Endurkoma Greenwood undirbúin: Baráttusamtök gegn heimilisofbeldi sögð „fjandsamleg“ Aron Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2023 15:31 Forráðamenn Manchester United virðast ekki enn hafa gert upp við sig hvort að Mason Greenwood muni spila aftur fyrir liðið. Getty/Marc Atkins Stjórnendur innan raða Manchester United hafa í gær og í dag haldið hitafundi með starfsfólki félagsins en mikil óánægja er sögð ríkja eftir að fréttir bárust af því að líklega myndi Mason Greenwood fá brautargengi í karlaliði félagsins á nýjan leik. Hinn 21 árs gamli Greenwood hefur verið í skammarkróknum hjá félaginu síðan hann var ásakaður um berja og kúga kærustu sína en þetta kom allt fram í dagsljósið þegar myndböndum og myndum af þeim var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir voru ákærur á hendur honum felldar niður. Í kjölfar þeirrar ákvörðunar hóf Manchester United innri rannsókn á máli leikmannsins sem átti síðan að leiða af sér endanlega ákvörðun um framtíð hans. Greenwood í leik með Manchester United Íhuga að segja starfi sínu lausu Á miðvikudaginn greindi The Athletic frá því að stutt væri í niðurstöðu hjá United og að líklegt þætti að Greenwood fengi að spila aftur með félaginu. „Síðan þá hafa stjórnendur hjá félaginu setið nokkra hitafundi með starfsfólki Manchester United sem skammast sín sökum væntanlegrar ákvörðunar félagsins,“ skrifar Adam Crafton, blaðamaður The Athletic. „Sumir úr starfsliðinu íhuga að segja starfi sínu lausu á meðan að aðrir starfsmannahópar íhuga verkfall. Starfsfólkið bíði hins vegar með endanlega ákvörðun sína þar til félagið hefur gefið það opinberlega út hvaða stefna verður tekin með Greenwood. Hitaumræðan hafi hins vegar það mikil undanfarna daga um málefni leikmannsins að stjórnendur félagsins boðuðu til krísufundar með starfsfólki, bæði í dag og í gær, þar sem að þeir reyndu að réttlæta mögulega ákvörðun um að taka Greenwood inn í leikmannahóp Manchester United að fullu en þó með þeirri áherslu að engin endanleg ákvörðun hefði verið tekin um framtíð leikmannsins. Hafa undirbúið endurkomuna í þaula Í frétt The Athletic segir að forráðamenn Manchester United hafi verið komnir það langt í áætlunum sínum er vörðuðu endurkomu Greenwood í liðið að búið vera setja saman leiðbeiningar er sneru meðal annars að því hvernig myndir ættu að vera teknar af leikmanninum á æfingum. Þá er einnig búið að útbúa svör fyrir knattspyrnustjórann Erik ten Hag, yrði hann spurður út í leikmanninn á blaðamannafundi. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United Vísir/Getty Þá hafa heimildarmenn miðilsins, sem eru vel tengdir Manchester United, sagt félagið hafa útbúið lista yfir vel þekkt fólk, knattspyrnusérfræðinga í fjölmiðlum, blaðamenn, stjórnmálamenn sem og baráttusamtök gegn heimilisofbeldi, og hvort þessir einstaklingar og hópar væru með eða á móti endurkomu Greenwood. Flokkarnir voru eftirfarandi: Stuðningsrík (e. supportive), með opinn huga (e. open minded) eða fjandsamleg (e. hostile). Baráttusamtökin gegn heimilisofbeldi eru flokkuð sem fjandsamleg. NEW @TheAthleticFC Manchester United s plan to bring back Mason Greenwood included listing football pundits, politicians & journalists and categorising if they would be hostile or supportive. Domestic violence charities were assumed hostile https://t.co/p78gQ5wKto— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 18, 2023 Crafton segir það liggja á huldu hvort að óánægja ákveðins hóps starfsfólks Manchester United muni hafa áhrif á ákvörðun stjórnenda félagsins en búist sé við endanlegri ákvörðun fyrir lok mánaðarins. Mál Mason Greenwood Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Greenwood hefur verið í skammarkróknum hjá félaginu síðan hann var ásakaður um berja og kúga kærustu sína en þetta kom allt fram í dagsljósið þegar myndböndum og myndum af þeim var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir voru ákærur á hendur honum felldar niður. Í kjölfar þeirrar ákvörðunar hóf Manchester United innri rannsókn á máli leikmannsins sem átti síðan að leiða af sér endanlega ákvörðun um framtíð hans. Greenwood í leik með Manchester United Íhuga að segja starfi sínu lausu Á miðvikudaginn greindi The Athletic frá því að stutt væri í niðurstöðu hjá United og að líklegt þætti að Greenwood fengi að spila aftur með félaginu. „Síðan þá hafa stjórnendur hjá félaginu setið nokkra hitafundi með starfsfólki Manchester United sem skammast sín sökum væntanlegrar ákvörðunar félagsins,“ skrifar Adam Crafton, blaðamaður The Athletic. „Sumir úr starfsliðinu íhuga að segja starfi sínu lausu á meðan að aðrir starfsmannahópar íhuga verkfall. Starfsfólkið bíði hins vegar með endanlega ákvörðun sína þar til félagið hefur gefið það opinberlega út hvaða stefna verður tekin með Greenwood. Hitaumræðan hafi hins vegar það mikil undanfarna daga um málefni leikmannsins að stjórnendur félagsins boðuðu til krísufundar með starfsfólki, bæði í dag og í gær, þar sem að þeir reyndu að réttlæta mögulega ákvörðun um að taka Greenwood inn í leikmannahóp Manchester United að fullu en þó með þeirri áherslu að engin endanleg ákvörðun hefði verið tekin um framtíð leikmannsins. Hafa undirbúið endurkomuna í þaula Í frétt The Athletic segir að forráðamenn Manchester United hafi verið komnir það langt í áætlunum sínum er vörðuðu endurkomu Greenwood í liðið að búið vera setja saman leiðbeiningar er sneru meðal annars að því hvernig myndir ættu að vera teknar af leikmanninum á æfingum. Þá er einnig búið að útbúa svör fyrir knattspyrnustjórann Erik ten Hag, yrði hann spurður út í leikmanninn á blaðamannafundi. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United Vísir/Getty Þá hafa heimildarmenn miðilsins, sem eru vel tengdir Manchester United, sagt félagið hafa útbúið lista yfir vel þekkt fólk, knattspyrnusérfræðinga í fjölmiðlum, blaðamenn, stjórnmálamenn sem og baráttusamtök gegn heimilisofbeldi, og hvort þessir einstaklingar og hópar væru með eða á móti endurkomu Greenwood. Flokkarnir voru eftirfarandi: Stuðningsrík (e. supportive), með opinn huga (e. open minded) eða fjandsamleg (e. hostile). Baráttusamtökin gegn heimilisofbeldi eru flokkuð sem fjandsamleg. NEW @TheAthleticFC Manchester United s plan to bring back Mason Greenwood included listing football pundits, politicians & journalists and categorising if they would be hostile or supportive. Domestic violence charities were assumed hostile https://t.co/p78gQ5wKto— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 18, 2023 Crafton segir það liggja á huldu hvort að óánægja ákveðins hóps starfsfólks Manchester United muni hafa áhrif á ákvörðun stjórnenda félagsins en búist sé við endanlegri ákvörðun fyrir lok mánaðarins.
Mál Mason Greenwood Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti