Herinn sendur til Bresku Kólumbíu vegna gróðurelda Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 11:44 Fólk með grímur fyrir vitum vegna loftmengunar frá gróðureldunum í bænum Kelowna í Bresku Kólumbíu. AP/Darryl Dyck/The Canadian Press Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist ætla að senda herinn til þess að aðstoða við baráttuna gegn miklum gróðureldum sem geisa í Bresku Kólumbíu. Neyðarástandi var lýst yfir í fylkinu og fleiri en 35.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eldarnir í Bresku Kólumbíu hafa breiðst hratt út. Auk rýminga gripu yfirvöld til þess ráðs að banna ónauðsynleg ferðalög til þess að hægt væri að hýsa flóttafólk og slökkviliðsmenn. Þá hafa drónaeigendur sem mynda eldana verið beðnir um að halda sig fjarri neyðarstarfsmönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Herinn á að aðstoða við rýmingar og undirbúning, að sögn Trudeau. Yfirvöld í Bresku Kólumbíu óskuðu eftir liðsinni landsstjórnarinnar og hersins. Yfirvöld hafa ekki veitt upplýsingar um eignatjónið í eldunum. Samfélagsmiðlar eru fullir af myndum af eyðileggingunni, bæði á húsum og farartækjum. Loftgæði í borgum fylkisins eru víða með versta móti vegna reyksins frá eldunum. Gildi hafa sums staðar mælst vel yfir því sem er talið skaðlegt fyrir heilsu fólks. Komast loks áfram Jason Brolund, slökkviliðsstjóri í bænum Vestur-Kelowna, segir að aðstæður hafi skánað eftir fjögurra daga baráttu við eldana. Greiðara gangi nú að koma mannskap á staðinn og og dæla vatni á eldana. „Okkur finnst við loksins komast áfram en ekki aftur á bak og það er frábær tilfinning,“ sagði Brolund við CBC í Kanada. Gróðureldatíðin í Kanada nú er sú versta til þessa. Á annað þúsund elda geisuðu í síðustu viku og fjórir slökkviliðsmenn hafa týnt lífinu í glímunni við þá. Um 140.000 ferkílómetrar lands eru brunnir. Til samanburðar er Ísland rúmir hundrað þúsund ferkílómetrar að flatarmáli. Óttast er að þurrkar í ár þýði að eldhættan verði viðvarandi áfram inn í september. Tugir þúsunda manna þurftu að flýja heimili sín í Norðvesturhéruðunum vegna gróðureldanna þar, þar á meðal allir tuttugu þúsund íbúar höfuðstaðarins Yellowknife. Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. 18. ágúst 2023 10:58 Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Eldarnir í Bresku Kólumbíu hafa breiðst hratt út. Auk rýminga gripu yfirvöld til þess ráðs að banna ónauðsynleg ferðalög til þess að hægt væri að hýsa flóttafólk og slökkviliðsmenn. Þá hafa drónaeigendur sem mynda eldana verið beðnir um að halda sig fjarri neyðarstarfsmönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Herinn á að aðstoða við rýmingar og undirbúning, að sögn Trudeau. Yfirvöld í Bresku Kólumbíu óskuðu eftir liðsinni landsstjórnarinnar og hersins. Yfirvöld hafa ekki veitt upplýsingar um eignatjónið í eldunum. Samfélagsmiðlar eru fullir af myndum af eyðileggingunni, bæði á húsum og farartækjum. Loftgæði í borgum fylkisins eru víða með versta móti vegna reyksins frá eldunum. Gildi hafa sums staðar mælst vel yfir því sem er talið skaðlegt fyrir heilsu fólks. Komast loks áfram Jason Brolund, slökkviliðsstjóri í bænum Vestur-Kelowna, segir að aðstæður hafi skánað eftir fjögurra daga baráttu við eldana. Greiðara gangi nú að koma mannskap á staðinn og og dæla vatni á eldana. „Okkur finnst við loksins komast áfram en ekki aftur á bak og það er frábær tilfinning,“ sagði Brolund við CBC í Kanada. Gróðureldatíðin í Kanada nú er sú versta til þessa. Á annað þúsund elda geisuðu í síðustu viku og fjórir slökkviliðsmenn hafa týnt lífinu í glímunni við þá. Um 140.000 ferkílómetrar lands eru brunnir. Til samanburðar er Ísland rúmir hundrað þúsund ferkílómetrar að flatarmáli. Óttast er að þurrkar í ár þýði að eldhættan verði viðvarandi áfram inn í september. Tugir þúsunda manna þurftu að flýja heimili sín í Norðvesturhéruðunum vegna gróðureldanna þar, þar á meðal allir tuttugu þúsund íbúar höfuðstaðarins Yellowknife.
Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. 18. ágúst 2023 10:58 Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. 18. ágúst 2023 10:58
Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42