Erlent

Skrúfa fyrir flug­um­ferð eftir dróna­á­rásir

Árni Sæberg skrifar
Drónaárásir Úkraínumanna eru farnar að hafa áhrif á daglegt líf Moskvubúa.
Drónaárásir Úkraínumanna eru farnar að hafa áhrif á daglegt líf Moskvubúa. YURI KOCHETKOV/EPA-EFE

Minnst tveir særðust þegar flak úkraínsks dróna, sem Rússar grönduðu, hrapaði á hús í úthverfi Moskvu í nótt. Þá segja Rússar minnst sjö hafa særst í drónaárás á lestarstöð í Kúrsk í gær.

Tæplega fimmtíu flugferðum til og frá flugvöllum í Moskvu hefur verið frestað af öryggisástæðum eftir að Rússar stöðvuðu för tveggja úkraínskra dróna í návígi við höfuðborgina í nótt. Reuters greinir frá þessu.

Þá greinir breska ríkisútvarpið frá því að sjö hafi særst í úkraínskri drónaárás á lestarstöð í Kúrsk, sem er um 150 kílómetra frá landamærum Rússlands og Úkraínu, í gærkvöldi.

Í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu segir að Rússar fordæmi árásirnar


Tengdar fréttir

Úkraínu­for­seti segir árás á blóð­gjafar­stöð vera stríðs­glæp

Tveir fórust og fjórir særðust þegar rússnesk stýrisprengja hæfði blóðgjafarmiðstöð í norðausturhluta Úkraínu, að sögn þarlendra embættismanna. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti birti ljósmynd af alelda heilbrigðisstofnuninni sem er nærri borginni Kupiansk í Kharkív-héraði.

Enn gerðar drónaárásir í Moskvu

Yfirvöld í Rússlandi segja dróna hafa hæft byggingu í Moskvu, tveimur dögum eftir að annar dróni hæfði sömu byggingu. Úkraínumenn virðast vera að auka framleiðslu á eigin drónum sem hægt er að nota til árása í Rússlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×