Fótbolti

Barcelona montar sig af fjölda leik­manna Bar­ca í heims­meistara­liðum Spán­verja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spænsku landsliðskonurnar Misa Rodriguez, Alexia Putellas, Irene Paredes, Mariona Caldentey, Jennifer Hermoso og Laia Codina fagna heimsmeistaratitlinum.
Spænsku landsliðskonurnar Misa Rodriguez, Alexia Putellas, Irene Paredes, Mariona Caldentey, Jennifer Hermoso og Laia Codina fagna heimsmeistaratitlinum. Getty/Maddie Meyer

Spánverjar eru heimsmeistarar í fótbolta kvenna í ár og Spánn er um leið aðeins önnur þjóðin til að eignast heimsmeistara hjá báðum kynjum í stærstu íþrótt heims.

Karlalandslið Spánverjar varð heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið fyrir þrettán árum síðan. Spánn vann þá 1-0 sigur á Hollandi í úrslitaleik en spænsku stelpurnar unnu 1-0 sigur á Englandi í úrslitaleiknum sínum.

Barcelona fagnar sérstaklega árangri spænska kvennalandsliðsins en taldi líka áherslu að vekja athygli á og monta sig af fjölda leikmanna Barcelona í heimsmeistaraliðum Spánverja.

Í byrjunarliði spænska kvennaliðsins voru sjö leikmenn Barcelona en Börsungar áttu líka sjö leikmenn í byrjunarliði karlalandsliðsins sem varð heimsmeistari árið 2010.

Fjórtán af tuttugu tveimur leikmönnum voru því leikmenn Barcelona eða 64 prósent leikmannanna.

Barca leikmennirnir í byrjunarliðinu 2010 voru þeir Gerard Piqué og Carles Puyol í vörninni, miðjumennirnir Sergio Busquets, Xavi og Andrés Iniesta og framherjarnir Pedro og David Villa.

Barca leikmennirnir í byrjunarliðnu 2023 voru þær Cata Coll (markvörður), miðverðirnir Laia Codina og Irene Paredes, miðjumaðurinn Aitana Bonmatí og framherjarnir Mariona Caldentey og Salma Paralluelo.

Árið 2010 var það leikmaður Barcelona, Andrés Iniesta, sem skoraði sigurmarkið eftir sendingu frá varamanninum Cesc Fàbregas sem var þá leikmaður Arsenal. Fyrirliðinn var Iker Casillas, markvörður Real Madrid.

Að þessu sinni skoraði Real Madrid leikmaður sigurmarkið en það var bakvörðurinn Olga Carmona eftir stoðsendingu frá Mariona Caldentey sem er leikmaður Barcelona. Carmona var fyrirliði spænska liðsins í síðustu leikjunum eftir að Ivana Andrés missti sæti sitt í byrjunarliðinu en báðar spila þær með Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×