Herinn sendur til Bresku Kólumbíu vegna gróðurelda Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 11:44 Fólk með grímur fyrir vitum vegna loftmengunar frá gróðureldunum í bænum Kelowna í Bresku Kólumbíu. AP/Darryl Dyck/The Canadian Press Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist ætla að senda herinn til þess að aðstoða við baráttuna gegn miklum gróðureldum sem geisa í Bresku Kólumbíu. Neyðarástandi var lýst yfir í fylkinu og fleiri en 35.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eldarnir í Bresku Kólumbíu hafa breiðst hratt út. Auk rýminga gripu yfirvöld til þess ráðs að banna ónauðsynleg ferðalög til þess að hægt væri að hýsa flóttafólk og slökkviliðsmenn. Þá hafa drónaeigendur sem mynda eldana verið beðnir um að halda sig fjarri neyðarstarfsmönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Herinn á að aðstoða við rýmingar og undirbúning, að sögn Trudeau. Yfirvöld í Bresku Kólumbíu óskuðu eftir liðsinni landsstjórnarinnar og hersins. Yfirvöld hafa ekki veitt upplýsingar um eignatjónið í eldunum. Samfélagsmiðlar eru fullir af myndum af eyðileggingunni, bæði á húsum og farartækjum. Loftgæði í borgum fylkisins eru víða með versta móti vegna reyksins frá eldunum. Gildi hafa sums staðar mælst vel yfir því sem er talið skaðlegt fyrir heilsu fólks. Komast loks áfram Jason Brolund, slökkviliðsstjóri í bænum Vestur-Kelowna, segir að aðstæður hafi skánað eftir fjögurra daga baráttu við eldana. Greiðara gangi nú að koma mannskap á staðinn og og dæla vatni á eldana. „Okkur finnst við loksins komast áfram en ekki aftur á bak og það er frábær tilfinning,“ sagði Brolund við CBC í Kanada. Gróðureldatíðin í Kanada nú er sú versta til þessa. Á annað þúsund elda geisuðu í síðustu viku og fjórir slökkviliðsmenn hafa týnt lífinu í glímunni við þá. Um 140.000 ferkílómetrar lands eru brunnir. Til samanburðar er Ísland rúmir hundrað þúsund ferkílómetrar að flatarmáli. Óttast er að þurrkar í ár þýði að eldhættan verði viðvarandi áfram inn í september. Tugir þúsunda manna þurftu að flýja heimili sín í Norðvesturhéruðunum vegna gróðureldanna þar, þar á meðal allir tuttugu þúsund íbúar höfuðstaðarins Yellowknife. Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. 18. ágúst 2023 10:58 Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Eldarnir í Bresku Kólumbíu hafa breiðst hratt út. Auk rýminga gripu yfirvöld til þess ráðs að banna ónauðsynleg ferðalög til þess að hægt væri að hýsa flóttafólk og slökkviliðsmenn. Þá hafa drónaeigendur sem mynda eldana verið beðnir um að halda sig fjarri neyðarstarfsmönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Herinn á að aðstoða við rýmingar og undirbúning, að sögn Trudeau. Yfirvöld í Bresku Kólumbíu óskuðu eftir liðsinni landsstjórnarinnar og hersins. Yfirvöld hafa ekki veitt upplýsingar um eignatjónið í eldunum. Samfélagsmiðlar eru fullir af myndum af eyðileggingunni, bæði á húsum og farartækjum. Loftgæði í borgum fylkisins eru víða með versta móti vegna reyksins frá eldunum. Gildi hafa sums staðar mælst vel yfir því sem er talið skaðlegt fyrir heilsu fólks. Komast loks áfram Jason Brolund, slökkviliðsstjóri í bænum Vestur-Kelowna, segir að aðstæður hafi skánað eftir fjögurra daga baráttu við eldana. Greiðara gangi nú að koma mannskap á staðinn og og dæla vatni á eldana. „Okkur finnst við loksins komast áfram en ekki aftur á bak og það er frábær tilfinning,“ sagði Brolund við CBC í Kanada. Gróðureldatíðin í Kanada nú er sú versta til þessa. Á annað þúsund elda geisuðu í síðustu viku og fjórir slökkviliðsmenn hafa týnt lífinu í glímunni við þá. Um 140.000 ferkílómetrar lands eru brunnir. Til samanburðar er Ísland rúmir hundrað þúsund ferkílómetrar að flatarmáli. Óttast er að þurrkar í ár þýði að eldhættan verði viðvarandi áfram inn í september. Tugir þúsunda manna þurftu að flýja heimili sín í Norðvesturhéruðunum vegna gróðureldanna þar, þar á meðal allir tuttugu þúsund íbúar höfuðstaðarins Yellowknife.
Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. 18. ágúst 2023 10:58 Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. 18. ágúst 2023 10:58
Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42