunarinnar gera ráð fyrir að eiga þurfi pláss fyrir um 4.500 umsækjendur í lok árs en allt að 5.500 ef hæstu spár ganga eftir. Boðað til kynningarfundar í haust Í tilkynningunni kemur fram að Vinnumálastofnun muni útvega og sjá um samgöngur milli Hótel Glyms og Akraness nokkrum sinnum í viku. Stofnunin er með samning við Rauða krossinn á Íslandi um virkni fyrir umsækjendur og óskað verður eftir slíkum úrræðum á staðinn. Stofnunin mun einnig kanna áhuga nærsamfélagsins á virkniúrræðum eða öðru sem gæti hentað inn í húsnæðið. Á haustmánuðum verður boðað til kynningarfundar þar sem íbúum Hvalfjarðarsveitar gefst tækifæri á að kynna sér málið frekar sem og að leita svara hjá forsvarsmönnum Vinnumálastofnunar við þeim spurningum sem upp kunna að koma tengdu málefninu. Tímasetning fundarins verður auglýst síðar. Tryggja framfærslu og nauðsynlega þjónustu Vinnumálastofnun veitir umsækjendum þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda meðan þeir bíða úrlausnar sinna mála hjá Útlendingastofnun. Stofnunin tryggir umsækjendum framfærslu, aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, sálfræðiþjónustu og félagsráðgjöf. Vinnumálastofnun er með samning við Öryggismiðstöðina og veitir fyrirtækið sólarhrings viðveru í öllu húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar. Það sé gert til að tryggja þjónustu og stuðning við þá sem dvelja í húsnæðinu hverju sinni og ef upp koma einhver atvik sé hægt að bregðast við hratt og vel. Þá kemur starfsmaður Vinnumálastofnunar jafnframt í húsnæðið tvisvar til fjórum sinnum í viku. Hvalfjarðarsveit Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Hvalfjarðarsveitar. Þar segir að samsetning hópsins liggi ekki enn fyrir en það skýrist á næstunni. Leigan hefst 1. október næstkomandi og er leigutími til átján mánaða að minnsta kosti en 24 mánaða í mesta lagi. Þá segir að Vinnumálastofnun hafi tekið yfir þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd 1. júlí árið 2022. Síðan þá hafi fjöldi í þjónustu stofnunarinnar þrefaldast og eru nú um 2.100 einstaklingar sem búa í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar. Spár stofnunarinnar gera ráð fyrir að eiga þurfi pláss fyrir um 4.500 umsækjendur í lok árs en allt að 5.500 ef hæstu spár ganga eftir. Boðað til kynningarfundar í haust Í tilkynningunni kemur fram að Vinnumálastofnun muni útvega og sjá um samgöngur milli Hótel Glyms og Akraness nokkrum sinnum í viku. Stofnunin er með samning við Rauða krossinn á Íslandi um virkni fyrir umsækjendur og óskað verður eftir slíkum úrræðum á staðinn. Stofnunin mun einnig kanna áhuga nærsamfélagsins á virkniúrræðum eða öðru sem gæti hentað inn í húsnæðið. Á haustmánuðum verður boðað til kynningarfundar þar sem íbúum Hvalfjarðarsveitar gefst tækifæri á að kynna sér málið frekar sem og að leita svara hjá forsvarsmönnum Vinnumálastofnunar við þeim spurningum sem upp kunna að koma tengdu málefninu. Tímasetning fundarins verður auglýst síðar. Tryggja framfærslu og nauðsynlega þjónustu Vinnumálastofnun veitir umsækjendum þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda meðan þeir bíða úrlausnar sinna mála hjá Útlendingastofnun. Stofnunin tryggir umsækjendum framfærslu, aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, sálfræðiþjónustu og félagsráðgjöf. Vinnumálastofnun er með samning við Öryggismiðstöðina og veitir fyrirtækið sólarhrings viðveru í öllu húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar. Það sé gert til að tryggja þjónustu og stuðning við þá sem dvelja í húsnæðinu hverju sinni og ef upp koma einhver atvik sé hægt að bregðast við hratt og vel. Þá kemur starfsmaður Vinnumálastofnunar jafnframt í húsnæðið tvisvar til fjórum sinnum í viku.
Hvalfjarðarsveit Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira