Enski boltinn

Gagn­rýnir stjórn­endur Manchester United: „Ferlið hefur verið hræði­legt“

Aron Guðmundsson skrifar
Mason Greenwood og Gary Neville
Mason Greenwood og Gary Neville Vísir/Getty

Gary N­evil­­le, goð­­sögn í sögu Manchester United, segir að með­höndlun fé­lagsins á málum Mason Greenwood sem og þá innan­­búðar rann­­sókn sem það stóð fyrir hafa verið hræði­­lega og sýni skýr merki um að þar hafi vantað skýra for­ystu.

Í gær var greint frá því að Mason Greenwood myndi ekki snúa aftur í aðal­lið Manchester United. Greenwood hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína of­beldi.

Mynd­böndum og myndum af því var lekið á netið. Greenwood var grunaður um til­raun til nauðgunar, líkams­á­rás, vald­beitingu og stjórn­semi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjöl­miðlum en seinna meir var rann­sókn á málinu hætt.

United hóf í kjöl­farið innan­búðar rann­sókn sem átti að skera úr um hvort hægt væri að taka Greenwood aftur inn í leik­manna­hóp fé­lagsins eður ei og var seinni kosturinn þar yfir.

Manchester United eigi ekki að vera dómarinn

Í viku­lega þættinum Monday Night Foot­ball lét Gary N­evil­le, fyrrum leik­maður Manchester United og nú­verandi spark­s­pekingur, í ljós skoðun sína um málið.

„Ferlið sem leiðir af sér þessa niður­stöðu hefur verið hræði­legt. Þegar að þú ert með stórt mál á borð við þetta, erfiðar að­stæður, þá þarfnast það sterkrar opin­berrar for­ystu alveg frá toppi skipu­ritsins. Manchester United býr ekki að því.“

Hins vegar hafi rétta á­kvörðunin verið tekin, að láta Greenwood fara Það hafi verið ljóst frá fyrsta degi að hann myndi ekki spila fyrir fé­lagið á nýjan leik.

N­evil­le setur líka spurningar­merki við að Manchester United hafi sjálft haft téða innan­búðar rann­sókn á sinni könnu.

„Manchester United á ekki að vera dómarinn og kvið­dómurinn í svona stóru máli, hvort sem það varðar fé­lagið sjálft eða fót­boltann sjálfan. Orð­spor Manchester United hefur verið sagt vera undir í þessu máli en það á ekki bara við orð­sport Manchester United, heldur einnig orð­spor ensku úr­vals­deildarinnar.

Rann­sókn á svona stóru og mikil­vægu máli á að vera í höndum sjálf­stæðra og ó­háðra aðila, það er mín skoðun. Því það er alveg ljóst að Manchester United býr ekki að þeirri færni og getu til þess að eiga við svona að­stæður með sóma­sam­legum hætti. Þetta er langt fyrir ofan reynslu- eða getu­stig fé­lagsins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×