Heyrðu samskipti dómara þegar upp úr sauð á Framvellinum: „Þetta er rautt!“ Aron Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2023 10:11 Mynd úr umræddum leik Fram og ÍBV í 5.umferð Bestu deildar karla fyrr í sumar. Vísir/Hulda Margrét Í Stúkunni, uppgjörsþætti Bestu deildar karla í gærkvöldi, var dregin fram ansi athyglisverð upptaka af samskiptum dómara í leik Fram og ÍBV í 5.umferð deildarinnar. Dómarar leiksins veittu þættinum góðfúslegt leyfi til þess að sýna áhorfendum frá þeirra störfum og því sem fór þeirra á milli á ansi áhugaverðum tímapunkti í leiknum þegar að sauð upp úr. Leikar stóðu 2-1 í leiknum fyrir Fram þegar rúmar tíu mínútur eftir lifðu leiks og Halldór Jón Sigurður Þórðarson, leikmaður ÍBV fór harkalega í bakið á Tiago, leikmanni Fram. Þá varð allt snælduvitlaust, bæði innan vallar sem og á hliðarlínunni, og var ansi áhugavert að sjá hvernig Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins og aðstoðarmenn hans leystu úr málunum. Klippa: Áður óheyrð samskipti dómara þegar upp úr sauð á Framvellinum „Það var áhugavert að sjá þetta,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar eftir að myndskeiðið hafði verið spilað. „Ég þekki ótrúlega marga sem telja sig vera stórbrotna dómara heima í stofu og hvar sem þeir eru á vellinum. Þarna sjáum við að það þarf ekki bara að fylgjast með 22 einstaklingum inn á vellinum, sem oft hegða sér eins og krakkar. Heldur eru einnig tuttugu einstaklingar þarna fyrir utan, á hliðarlínunni, með alls konar rugl. Það þarf svo sannarlega fjögur sett af augum, að minnsta kosti, til þess að fylgjast með þessu öllu.“ Atli Viðar Björnsson, einn af sérfræðingum Stúkunnar, tók undir það og þótti mikið til Vilhjálms Alvars, dómara leiksins, koma. „Hvernig hann var að reyna róa leikmenn, tala við þá í öðru hvoru orði og hin orðin notar hann í að tala við kollega sína og þeir tala sig niður á ákvörðun, hvernig þeir ætli að leysa þetta. Það var mjög áhugavert að sjá þetta.“ Svona innslög eru ávallt áhugaverð enda ekki á hverjum degi sem áhugafólki um íþróttina gefst tækifæri til þess að skyggnast inn í störf dómaranna. Bragi Bergmann knattspyrnudómari var með hljóðnema á sér í leik ÍA og Vals þann 25. júlí árið 1992 á Akranesvelli. Það er óhætt að segja að það hafi verið heitt í kolunum í þeim leik líkt og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan. Besta deild karla Fram ÍBV Mest lesið Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Í beinni: Valur - Iuventa Michalovce | Valskonur ætla í úrslit Handbolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistararnir mætast Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistararnir mætast Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Sjá meira
Dómarar leiksins veittu þættinum góðfúslegt leyfi til þess að sýna áhorfendum frá þeirra störfum og því sem fór þeirra á milli á ansi áhugaverðum tímapunkti í leiknum þegar að sauð upp úr. Leikar stóðu 2-1 í leiknum fyrir Fram þegar rúmar tíu mínútur eftir lifðu leiks og Halldór Jón Sigurður Þórðarson, leikmaður ÍBV fór harkalega í bakið á Tiago, leikmanni Fram. Þá varð allt snælduvitlaust, bæði innan vallar sem og á hliðarlínunni, og var ansi áhugavert að sjá hvernig Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins og aðstoðarmenn hans leystu úr málunum. Klippa: Áður óheyrð samskipti dómara þegar upp úr sauð á Framvellinum „Það var áhugavert að sjá þetta,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar eftir að myndskeiðið hafði verið spilað. „Ég þekki ótrúlega marga sem telja sig vera stórbrotna dómara heima í stofu og hvar sem þeir eru á vellinum. Þarna sjáum við að það þarf ekki bara að fylgjast með 22 einstaklingum inn á vellinum, sem oft hegða sér eins og krakkar. Heldur eru einnig tuttugu einstaklingar þarna fyrir utan, á hliðarlínunni, með alls konar rugl. Það þarf svo sannarlega fjögur sett af augum, að minnsta kosti, til þess að fylgjast með þessu öllu.“ Atli Viðar Björnsson, einn af sérfræðingum Stúkunnar, tók undir það og þótti mikið til Vilhjálms Alvars, dómara leiksins, koma. „Hvernig hann var að reyna róa leikmenn, tala við þá í öðru hvoru orði og hin orðin notar hann í að tala við kollega sína og þeir tala sig niður á ákvörðun, hvernig þeir ætli að leysa þetta. Það var mjög áhugavert að sjá þetta.“ Svona innslög eru ávallt áhugaverð enda ekki á hverjum degi sem áhugafólki um íþróttina gefst tækifæri til þess að skyggnast inn í störf dómaranna. Bragi Bergmann knattspyrnudómari var með hljóðnema á sér í leik ÍA og Vals þann 25. júlí árið 1992 á Akranesvelli. Það er óhætt að segja að það hafi verið heitt í kolunum í þeim leik líkt og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan.
Besta deild karla Fram ÍBV Mest lesið Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Í beinni: Valur - Iuventa Michalovce | Valskonur ætla í úrslit Handbolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistararnir mætast Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistararnir mætast Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Sjá meira