Vindmyllur í Þykkvabæ - Virkjunarleyfi þrátt fyrir forsendubrest? Gunnar A. Ólason skrifar 18. ágúst 2023 14:32 Eins og mörgum er kunnugt voru reistar tvær stórar vindmyllur um 140 metra frá þéttbýlismörkum Þykkvabæjar árið 2014. Um var að ræða "tilraunaverkefni til nokkurra ára" sem átti að vera að fullu afturkræft. Skemmst er frá því að segja að innan fárra ára frá uppsetningu kviknaði í báðum vindmyllunum, þær voru svo felldar með látum eins og frægt er orðið, en nú vilja nýir framkvæmdaraðilar (Arion banki og Qair í gegnum félagið Háblær) reisa nýjar vindmyllur á stoðum þeirra gömlu. Sækja þeir nú um nýtt virkjunarleyfi til 25 ára, eða til ársins 2048. Skipulagsferlið í upphaflegum aðdraganda málsins árið 2013 tók um 9 mánuði en algengt var að skipulagsferli sambærilegra verkefna í Skotlandi hafi tekið um 5-10 ár á þeim tíma. Lykilforsenda framkvæmdarinnar sem kynnt var fyrir íbúum í samráðsferlinu, bæði á fundi og í fjölmiðlum, var sú að um væri að ræða raforkuöflun sem átti að styðja fjárhagslega við atvinnulíf í Þykkvabæ en Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar, stærsti einstaki vinnustaðurinn í Þykkvabæ, átti með þessu að spara verulega fjármuni í rekstri vegna raforkukostnaðar með beinni tengingu við virkjunina á samliggjandi iðnaðarsvæði. Færa má rök fyrir því að sú lykilforsenda hafi náð að skapa meiri sátt í nærsamfélaginu en ella hefði orðið. Það er allavega mín upplifun og annarra. En svo gerðist það sem fáir vissu fyrr en eftir á. Eftir að formlegu skipulagsferli lauk og eftir að vindmyllurnar voru reistar, brást þessi lykilforsenda. Verksmiðjan fékk ekki beina tengingu við virkjunina. Virkjunarleyfið var engu að síður gefið út, byggingarleyfið var gefið út, allt á grundvelli deiliskipulags sem sótti stuðning sinn til nærsamfélagsins. Þögn er sama og samþykki ekki satt? En þögn og þegjandi samþykki nærsamfélagsins vegna þessarar framkvæmdar, var hún byggð á réttum upplýsingum? Ég segi nei. Upplýsingar um brostnar forsendur skorti á þeim tímapunkti sem þær urðu ljósar. Þetta mál og hvernig það er vaxið, hefur truflað mig árum saman. Mér finnst að rödd íbúa nærsamfélagsins í Þykkvabæ hafi aldrei fengið að heyrast almennilega miðað við raunverulegar forsendur málsins. Ekki fyrr en nýlega í viðhorfskönnun sem sveitarfélagið Rangárþing ytra lét gera. Af niðurstöðum viðhorfskönnunarinnar má draga þá ályktun að um tvöfalt fleiri íbúar í Þykkvabæ séu andvígir framkvæmdinni en fylgjandi henni. Þegar svo Orkustofnun auglýsti nýlega að verið væri að sækja um virkjunarleyfi til næstu 25 ára gat ég ekki lengur á mér setið og eftirfarandi eru athugasemdir mínar til stofnunarinnar. Ég deili þeim hér í von um að málið fái þá athygli sem það á skilið, og í þeirri von að Orkustofnun geri sér grein fyrir því að ef að nýtt virkjunarleyfi verður gefið út, þá er það gert á verulega vafasömum forsendum eins og ég reyni að gera skil í neðangreindum athugasemdum mínum. Ég hvet Orkustofnun til að íhuga vandlega hvaða áhrif nýtt virkjunarleyfi getur haft fyrir nærsamfélagið. Ég veit ekki hvort þessar athugasemdir mínar muni hafa einhver áhrif, en ég get þó allavega sagt að ég hafi reynt að koma öllum upplýsingum til skila til þeirra sem veita leyfi. "Vegna umsóknar um virkjunarleyfi: Vísað er til auglýsingar Orkustofnunar dags. 10. júlí 2023 vegna umsóknar Háblæs ehf. um virkjunarleyfi fyrir tvær 0,9 MW vindmyllur í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra. Undirritaður vill koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri við Orkustofnun: 1. Forsenda deiliskipulagsins, sem umrædd framkvæmd byggir á, gerði ráð fyrir því að Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar myndi nýta raforku beint frá vindrafstöðvunum. Í greinargerð deiliskipulagsins, sem virkjunin sækir heimildir sínar til, segir orðrétt: "Jarðstrengur verður lagður frá nyrðri spennistöðinni að þeirri syðri og áfram að spennistöð við Kartöfluverksmiðjuna, sem nýta mun orku frá vindrafstöðvunum. Umfram orka mun fara inn á dreifikerfi RARIK." Þessi forsenda var ekki og hefur ekki verið uppfyllt og kann grundvöllur deiliskipulagsins því að vera brostinn. Skorað er á Orkustofnun að; kanna ástæður þess að forsendan var ekki uppfyllt á sínum tíma. kanna hvenær í ljós kom að áður kynnt forsenda í greinargerð deiliskipulaginu yrði ekki uppfyllt. kanna hvort að forsendubresturinn hafi verið kynntur fyrir nærsamfélaginu í kjölfarið af hálfu framkvæmdaraðila og þá í framhaldi að taka afstöðu til þess, í samræmi við góða stjórnsýsluhætti, hvort að hægt sé að byggja nýtt virkjunarleyfi nú, á deiliskipulagi sem mögulega hefur ekki farið í gegnum lögformlegt samráðs- og kynningarferli við nærsamfélagið á sínum tíma. 2. Í aðdraganda þess að upphaflegar vindmyllur voru reistar í Þykkvabæ árið 2014 kom fram í blaðaviðtali við þáverandi sveitarstjóra Rangárþings ytra, Drífu Hjartardóttur, þann 6. mars 2013 að verkefnið væri hugsað "sem tilraunaverkefni til nokkurra ára og framkvæmdin [væri] að fullu afturkræf". Í núverandi umsókn um virkjunarleyfi tveggja vindmylla í Þykkvabæ kemur fram að sótt sé um virkjunarleyfi til 25 ára og að ekki sé gert ráð fyrir því að undirstöðurnar verði teknar niður að nýtingartíma loknum. Virkjunarleyfið sem sótt er um núna til 25 ára í viðbót brýtur því í bága við áður kynnt áform og þær forsendur sem gefnar voru í upphafi varðandi að um væri að ræða tilraunaverkefni til nokkurra ára og fulla afturkræfni framkvæmdarinnar. 3. Í sama blaðaviðtali frá 6. mars 2013 kemur fram í fyrirsögn fréttarinnar að vindmyllurnar séu "fyrir Kartöfluverksmiðjuna" og styður það rökstuðninginn hér á undan í fyrsta lið athugasemdanna um að í kynningar- og samráðsferli við nærsamfélagið hafi verið um orkuöflunarverkefni fyrir nærsamfélagið að ræða sem styrkti atvinnulíf sérstaklega á því tiltekna svæði. Það er því ítrekað hér í þessari athugasemd að um forsendubrest sé að ræða í þessu tiltekna verkefni sem ekki sé hægt að búa við og byggja önnur leyfi á að óbreyttu. 4. Í samþykktu deiliskipulagi frá 2013, kafla 3.4, er kvöð um "úttekt á hættu á áflugi farfugla, í samvinnu við viðurkenndar rannsóknarstofnanir, á fyrstu fimm árum rekstrartímans." Skorað er á Orkustofnun að kanna hvort að þessi kvöð hefur verið uppfyllt áður en til greina kemur að gefa út virkjunarleyfi. 5. Nýlega var gerð viðhorfskönnun að frumkvæði sveitarfélagsins Rangárþings ytra meðal íbúa í Þykkvabæ. Í henni kom fram að 32% íbúa innan 5 km frá staðsetningu vindmyllanna voru hlynntir framkvæmdinni en um 60% lýstu sig andvíga. Af niðurstöðum viðhorfskönnunarinnar má draga þá ályktun að um tvöfalt fleiri séu andvígir framkvæmdinni en fylgjandi henni. Skorað er á Orkustofnun að taka afstöðu til niðurstöðu þessarar viðhorfskönnunar og hvernig hún samræmist stefnu stjórnvalda um sjálfbærni í sátt við umhverfi, efnahag og samfélag. 6. Í nýlegum ummælum fyrrum formanns skipulagsnefndar sveitarfélagsins Rangárþings ytra í tilefni af niðurstöðum viðhorfskönnunar í Þykkvabæ um reisingu á nýjum vindmyllum kom m.a. fram: "Þess vegna var á sínum tíma tekin ákvörðun um að þetta gengi ekki. Enda höfðum við verið blekkt áður með því á sínum tíma að kartöfluverksmiðjan myndi fá ódýra (sic) rafmagn sem reyndust svo vera ósannindi."Er hann þar að öllum líkindum vísa til þess að blekkingum hafi verið beitt til að vinna að áformum um reisingu vindmylla í Þykkvabæ árið 2014. Sá sem fer með þessi ummæli var formaður skipulagsnefndar sveitarfélagsins Rangárþings ytra og aðalmaður í sveitarstjórn á þeim tíma sem vindmyllurnar voru fyrst reistar árið 2014. Því er ekki hægt að horfa framhjá því sem í ummælunum kemur fram að í skipulagferlinu hafi verið um blekkingar og ósannindi að ræða af hálfu framkvæmdaraðila. Skorað er á Orkustofnun að taka þessi atriði til greina. 7. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á því að reising vindmyllanna er í um 140 metra fjarlægð frá þéttbýlismörkum Þykkvabæjar. Engin fordæmi eru fyrir slíkri nálægð við þéttbýlismörk. Þessi nálægð vindorkuvers við þéttbýlið varðar öryggissjónarmið eins og dæmin sanna en olía fór yfir byggðina frá vélarhúsi þeirra vindmylla sem áður stóðu á sömu undirstöðum og sprengjubrot fór í gegnum hús við fellingu síðast. Orkustofnun er hvött til að kanna þessi dæmi og taka afstöðu til þess við veitingu leyfisins að öryggi íbúa sé tryggt í samræmi við öryggis- og umhverfisverndarráðstafanir með tilvísan í 4. gr. Raforkulaga. 8. Í umsögn Skipulags- og umferðarnefndar Rangárþings ytra frá 2. mars 2023 vegna tilkynningar framkvæmdaraðila um endurnýjun vindmyllanna í Þykkvabæ kemur fram að "Þó að greinargerðin með tilkynningu framkvæmdaraðila sé að mörgu leyti ítarleg og góð þá er það mat nefndarinnar að í greinargerðinni sé ekki tekið á öllum þeim atriðum sem fjalla þarf um í umhverfismatsskýrslu um áhrif framkvæmdanna. T.a.m. breyttum forsendum í tengslum við lýsingu deiliskipulags svæðisins er varðar áður fyrirhugaða nýtingu orkunnar sem upphaflegar vindmyllur áttu að framleiða og skuggaáhrifum á nærliggjandi byggð. Skipulagsnefnd metur það einnig svo að áformin séu ekki að fullu í samræmi við stefnumótum um nýtingu á vindorku í Rangárþingi ytra sem unnin var í skýrslu frá Eflu verkfræðistofu árið 2017 og varð hluti af aðalskipulagi Rangárþings ytra 2019. Má þar t.d. nefna viðmið um fjarlægð vindrafstöðva frá byggð og frístundasvæðum. Eitt af markmiðum umhverfismats framkvæmda er að tryggja aðkomu almennings að umhverfismati og samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. Skipulagsnefnd telur að heimamenn á hverjum stað búi yfir staðbundinni þekkingu á umhverfi og aðstæðum sem nýst getur við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna. Það er því mat skipulagsnefndar að þessi framkvæmd geti verið háð umhverfismati framkvæmda."Eins og ofangreind umsögn segir er framkvæmdin ekki í samræmi við stefnu sveitarfélagsins í vindorkumálum sem tilgreind er í aðalskipulagi þess. Skorað er á Orkustofnun að taka það til greina í málinu þar sem um nýtt leyfi er að ræða til 25 ára. Orkustofnun er hvött til að skoða og taka tillit til stefnu sveitarfélagsins í vindorkumálum við málsmeðferð í tengslum við umsóknina. 9. Í frétt Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins frá 13. júlí 2023 kemur fram að "umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp til að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar varðandi nýtingu vindorku, þ.á.m. um lagaumhverfi hennar og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum…Áhersla verði lögð á að vindorkuver byggist upp á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og flutningslínum, svo unnt verði að tryggja afhendingaröryggi og lágmarka umhverfisáhrif. Tekið er fram að mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu vindorkuvera og tillit sé tekið til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru; einnig að taka verði afstöðu til gjaldtöku fyrir slíka nýtingu."Skorað er á Orkustofnun að taka afstöðu til þess að hvort að ekki sé tilefni til að fresta útgáfu nýs virkjunarleyfis til 25 ára þangað til að óvissu verður eytt um lagaumhverfi á nýtingu á vindorku. Bent er á að í gildi er ótímabundið virkjunarleyfi á svæðinu sem gefið var út árið 2014 og er því sú ákvörðun að fresta útgáfu nýs virkjunarleyfis ekki íþyngjandi. 10. Orkustofnun er beðin um að ígrunda það sérstaklega og taka afstöðu til eftirfarandi spurningar við meðferð virkjunarleyfisumsóknarinnar. Spurningin hljóðar svo: "Hvers vegnavoru vindmyllurnar tvær árið 2013 settar svo nálægt þéttbýlinu í Þykkvabænum?". Svarið felst í innihaldi athugasemdar nr. 1 hér ofar. Tengja átti iðnaðarsvæði Kartöfluverksmiðjunnar í Þykkvabæ saman við iðnaðarsvæði vindmyllnanna og þannig átti verksmiðjan að tengja sig beint inn á virkjunina og umfram orka átti að fara inn á dreifikerfi RARIK eins og segir í greinargerð deiliskipulagsins og tilgreint er í athugasemd nr. 1. Orkustofnun er því beðin um að íhuga vel hvort að hægt sé að gefa út nýtt virkjunarleyfi á grundvelli deiliskipulagsins fyrst forsendur þess eru ekki til staðar. Orkustofnun er beðin um að kanna hvort að þessar brostnu forsendur lágu fyrir með opinberum hætti þegar eldra virkjunarleyfi var gefið út til Biokraft." Svo að það komi fram, þá er undirritaður almennt jákvæður fyrir vindmyllum, en þó ekki öllum vindmyllum allsstaðar. Höfundur býr á Hellu í Rangárþingi ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Orkumál Skipulag Rangárþing ytra Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Eins og mörgum er kunnugt voru reistar tvær stórar vindmyllur um 140 metra frá þéttbýlismörkum Þykkvabæjar árið 2014. Um var að ræða "tilraunaverkefni til nokkurra ára" sem átti að vera að fullu afturkræft. Skemmst er frá því að segja að innan fárra ára frá uppsetningu kviknaði í báðum vindmyllunum, þær voru svo felldar með látum eins og frægt er orðið, en nú vilja nýir framkvæmdaraðilar (Arion banki og Qair í gegnum félagið Háblær) reisa nýjar vindmyllur á stoðum þeirra gömlu. Sækja þeir nú um nýtt virkjunarleyfi til 25 ára, eða til ársins 2048. Skipulagsferlið í upphaflegum aðdraganda málsins árið 2013 tók um 9 mánuði en algengt var að skipulagsferli sambærilegra verkefna í Skotlandi hafi tekið um 5-10 ár á þeim tíma. Lykilforsenda framkvæmdarinnar sem kynnt var fyrir íbúum í samráðsferlinu, bæði á fundi og í fjölmiðlum, var sú að um væri að ræða raforkuöflun sem átti að styðja fjárhagslega við atvinnulíf í Þykkvabæ en Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar, stærsti einstaki vinnustaðurinn í Þykkvabæ, átti með þessu að spara verulega fjármuni í rekstri vegna raforkukostnaðar með beinni tengingu við virkjunina á samliggjandi iðnaðarsvæði. Færa má rök fyrir því að sú lykilforsenda hafi náð að skapa meiri sátt í nærsamfélaginu en ella hefði orðið. Það er allavega mín upplifun og annarra. En svo gerðist það sem fáir vissu fyrr en eftir á. Eftir að formlegu skipulagsferli lauk og eftir að vindmyllurnar voru reistar, brást þessi lykilforsenda. Verksmiðjan fékk ekki beina tengingu við virkjunina. Virkjunarleyfið var engu að síður gefið út, byggingarleyfið var gefið út, allt á grundvelli deiliskipulags sem sótti stuðning sinn til nærsamfélagsins. Þögn er sama og samþykki ekki satt? En þögn og þegjandi samþykki nærsamfélagsins vegna þessarar framkvæmdar, var hún byggð á réttum upplýsingum? Ég segi nei. Upplýsingar um brostnar forsendur skorti á þeim tímapunkti sem þær urðu ljósar. Þetta mál og hvernig það er vaxið, hefur truflað mig árum saman. Mér finnst að rödd íbúa nærsamfélagsins í Þykkvabæ hafi aldrei fengið að heyrast almennilega miðað við raunverulegar forsendur málsins. Ekki fyrr en nýlega í viðhorfskönnun sem sveitarfélagið Rangárþing ytra lét gera. Af niðurstöðum viðhorfskönnunarinnar má draga þá ályktun að um tvöfalt fleiri íbúar í Þykkvabæ séu andvígir framkvæmdinni en fylgjandi henni. Þegar svo Orkustofnun auglýsti nýlega að verið væri að sækja um virkjunarleyfi til næstu 25 ára gat ég ekki lengur á mér setið og eftirfarandi eru athugasemdir mínar til stofnunarinnar. Ég deili þeim hér í von um að málið fái þá athygli sem það á skilið, og í þeirri von að Orkustofnun geri sér grein fyrir því að ef að nýtt virkjunarleyfi verður gefið út, þá er það gert á verulega vafasömum forsendum eins og ég reyni að gera skil í neðangreindum athugasemdum mínum. Ég hvet Orkustofnun til að íhuga vandlega hvaða áhrif nýtt virkjunarleyfi getur haft fyrir nærsamfélagið. Ég veit ekki hvort þessar athugasemdir mínar muni hafa einhver áhrif, en ég get þó allavega sagt að ég hafi reynt að koma öllum upplýsingum til skila til þeirra sem veita leyfi. "Vegna umsóknar um virkjunarleyfi: Vísað er til auglýsingar Orkustofnunar dags. 10. júlí 2023 vegna umsóknar Háblæs ehf. um virkjunarleyfi fyrir tvær 0,9 MW vindmyllur í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra. Undirritaður vill koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri við Orkustofnun: 1. Forsenda deiliskipulagsins, sem umrædd framkvæmd byggir á, gerði ráð fyrir því að Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar myndi nýta raforku beint frá vindrafstöðvunum. Í greinargerð deiliskipulagsins, sem virkjunin sækir heimildir sínar til, segir orðrétt: "Jarðstrengur verður lagður frá nyrðri spennistöðinni að þeirri syðri og áfram að spennistöð við Kartöfluverksmiðjuna, sem nýta mun orku frá vindrafstöðvunum. Umfram orka mun fara inn á dreifikerfi RARIK." Þessi forsenda var ekki og hefur ekki verið uppfyllt og kann grundvöllur deiliskipulagsins því að vera brostinn. Skorað er á Orkustofnun að; kanna ástæður þess að forsendan var ekki uppfyllt á sínum tíma. kanna hvenær í ljós kom að áður kynnt forsenda í greinargerð deiliskipulaginu yrði ekki uppfyllt. kanna hvort að forsendubresturinn hafi verið kynntur fyrir nærsamfélaginu í kjölfarið af hálfu framkvæmdaraðila og þá í framhaldi að taka afstöðu til þess, í samræmi við góða stjórnsýsluhætti, hvort að hægt sé að byggja nýtt virkjunarleyfi nú, á deiliskipulagi sem mögulega hefur ekki farið í gegnum lögformlegt samráðs- og kynningarferli við nærsamfélagið á sínum tíma. 2. Í aðdraganda þess að upphaflegar vindmyllur voru reistar í Þykkvabæ árið 2014 kom fram í blaðaviðtali við þáverandi sveitarstjóra Rangárþings ytra, Drífu Hjartardóttur, þann 6. mars 2013 að verkefnið væri hugsað "sem tilraunaverkefni til nokkurra ára og framkvæmdin [væri] að fullu afturkræf". Í núverandi umsókn um virkjunarleyfi tveggja vindmylla í Þykkvabæ kemur fram að sótt sé um virkjunarleyfi til 25 ára og að ekki sé gert ráð fyrir því að undirstöðurnar verði teknar niður að nýtingartíma loknum. Virkjunarleyfið sem sótt er um núna til 25 ára í viðbót brýtur því í bága við áður kynnt áform og þær forsendur sem gefnar voru í upphafi varðandi að um væri að ræða tilraunaverkefni til nokkurra ára og fulla afturkræfni framkvæmdarinnar. 3. Í sama blaðaviðtali frá 6. mars 2013 kemur fram í fyrirsögn fréttarinnar að vindmyllurnar séu "fyrir Kartöfluverksmiðjuna" og styður það rökstuðninginn hér á undan í fyrsta lið athugasemdanna um að í kynningar- og samráðsferli við nærsamfélagið hafi verið um orkuöflunarverkefni fyrir nærsamfélagið að ræða sem styrkti atvinnulíf sérstaklega á því tiltekna svæði. Það er því ítrekað hér í þessari athugasemd að um forsendubrest sé að ræða í þessu tiltekna verkefni sem ekki sé hægt að búa við og byggja önnur leyfi á að óbreyttu. 4. Í samþykktu deiliskipulagi frá 2013, kafla 3.4, er kvöð um "úttekt á hættu á áflugi farfugla, í samvinnu við viðurkenndar rannsóknarstofnanir, á fyrstu fimm árum rekstrartímans." Skorað er á Orkustofnun að kanna hvort að þessi kvöð hefur verið uppfyllt áður en til greina kemur að gefa út virkjunarleyfi. 5. Nýlega var gerð viðhorfskönnun að frumkvæði sveitarfélagsins Rangárþings ytra meðal íbúa í Þykkvabæ. Í henni kom fram að 32% íbúa innan 5 km frá staðsetningu vindmyllanna voru hlynntir framkvæmdinni en um 60% lýstu sig andvíga. Af niðurstöðum viðhorfskönnunarinnar má draga þá ályktun að um tvöfalt fleiri séu andvígir framkvæmdinni en fylgjandi henni. Skorað er á Orkustofnun að taka afstöðu til niðurstöðu þessarar viðhorfskönnunar og hvernig hún samræmist stefnu stjórnvalda um sjálfbærni í sátt við umhverfi, efnahag og samfélag. 6. Í nýlegum ummælum fyrrum formanns skipulagsnefndar sveitarfélagsins Rangárþings ytra í tilefni af niðurstöðum viðhorfskönnunar í Þykkvabæ um reisingu á nýjum vindmyllum kom m.a. fram: "Þess vegna var á sínum tíma tekin ákvörðun um að þetta gengi ekki. Enda höfðum við verið blekkt áður með því á sínum tíma að kartöfluverksmiðjan myndi fá ódýra (sic) rafmagn sem reyndust svo vera ósannindi."Er hann þar að öllum líkindum vísa til þess að blekkingum hafi verið beitt til að vinna að áformum um reisingu vindmylla í Þykkvabæ árið 2014. Sá sem fer með þessi ummæli var formaður skipulagsnefndar sveitarfélagsins Rangárþings ytra og aðalmaður í sveitarstjórn á þeim tíma sem vindmyllurnar voru fyrst reistar árið 2014. Því er ekki hægt að horfa framhjá því sem í ummælunum kemur fram að í skipulagferlinu hafi verið um blekkingar og ósannindi að ræða af hálfu framkvæmdaraðila. Skorað er á Orkustofnun að taka þessi atriði til greina. 7. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á því að reising vindmyllanna er í um 140 metra fjarlægð frá þéttbýlismörkum Þykkvabæjar. Engin fordæmi eru fyrir slíkri nálægð við þéttbýlismörk. Þessi nálægð vindorkuvers við þéttbýlið varðar öryggissjónarmið eins og dæmin sanna en olía fór yfir byggðina frá vélarhúsi þeirra vindmylla sem áður stóðu á sömu undirstöðum og sprengjubrot fór í gegnum hús við fellingu síðast. Orkustofnun er hvött til að kanna þessi dæmi og taka afstöðu til þess við veitingu leyfisins að öryggi íbúa sé tryggt í samræmi við öryggis- og umhverfisverndarráðstafanir með tilvísan í 4. gr. Raforkulaga. 8. Í umsögn Skipulags- og umferðarnefndar Rangárþings ytra frá 2. mars 2023 vegna tilkynningar framkvæmdaraðila um endurnýjun vindmyllanna í Þykkvabæ kemur fram að "Þó að greinargerðin með tilkynningu framkvæmdaraðila sé að mörgu leyti ítarleg og góð þá er það mat nefndarinnar að í greinargerðinni sé ekki tekið á öllum þeim atriðum sem fjalla þarf um í umhverfismatsskýrslu um áhrif framkvæmdanna. T.a.m. breyttum forsendum í tengslum við lýsingu deiliskipulags svæðisins er varðar áður fyrirhugaða nýtingu orkunnar sem upphaflegar vindmyllur áttu að framleiða og skuggaáhrifum á nærliggjandi byggð. Skipulagsnefnd metur það einnig svo að áformin séu ekki að fullu í samræmi við stefnumótum um nýtingu á vindorku í Rangárþingi ytra sem unnin var í skýrslu frá Eflu verkfræðistofu árið 2017 og varð hluti af aðalskipulagi Rangárþings ytra 2019. Má þar t.d. nefna viðmið um fjarlægð vindrafstöðva frá byggð og frístundasvæðum. Eitt af markmiðum umhverfismats framkvæmda er að tryggja aðkomu almennings að umhverfismati og samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. Skipulagsnefnd telur að heimamenn á hverjum stað búi yfir staðbundinni þekkingu á umhverfi og aðstæðum sem nýst getur við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna. Það er því mat skipulagsnefndar að þessi framkvæmd geti verið háð umhverfismati framkvæmda."Eins og ofangreind umsögn segir er framkvæmdin ekki í samræmi við stefnu sveitarfélagsins í vindorkumálum sem tilgreind er í aðalskipulagi þess. Skorað er á Orkustofnun að taka það til greina í málinu þar sem um nýtt leyfi er að ræða til 25 ára. Orkustofnun er hvött til að skoða og taka tillit til stefnu sveitarfélagsins í vindorkumálum við málsmeðferð í tengslum við umsóknina. 9. Í frétt Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins frá 13. júlí 2023 kemur fram að "umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp til að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar varðandi nýtingu vindorku, þ.á.m. um lagaumhverfi hennar og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum…Áhersla verði lögð á að vindorkuver byggist upp á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og flutningslínum, svo unnt verði að tryggja afhendingaröryggi og lágmarka umhverfisáhrif. Tekið er fram að mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu vindorkuvera og tillit sé tekið til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru; einnig að taka verði afstöðu til gjaldtöku fyrir slíka nýtingu."Skorað er á Orkustofnun að taka afstöðu til þess að hvort að ekki sé tilefni til að fresta útgáfu nýs virkjunarleyfis til 25 ára þangað til að óvissu verður eytt um lagaumhverfi á nýtingu á vindorku. Bent er á að í gildi er ótímabundið virkjunarleyfi á svæðinu sem gefið var út árið 2014 og er því sú ákvörðun að fresta útgáfu nýs virkjunarleyfis ekki íþyngjandi. 10. Orkustofnun er beðin um að ígrunda það sérstaklega og taka afstöðu til eftirfarandi spurningar við meðferð virkjunarleyfisumsóknarinnar. Spurningin hljóðar svo: "Hvers vegnavoru vindmyllurnar tvær árið 2013 settar svo nálægt þéttbýlinu í Þykkvabænum?". Svarið felst í innihaldi athugasemdar nr. 1 hér ofar. Tengja átti iðnaðarsvæði Kartöfluverksmiðjunnar í Þykkvabæ saman við iðnaðarsvæði vindmyllnanna og þannig átti verksmiðjan að tengja sig beint inn á virkjunina og umfram orka átti að fara inn á dreifikerfi RARIK eins og segir í greinargerð deiliskipulagsins og tilgreint er í athugasemd nr. 1. Orkustofnun er því beðin um að íhuga vel hvort að hægt sé að gefa út nýtt virkjunarleyfi á grundvelli deiliskipulagsins fyrst forsendur þess eru ekki til staðar. Orkustofnun er beðin um að kanna hvort að þessar brostnu forsendur lágu fyrir með opinberum hætti þegar eldra virkjunarleyfi var gefið út til Biokraft." Svo að það komi fram, þá er undirritaður almennt jákvæður fyrir vindmyllum, en þó ekki öllum vindmyllum allsstaðar. Höfundur býr á Hellu í Rangárþingi ytra.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun