Sýni að hvalveiðar séu sóun fjármuna og tímabært að hætta þeim alfarið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. ágúst 2023 12:01 Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. en samkvæmt nýrri skýrslu matvælaráðherra er fyrirtækið það eina hér á landi sem veiðir stórhveli. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir skýrsluna sýna að hvalveiðar sói fjármunum allra þeirra sem að koma og tímabært að hæta þeim alfarið. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar sýna að þær séu sóun fjármuna fyrir ríkið og ekki síst fyrir fyrirtækið Hval hf. Í skýrslunni kemur fram að bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á þjóðarbúið eru lítil. Andstaða gagnvart veiðunum erlendis virðist ekki hafa efnahagsleg áhrif hér á landi. Matvælaráðherra óskaði í vor eftir skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða hér á landi og var ráðgjafafyrirtækið Intellecon fengið til þess að gera hana. Gunnar Haraldsson er hagfræðingur hjá fyrirtækinu. „Það er auðvitað verið að skoða mjög afmarkaðan þátt eða beint efnahagslegt framlag hvalveiða til efnahagslífsins og það reynist ekki mikið eins og efnahagsumhverfið hefur verið á síðustu árum og áratugum og svo er niðurstaða að þrátt fyrir mikla andstöðu erlendis gegn hvalveiðum hefur það ekki áhrif á ferðamannaiðnaðinn í heild eða veldur vandkvæðum við að selja íslenskar afurðir á erlendum vettvangi, “ segir Gunnar . Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra fyrir hádegisfréttir vegna málsins. Ráðuneytið gaf þær skýringar að hún væri úti á landi á vinnudegi þingflokks VG og utan þjónustusvæðis. Tímabundin stöðvun matvælaráðherra vegna veiða á langreyðum rennur út í lok mánaðar en enn er ekki ljóst hvort veiðar verði heimilaðar á ný. Í skýrslunni segir að í raun hafi aðeins Hvalur hf. stundað stórhvalaveiðar í atvinnuskyni á síðustu árum. Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. svaraði ekki símtölum fréttastofu fyrir hádegisfréttir. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir skýrsluna sýna svart á hvítu að hvalveiðar borgi sig ekki. „Þetta er bara sóun fjármuna fyrir ríkið, þjóðina og Kristján Loftsson eiganda Hvals hf. sem eyðir miklum peningum í þetta. Við höfum vitað lengi að hvalveiðar borga sig ekki. Þetta er fyrst og fremst einhver ástríða hjá Kristjáni Loftssyni að fá að veiða hval og stjórnvöld hafa í gengum tíðina verið honum eftirlát. Ég held að það sé kominn tími til að hætta þessu,“ segir Árni. Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Matvælaráðherra óskaði í vor eftir skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða hér á landi og var ráðgjafafyrirtækið Intellecon fengið til þess að gera hana. Gunnar Haraldsson er hagfræðingur hjá fyrirtækinu. „Það er auðvitað verið að skoða mjög afmarkaðan þátt eða beint efnahagslegt framlag hvalveiða til efnahagslífsins og það reynist ekki mikið eins og efnahagsumhverfið hefur verið á síðustu árum og áratugum og svo er niðurstaða að þrátt fyrir mikla andstöðu erlendis gegn hvalveiðum hefur það ekki áhrif á ferðamannaiðnaðinn í heild eða veldur vandkvæðum við að selja íslenskar afurðir á erlendum vettvangi, “ segir Gunnar . Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra fyrir hádegisfréttir vegna málsins. Ráðuneytið gaf þær skýringar að hún væri úti á landi á vinnudegi þingflokks VG og utan þjónustusvæðis. Tímabundin stöðvun matvælaráðherra vegna veiða á langreyðum rennur út í lok mánaðar en enn er ekki ljóst hvort veiðar verði heimilaðar á ný. Í skýrslunni segir að í raun hafi aðeins Hvalur hf. stundað stórhvalaveiðar í atvinnuskyni á síðustu árum. Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. svaraði ekki símtölum fréttastofu fyrir hádegisfréttir. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir skýrsluna sýna svart á hvítu að hvalveiðar borgi sig ekki. „Þetta er bara sóun fjármuna fyrir ríkið, þjóðina og Kristján Loftsson eiganda Hvals hf. sem eyðir miklum peningum í þetta. Við höfum vitað lengi að hvalveiðar borga sig ekki. Þetta er fyrst og fremst einhver ástríða hjá Kristjáni Loftssyni að fá að veiða hval og stjórnvöld hafa í gengum tíðina verið honum eftirlát. Ég held að það sé kominn tími til að hætta þessu,“ segir Árni.
Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira