Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um útlendingamálin, en félagsmálaráðherra segir framkvæmd laga þar að lútandi ekki nógu góða. Aldrei hafi verið lagt upp með að fólk endaði á götunni. 

Eins fjöllum við um stærsta jarðskjálfta sem hefur orðið á Reykjanesskaga frá því eldgosinu við Litla-Hrút lauk. Náttúruvársérfræðingur segir íbúa svæðisins geta þurft að venjast stórum skjálftum með reglulegu millibili næstu árin.

Þá heyrum við frá aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu um Menningarnótt. Talsverð unglingadrykkja var í miðbæ Reykjavíkur í gær, sem hún segir alvanalegt þegar veður er jafn gott og raun bar vitni í gær. 

Við heyrum frá Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum sem fer fram á Sauðfjársetrinu á Ströndum í dag. 

Svo í íþróttafréttum verður fjallað um úrslitaleik heimsmeistaramótsins í fótbolta, leiki dagsins í Bestu deildinni og fleira. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×