Þórhildur ráðin framkvæmdastjóri Brúar Strategy Árni Sæberg skrifar 21. ágúst 2023 07:08 Þórhildur Þorkelsdóttir er komin til Brúar Strategy frá BHM. Elva Þrastardóttir Þórhildur Þorkelsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri ráðgjafa- og samskiptafyrirtækisins Brúar Strategy og hönnunarstofunnar Brúar Stúdíó. Þórhildur hefur undanfarin tvö ár starfað sem kynningarstjóri BHM þar sem hún hefur leitt fjölmiðlasamskipti og almannatengsl, endurmörkun bandalagsins og stefnumótun í kynningarmálum. Þetta segir í tilkynningu um vistaskiptin. Þar segir að Þórhildur hafi starfað sem vaktstjóri og fréttamaður á fréttastofum RÚV, Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í áratug. Þá hafi hún sinnt þáttastjórnun og fjölbreyttri dagskrárgerð í sjónvarpi og útvarpi auk þess að halda úti vinsælu hlaðvarpi. Þórhildur hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2020. Hún er fjölmiðlafræðingur að mennt og hefur kennt samskipti og framkomu í fjölmiðlum, bæði á háskólastigi og á námskeiðum. Brúa bilið milli stefnumótunar og markaðsmála Þá segir að Brú Strategy hafi verið stofnað árið 2021 með það að leiðarljósi að brúa bilið milli stefnumótunar og markaðsmála. Fyrirtækið sérhæfi sig í stefnumótun, viðskiptaþróun, árangursdrifnum markaðsmálum og áunninni umfjöllun fyrir fyrirtæki í sókn bæði hér á landi og erlendis. Brú Stúdíó sérhæfi sig í hönnun og skapandi útfærslu á markaðsefni. Brú sé í samstarfi við Golin Group, stórt samskiptafyrirtæki með starfsemi um allan heim. Aðaleigendur Brú séu Atli Sveinsson, Halldór Harðarson og Darri Atlason. „Það er gríðarmikill fengur að fá Þórhildi til liðs við okkur. Brú hefur vaxið hratt á stuttum tíma og unnið með breiðum hópi viðskiptavina, allt frá nýsköpunarfyrirtækjum yfir í stór og rótgróin fyrirtæki sem skráð eru á markað. Fram undan eru markviss sóknarfæri þar sem við munum nýta okkar sérþekkingu á sviði hönnunar, almannatengsla og auglýsingagerðar auk þess að setja aukið púður í víðtæk ráðgjafarverkefni bæði hér á landi og erlendis. Þórhildur kemur inn með verðmæta reynslu og sérþekkingu á fjölmiðlasamskiptum og ráðning hennar er liður í að styrkja enn frekar þjónustu við okkar viðskiptavini. Hún mun leiða fyrirtækið inn í nýja og spennandi tíma,“ er haft eftir Halldóri í tilkynningu. Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Þórhildur hefur undanfarin tvö ár starfað sem kynningarstjóri BHM þar sem hún hefur leitt fjölmiðlasamskipti og almannatengsl, endurmörkun bandalagsins og stefnumótun í kynningarmálum. Þetta segir í tilkynningu um vistaskiptin. Þar segir að Þórhildur hafi starfað sem vaktstjóri og fréttamaður á fréttastofum RÚV, Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í áratug. Þá hafi hún sinnt þáttastjórnun og fjölbreyttri dagskrárgerð í sjónvarpi og útvarpi auk þess að halda úti vinsælu hlaðvarpi. Þórhildur hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2020. Hún er fjölmiðlafræðingur að mennt og hefur kennt samskipti og framkomu í fjölmiðlum, bæði á háskólastigi og á námskeiðum. Brúa bilið milli stefnumótunar og markaðsmála Þá segir að Brú Strategy hafi verið stofnað árið 2021 með það að leiðarljósi að brúa bilið milli stefnumótunar og markaðsmála. Fyrirtækið sérhæfi sig í stefnumótun, viðskiptaþróun, árangursdrifnum markaðsmálum og áunninni umfjöllun fyrir fyrirtæki í sókn bæði hér á landi og erlendis. Brú Stúdíó sérhæfi sig í hönnun og skapandi útfærslu á markaðsefni. Brú sé í samstarfi við Golin Group, stórt samskiptafyrirtæki með starfsemi um allan heim. Aðaleigendur Brú séu Atli Sveinsson, Halldór Harðarson og Darri Atlason. „Það er gríðarmikill fengur að fá Þórhildi til liðs við okkur. Brú hefur vaxið hratt á stuttum tíma og unnið með breiðum hópi viðskiptavina, allt frá nýsköpunarfyrirtækjum yfir í stór og rótgróin fyrirtæki sem skráð eru á markað. Fram undan eru markviss sóknarfæri þar sem við munum nýta okkar sérþekkingu á sviði hönnunar, almannatengsla og auglýsingagerðar auk þess að setja aukið púður í víðtæk ráðgjafarverkefni bæði hér á landi og erlendis. Þórhildur kemur inn með verðmæta reynslu og sérþekkingu á fjölmiðlasamskiptum og ráðning hennar er liður í að styrkja enn frekar þjónustu við okkar viðskiptavini. Hún mun leiða fyrirtækið inn í nýja og spennandi tíma,“ er haft eftir Halldóri í tilkynningu.
Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira