Frá þessu var greint í kvöld en Erlingur hafði fyrr í vikunni verið orðaður við starfið. Í frétt á vefnum Handbolti.is segir að Erlingur sé staddur í Sádi-Arabíu sem stendur til að ganga frá samningnum.
Hans fyrsta verkefni verður forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer í Doha í Katar í október næstkomandi. Sigurliðið þar tryggir sér sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári.
The former coach of Iceland, Füchse Berlin and the Netherlands, Icelandic Erlingur Richardsson, becomes national coach of Saudi Arabia. 1-year contract.#handball pic.twitter.com/JeurlWLV44
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 18, 2023
Erlingur þjálfaði síðast karlalið ÍBV í Olís-deild karla hér á landi. Þar áður hefur hann þjálfað landslið Hollands sem og stórlið Füchse Berli