Enski boltinn

Biðjast af­sökunar á takt­lausum um­mælum lýs­enda sinna á leik í enska boltanum

Aron Guðmundsson skrifar
Sean Dyche, knattspyrnustjóri Everton á hliðarlínunni í leik liðsins gegn Aston Villa um nýliðna helgi
Sean Dyche, knattspyrnustjóri Everton á hliðarlínunni í leik liðsins gegn Aston Villa um nýliðna helgi Vísir/Getty

Sky Sports hefur beðist af­sökunar á um­mælum lýs­enda sinna á leik E­ver­ton og Aston Villa í ensku úr­vals­deildinni um ný­liðna helgi.

Það voru þeir Bill Lesli­e og Andy Hinchchif­fe lýstu leiknum fyrir hönd Sky Sports og gerðu þeir að um­ræðu­efni sorgar­band sem Sean Dyche, knatt­spyrnu­stjóri E­ver­ton, bar líkt og leik­menn fé­lagsins til minningar um Michael Jones, 26 ára stuðnings­manns E­ver­ton sem lést við störf sín er sneru að ­byggingu nýjs leik­vangs fé­lagsins.

Um­mæli Bill og Andy snerust hins vegar ekki um Michael Jones heldur þá skoðun þeirra að með sorgar­bandið liti Sean Dyche út eins og starfs­maður spila­vítis.

Vægast sagt takt­laus um­mæli sem vöktu at­hygli og reiði á sam­fé­lags­miðlum. Sky Sports hefur nú sent frá sér af­sökunar­beiðni þar sem segir að um­rædd um­mæli hafi verið ó­nær­gætin og að stöðin harmi þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×