Viðskipti innlent

Skeljungur kaupir Bú­vís

Atli Ísleifsson skrifar
Guðni Halldórsson (íslensk verðbréf), Gunnar Guðmudarson (Búvís), Einar Guðmundsson (Búvís), Þórður Guðjónsson (Skeljungur) og Lárus Árnason (Skel).
Guðni Halldórsson (íslensk verðbréf), Gunnar Guðmudarson (Búvís), Einar Guðmundsson (Búvís), Þórður Guðjónsson (Skeljungur) og Lárus Árnason (Skel). Aðsend

Skeljungur ehf. hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Búvís ehf. á Akureyri.

Greint er frá þessu í tilkynningu þar sem segir að með kaupunum ætli Skeljungur að bæta vöruúrval og þjónustuframboð við bændur. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsemi Búvís eða þjónustu við viðskiptavini.

„Búvís var stofnað í janúar 2006 af bræðrunum Einari Guðmundssyni og Gunnari Guðmundarsyni sem hafa átt og rekið félagið frá upphafi. Félagið sérhæfir sig í sölu og þjónustu búvéla og rekstaravara til bænda svo sem áburði, rúlluplasti og rúlluneti. Vaxandi þáttur í rekstrinum er einnig sala á vörum til annarra hópa.

Fyrirtækið er staðsett á Akureyri en sölumenn og umboðsaðilar eru dreifðir um landið, mest bændur,“ segir í tilkynningunni. 

Haft er eftir Einari Guðmundssyni, framkvæmdastjóri Búvís, að eigendur hafi verið komnir að vissum tímamótum með fyrirtækið og fagni því að sjá það í góðum höndum. J

Fyrirtækjaráðgjöf Íslenskra verðbréfa hafði milligöngu um kaupin og stýrði söluferlinu en kaupin eru háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×