Endurkoma Greenwood undirbúin: Baráttusamtök gegn heimilisofbeldi sögð „fjandsamleg“ Aron Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2023 15:31 Forráðamenn Manchester United virðast ekki enn hafa gert upp við sig hvort að Mason Greenwood muni spila aftur fyrir liðið. Getty/Marc Atkins Stjórnendur innan raða Manchester United hafa í gær og í dag haldið hitafundi með starfsfólki félagsins en mikil óánægja er sögð ríkja eftir að fréttir bárust af því að líklega myndi Mason Greenwood fá brautargengi í karlaliði félagsins á nýjan leik. Hinn 21 árs gamli Greenwood hefur verið í skammarkróknum hjá félaginu síðan hann var ásakaður um berja og kúga kærustu sína en þetta kom allt fram í dagsljósið þegar myndböndum og myndum af þeim var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir voru ákærur á hendur honum felldar niður. Í kjölfar þeirrar ákvörðunar hóf Manchester United innri rannsókn á máli leikmannsins sem átti síðan að leiða af sér endanlega ákvörðun um framtíð hans. Greenwood í leik með Manchester United Íhuga að segja starfi sínu lausu Á miðvikudaginn greindi The Athletic frá því að stutt væri í niðurstöðu hjá United og að líklegt þætti að Greenwood fengi að spila aftur með félaginu. „Síðan þá hafa stjórnendur hjá félaginu setið nokkra hitafundi með starfsfólki Manchester United sem skammast sín sökum væntanlegrar ákvörðunar félagsins,“ skrifar Adam Crafton, blaðamaður The Athletic. „Sumir úr starfsliðinu íhuga að segja starfi sínu lausu á meðan að aðrir starfsmannahópar íhuga verkfall. Starfsfólkið bíði hins vegar með endanlega ákvörðun sína þar til félagið hefur gefið það opinberlega út hvaða stefna verður tekin með Greenwood. Hitaumræðan hafi hins vegar það mikil undanfarna daga um málefni leikmannsins að stjórnendur félagsins boðuðu til krísufundar með starfsfólki, bæði í dag og í gær, þar sem að þeir reyndu að réttlæta mögulega ákvörðun um að taka Greenwood inn í leikmannahóp Manchester United að fullu en þó með þeirri áherslu að engin endanleg ákvörðun hefði verið tekin um framtíð leikmannsins. Hafa undirbúið endurkomuna í þaula Í frétt The Athletic segir að forráðamenn Manchester United hafi verið komnir það langt í áætlunum sínum er vörðuðu endurkomu Greenwood í liðið að búið vera setja saman leiðbeiningar er sneru meðal annars að því hvernig myndir ættu að vera teknar af leikmanninum á æfingum. Þá er einnig búið að útbúa svör fyrir knattspyrnustjórann Erik ten Hag, yrði hann spurður út í leikmanninn á blaðamannafundi. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United Vísir/Getty Þá hafa heimildarmenn miðilsins, sem eru vel tengdir Manchester United, sagt félagið hafa útbúið lista yfir vel þekkt fólk, knattspyrnusérfræðinga í fjölmiðlum, blaðamenn, stjórnmálamenn sem og baráttusamtök gegn heimilisofbeldi, og hvort þessir einstaklingar og hópar væru með eða á móti endurkomu Greenwood. Flokkarnir voru eftirfarandi: Stuðningsrík (e. supportive), með opinn huga (e. open minded) eða fjandsamleg (e. hostile). Baráttusamtökin gegn heimilisofbeldi eru flokkuð sem fjandsamleg. NEW @TheAthleticFC Manchester United s plan to bring back Mason Greenwood included listing football pundits, politicians & journalists and categorising if they would be hostile or supportive. Domestic violence charities were assumed hostile https://t.co/p78gQ5wKto— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 18, 2023 Crafton segir það liggja á huldu hvort að óánægja ákveðins hóps starfsfólks Manchester United muni hafa áhrif á ákvörðun stjórnenda félagsins en búist sé við endanlegri ákvörðun fyrir lok mánaðarins. Mál Mason Greenwood Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Greenwood hefur verið í skammarkróknum hjá félaginu síðan hann var ásakaður um berja og kúga kærustu sína en þetta kom allt fram í dagsljósið þegar myndböndum og myndum af þeim var lekið á netið. Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir voru ákærur á hendur honum felldar niður. Í kjölfar þeirrar ákvörðunar hóf Manchester United innri rannsókn á máli leikmannsins sem átti síðan að leiða af sér endanlega ákvörðun um framtíð hans. Greenwood í leik með Manchester United Íhuga að segja starfi sínu lausu Á miðvikudaginn greindi The Athletic frá því að stutt væri í niðurstöðu hjá United og að líklegt þætti að Greenwood fengi að spila aftur með félaginu. „Síðan þá hafa stjórnendur hjá félaginu setið nokkra hitafundi með starfsfólki Manchester United sem skammast sín sökum væntanlegrar ákvörðunar félagsins,“ skrifar Adam Crafton, blaðamaður The Athletic. „Sumir úr starfsliðinu íhuga að segja starfi sínu lausu á meðan að aðrir starfsmannahópar íhuga verkfall. Starfsfólkið bíði hins vegar með endanlega ákvörðun sína þar til félagið hefur gefið það opinberlega út hvaða stefna verður tekin með Greenwood. Hitaumræðan hafi hins vegar það mikil undanfarna daga um málefni leikmannsins að stjórnendur félagsins boðuðu til krísufundar með starfsfólki, bæði í dag og í gær, þar sem að þeir reyndu að réttlæta mögulega ákvörðun um að taka Greenwood inn í leikmannahóp Manchester United að fullu en þó með þeirri áherslu að engin endanleg ákvörðun hefði verið tekin um framtíð leikmannsins. Hafa undirbúið endurkomuna í þaula Í frétt The Athletic segir að forráðamenn Manchester United hafi verið komnir það langt í áætlunum sínum er vörðuðu endurkomu Greenwood í liðið að búið vera setja saman leiðbeiningar er sneru meðal annars að því hvernig myndir ættu að vera teknar af leikmanninum á æfingum. Þá er einnig búið að útbúa svör fyrir knattspyrnustjórann Erik ten Hag, yrði hann spurður út í leikmanninn á blaðamannafundi. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United Vísir/Getty Þá hafa heimildarmenn miðilsins, sem eru vel tengdir Manchester United, sagt félagið hafa útbúið lista yfir vel þekkt fólk, knattspyrnusérfræðinga í fjölmiðlum, blaðamenn, stjórnmálamenn sem og baráttusamtök gegn heimilisofbeldi, og hvort þessir einstaklingar og hópar væru með eða á móti endurkomu Greenwood. Flokkarnir voru eftirfarandi: Stuðningsrík (e. supportive), með opinn huga (e. open minded) eða fjandsamleg (e. hostile). Baráttusamtökin gegn heimilisofbeldi eru flokkuð sem fjandsamleg. NEW @TheAthleticFC Manchester United s plan to bring back Mason Greenwood included listing football pundits, politicians & journalists and categorising if they would be hostile or supportive. Domestic violence charities were assumed hostile https://t.co/p78gQ5wKto— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 18, 2023 Crafton segir það liggja á huldu hvort að óánægja ákveðins hóps starfsfólks Manchester United muni hafa áhrif á ákvörðun stjórnenda félagsins en búist sé við endanlegri ákvörðun fyrir lok mánaðarins.
Mál Mason Greenwood Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira