Marinó hættir sem forstjóri Kviku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2023 14:44 Marínó Örn Tryggvason hættir í Kviku. Marinó Örn Tryggvason hefur látið af störfum sem forstjóri Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að Ármann Þorvaldsson hafi verið ráðinn til starfa í stað Marinós og hefur hann þegar störf. Ármann hætti störfum sem forstjóri Kviku árið 2019 og tók þá Marinó við honum. Þar áður hafði Marinó verið aðstoðarforstjóri. Í tilkynningu Marinós segir hann ekki telja rétt að halda áfram að leiða félagið í áframhaldandi uppbyggingu þess en að hann sé stoltur af því sem hann hafi áorkað hingað til. „Ég hóf störf hjá Kviku fyrir rúmum sex árum og hef verið forstjóri félagsins síðustu fjögur ár. Á þessum tíma hefur bankinn breyst mikið og er núna orðið eitt af stærstu og verðmætustu fyrirtækjum landsins. Ég er stoltur af því hvað okkur, sem störfum hjá félaginu, hefur tekist að efla rekstur þess og vöxt,“ segir Marinó í tilkynningu. Hann segir félagið standa á ákveðnum tímamótum þar sem fjárfestingar undanfarinna ára í innri vexti, svo sem útvíkkun á fjártæknistarfsemi, séu farnar að skila sér. Kvika hafi auk þess aukið samkeppni á innlendum fjármálamarkaði sem skili miklum ávinningi til samfélagsins. Framundan séu mikil tækifæri fyrir frekari vöxt og uppbyggingu bankans á þem grunni. „Á undanförnum vikum hef ég hugsað um það hvort ég telji rétt að ég leiði félagið í áframhaldandi uppbyggingu. Niðurstaða mín var að ég óskaði eftir því að ljúka störfum og tel það skynsamlega niðurstöðu bæði fyrir mig og félagið.“ Haft er eftir Sigurði Hannessyni, stjórnarformanni Kviku, að bankinn hafi eflst mjög síðan Marinó tók við. Hann þakkar Marinó fyrir störf hans í þágu bankans og segir stjórnina óska honum velfarnaðar. „Þá er það ánægjuefni að geta tilkynnt um ráðningu Ármanns Þorvaldssonar sem forstjóra bankans. Ármann hefur strax störf sem forstjóri og fáir sem þekkja til starfsemi Kviku jafnvel og hann. Reynsla og þekking Ármanns á fjármálamarkaði gerir það að verkum að hann verður öflugur leiðtogi bankans sem getur unnið af krafti úr þeim fjölmörgu tækifærum sem blasa við Kviku,“ segir Sigurður.Haft er eftir Ármanni í tilkynningunni að hann hlakki til að taka við forstjórastarfinu. Hann segir Kviku hafa breyst frá því hann hafi áður haldið um stjórnartaumana.„Ég sé fjölmörg tækifæri til þess að efla Kviku áfram og það verður verkefni næstu missera að vinna úr þeim til hagsbóta fyrir hluthafa bankans. Mér er nýtt starf ekki alveg ókunnugt, en Kvika hefur mikið breyst frá því ég hélt um stjórnartaumana og ég er mjög spenntur að leiða þetta öfluga félag og það frábæra fólk sem þar starfar,“ segir Ármann. Kvika banki Íslenskir bankar Vistaskipti Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ármann hætti störfum sem forstjóri Kviku árið 2019 og tók þá Marinó við honum. Þar áður hafði Marinó verið aðstoðarforstjóri. Í tilkynningu Marinós segir hann ekki telja rétt að halda áfram að leiða félagið í áframhaldandi uppbyggingu þess en að hann sé stoltur af því sem hann hafi áorkað hingað til. „Ég hóf störf hjá Kviku fyrir rúmum sex árum og hef verið forstjóri félagsins síðustu fjögur ár. Á þessum tíma hefur bankinn breyst mikið og er núna orðið eitt af stærstu og verðmætustu fyrirtækjum landsins. Ég er stoltur af því hvað okkur, sem störfum hjá félaginu, hefur tekist að efla rekstur þess og vöxt,“ segir Marinó í tilkynningu. Hann segir félagið standa á ákveðnum tímamótum þar sem fjárfestingar undanfarinna ára í innri vexti, svo sem útvíkkun á fjártæknistarfsemi, séu farnar að skila sér. Kvika hafi auk þess aukið samkeppni á innlendum fjármálamarkaði sem skili miklum ávinningi til samfélagsins. Framundan séu mikil tækifæri fyrir frekari vöxt og uppbyggingu bankans á þem grunni. „Á undanförnum vikum hef ég hugsað um það hvort ég telji rétt að ég leiði félagið í áframhaldandi uppbyggingu. Niðurstaða mín var að ég óskaði eftir því að ljúka störfum og tel það skynsamlega niðurstöðu bæði fyrir mig og félagið.“ Haft er eftir Sigurði Hannessyni, stjórnarformanni Kviku, að bankinn hafi eflst mjög síðan Marinó tók við. Hann þakkar Marinó fyrir störf hans í þágu bankans og segir stjórnina óska honum velfarnaðar. „Þá er það ánægjuefni að geta tilkynnt um ráðningu Ármanns Þorvaldssonar sem forstjóra bankans. Ármann hefur strax störf sem forstjóri og fáir sem þekkja til starfsemi Kviku jafnvel og hann. Reynsla og þekking Ármanns á fjármálamarkaði gerir það að verkum að hann verður öflugur leiðtogi bankans sem getur unnið af krafti úr þeim fjölmörgu tækifærum sem blasa við Kviku,“ segir Sigurður.Haft er eftir Ármanni í tilkynningunni að hann hlakki til að taka við forstjórastarfinu. Hann segir Kviku hafa breyst frá því hann hafi áður haldið um stjórnartaumana.„Ég sé fjölmörg tækifæri til þess að efla Kviku áfram og það verður verkefni næstu missera að vinna úr þeim til hagsbóta fyrir hluthafa bankans. Mér er nýtt starf ekki alveg ókunnugt, en Kvika hefur mikið breyst frá því ég hélt um stjórnartaumana og ég er mjög spenntur að leiða þetta öfluga félag og það frábæra fólk sem þar starfar,“ segir Ármann.
Kvika banki Íslenskir bankar Vistaskipti Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira