Hefur ekki heyrt af dýrum sem brunnu inni Bjarki Sigurðsson skrifar 21. ágúst 2023 11:28 Mikill meirihluti hússins er ónýtur. Vísir/Vilhelm Vettvangur þar sem gríðarlegur eldsvoði varð í Hafnarfirði í gær hefur verið afhentur lögreglu. Slökkvistarfi lauk í nótt eftir tólf tíma aðgerð. Slökkvistjórinn segist ekki vita til þess að dýr hafi brunnið inni. Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um brunann rétt eftir klukkan eitt í gær. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði þar sem einnig var ósamþykkt búseta. Fjöldi fólks var inni í húsinu sofandi er eldurinn kviknaði en tókst að koma öllum út í tæka tíð. Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu nú hafa vettvanginn til rannsóknar en meðal þess sem rannsakað verður eru hver eldsupptökin voru. „En hjá okkur hefur tekið við að fara yfir, kannski tvíþætt, annars vegar að ganga frá eftir þetta mikla slökkvistarf í gær og því að koma öllum hlutum í lag hjá okkur. Síðan erum við að fara yfir húsnæðið, teikningarnar af því og aðeins að velta upp stöðunni hvað varðar húsnæðið og búsetuna sem var í því,“ segir Birgir. Húsið í heild sinni er eyðilagt fyrir utan bílskúrseiningar á suðurhlið hússins. Voru þar eldvarnarveggir sem héldu út. „Það er auðvitað þannig að eldvarnarveggir eru gerðir til þess að standa ákveðið álag í ákveðið langan tíma. Ég ætla ekkert að fullyrða um það að það hafi ekki verið einhverjir slíkir veggir í húsinu sem síðan hafi gefið sig af því að brunaálagið varð svona mikið og lengi,“ segir Birgir. Á samfélagsmiðlum hafa birst færslur frá íbúum hússins sem leita að gæludýrum sínum sem gætu hafa orðið eftir inni. Birgir segist ekki hafa fengið neinar tilkynningar um gæludýr sem ekki tókst að bjarga. „Við höfum ekki fengið til okkar á þann máta eins og þú nefnir,“ segir Birgir að lokum. Slökkvilið Bruni á Hvaleyrarbraut Lögreglumál Hafnarfjörður Gæludýr Dýr Tengdar fréttir Slökkvistarfi lauk undir morgun Síðustu slökkviliðsmenn fóru af vettvangi stórbruna við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um klukkan 04:30 í morgun. 21. ágúst 2023 06:40 Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49 Tjón sem slagar upp í 90 milljónir Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir. 20. ágúst 2023 20:35 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um brunann rétt eftir klukkan eitt í gær. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði þar sem einnig var ósamþykkt búseta. Fjöldi fólks var inni í húsinu sofandi er eldurinn kviknaði en tókst að koma öllum út í tæka tíð. Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu nú hafa vettvanginn til rannsóknar en meðal þess sem rannsakað verður eru hver eldsupptökin voru. „En hjá okkur hefur tekið við að fara yfir, kannski tvíþætt, annars vegar að ganga frá eftir þetta mikla slökkvistarf í gær og því að koma öllum hlutum í lag hjá okkur. Síðan erum við að fara yfir húsnæðið, teikningarnar af því og aðeins að velta upp stöðunni hvað varðar húsnæðið og búsetuna sem var í því,“ segir Birgir. Húsið í heild sinni er eyðilagt fyrir utan bílskúrseiningar á suðurhlið hússins. Voru þar eldvarnarveggir sem héldu út. „Það er auðvitað þannig að eldvarnarveggir eru gerðir til þess að standa ákveðið álag í ákveðið langan tíma. Ég ætla ekkert að fullyrða um það að það hafi ekki verið einhverjir slíkir veggir í húsinu sem síðan hafi gefið sig af því að brunaálagið varð svona mikið og lengi,“ segir Birgir. Á samfélagsmiðlum hafa birst færslur frá íbúum hússins sem leita að gæludýrum sínum sem gætu hafa orðið eftir inni. Birgir segist ekki hafa fengið neinar tilkynningar um gæludýr sem ekki tókst að bjarga. „Við höfum ekki fengið til okkar á þann máta eins og þú nefnir,“ segir Birgir að lokum.
Slökkvilið Bruni á Hvaleyrarbraut Lögreglumál Hafnarfjörður Gæludýr Dýr Tengdar fréttir Slökkvistarfi lauk undir morgun Síðustu slökkviliðsmenn fóru af vettvangi stórbruna við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um klukkan 04:30 í morgun. 21. ágúst 2023 06:40 Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49 Tjón sem slagar upp í 90 milljónir Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir. 20. ágúst 2023 20:35 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Slökkvistarfi lauk undir morgun Síðustu slökkviliðsmenn fóru af vettvangi stórbruna við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um klukkan 04:30 í morgun. 21. ágúst 2023 06:40
Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49
Tjón sem slagar upp í 90 milljónir Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir. 20. ágúst 2023 20:35