Í tilkynningu segir að auk eþss að vera íþróttastjóri muni Benedikt þjálfa Víkingaþreks- og Crossfittíma Mjölnis.
Bensi, eins og hann er oftast kallaður, er margreyndir keppnismaður en hann byrjaði að æfa í Mjölni þegar hann var 14 ára ásamt Halldóri tvíburabróðir sínum. Þeir sóttu fyrst MMA unglinganámskeið en færðu sig yfir í Víkingaþrekið og fundu sína fjöl þar.
Bensi hefur þjálfað Crossfit og þrektíma í sex ár en síðustu ár hefur hann verið þjálfari hjá Worldfit í World Class. Sem íþróttastjóri mun hann sjá um áframhaldandi uppbyggingu á Crossfitti og Víkingaþreki í Mjölni.
Bensi er með BS-gráðu í viðskiptafræði. Sambýliskona hans er Emilía Madeleine Heenen og eiga þau sjö mánaða gamla dóttur. Þá er hann einn af stjórnendum hlaðvarpsins Sterakastið,“ segir í tilkynningunni.