Þrír Íslendingar í hópi tuttugu efnilegustu undir þrítugu í tónlistariðnaðinum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2023 15:00 Bjarni Daníel, Junia Lin og Sólveig Matthildur hlutu á dögunum 20 under 30 Nordic Music Biz viðurkenninguna. SAMSETT Þrír Íslendingar fengu í gær viðurkenningu fyrir að tilheyra efstu tuttugu einstaklingunum undir þrítugu sem skara fram úr í tónlistariðnaðinum. Útflutningsskrifstofur Norðurlandanna, NOMEX, birtu listann og segir í tilkynningu frá ÚTON að um sé að ræða sjötta stærsta tónlistarmarkað í heimi. Það eru þau Bjarni Daníel Þorvaldsson, Junia Lin Jónsdóttir og Sólveig Matthildur Kristjándsóttir sem hlutu þennan heiður. Þau fara frá Íslandi að taka á móti viðurkenningunni við hátíðlega athöfn á tónlistarhátíðinni By:Larm sem fer fram í Osló í næsta mánuði. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN fer út með hópnum en NOMEX eða Nordic Music Export er samstarfsverkefni ÚTÓN og systurskrifstofa hennar á Norðurlöndunum. Endurspeglar fjölbreytileika íslenskrar tónlistar Í fréttatilkynningu frá ÚTON segir að það sé einkar ánægjulegt að sjá hve ólíkir íslensku verðlaunahafarnir eru í ár. „Þau koma úr mjög ólíkum áttum. Bjarni Daníel er einna þekktastur fyrir störf sín í listasamfélaginu Póst Dreifingu. Junia Lin starfar hjá Universal í London ásamt því að sjá um kynningarmál fyrir tvíburasystir sína Laufeyju sem hefur gjörsamlega sprungið út sem alþjóðleg stjarna. Að lokum er það Sólveig Matthildur en velgengni sveitar hennar Kælunnar Miklu hefur vakið athygli báðum megin Atlantshafsins undanfarin misseri.“ Rödd grasrótarsenunnar Bjarni Daníel Þorvaldsson er 24 ára gamall og hefur sem áður segir verið áberandi rödd Póst Dreifingar. „Póst Dreifing eru lauslega skilgreind listasamtök hinnar kröftugu grasrótarsenu Reykjavíkur sem farin er að hljóta alþjóðlega athygli og viðurkenningu fyrir tilraunakennda nálgun á tónlistarútgáfu og róttæk sjónarmið. Bjarni Daníel er til að mynda lagasmiður fjölmargra hljómsveita innan hreyfingarinnar, eins og Supersport!, Skoffín og fleiri. Hann hefur jafnframt vakið athygli hér á landi sem dagskrárstjóri hjá íslenska ríkisútvarpinu, en hann hefur umsjón með þættinum Ólátagarður á Rás 2 þar sem spiluð er íslensk grasrótartónlist.“ Bjarni Daníel er meðal annars þekktur fyrir störf sýn hjá Póst Dreifingu.Aðsend Úr klassískri fiðlu í hagfræði Junia Jónsdóttir er einnig 24 ára gömul og starfar sem listrænn stjórnandi og samfélagsmiðlaráðgjafi hjá Universal Music Group í London. Hún er tvíburasystir tónlistarkonunnar Laufeyjar. „Junia Jónsdóttir fæddist í tónlistarfjölskyldu í Reykjavík og ólst upp við að spila klassíska fiðlu með það að markmiði að verða atvinnutónlistarmaður. Þegar hún útskrifaðist úr menntaskóla valdi Junia hinsvegar að fara í háskólann í St Andrews þar sem hún lærði hagfræði, alþjóðasamskipti og tónlist og útskrifaðist árið 2022. Junia hefur starfað sem listrænn stjórnandi og umsjónarmaður samfélagsmiðla fyrir listakonuna Laufeyju í næstum tvö ár. Auk vinnu sinnar með Laufeyju hefur Junia einnig unnið með listamönnunum Matildu Mann og Cian Ducrot til að efla og betrumbæta viðveru sína á samfélagsmiðlum. Junia gekk nýlega til liðs við Universal Music Group til að vinna í Brand Partnerships, þar sem hún hefur unnið með nokkrum af stærstu vörumerkjum heims, og staðið fyrir alþjóðlegum herferðum með tónlistarfólki eru á lista UMG.“ Junia Lin er listrænn stjórnandi og samfélagsmiðlaráðgjafi hjá Universal Music Group í London.Aðsend „Kanóna í íslensku tónlistarlífi“ Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir er 29 ára gömul tónlistarkona og frumkvöðull sem er hvað þekktust sem einn af þremur meðlimum hljómsveitarinnar Kælan Mikla. „Þátttaka hennar nær lengra en að vera flytjandi – hún stjórnar einnig tónleikaferðalögum og hefur umsjón með verkefnum fyrir hljómsveitina. Þessi praktíska reynsla kveikti ástríðu hennar fyrir tónlistarbransanum og í gegnum árin hafa margvísleg hlutverk komið Sólveigu á framfæri sem kanóna í íslensku tónlistarlífi.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Kælunnar Miklu við lagið Hvítir Sandar: Sólveig Matthildur stofnaði viðburðarstjórnunarfyrirtækið Hið Myrka Man um tvítugt og árið 2017 tónlistartímaritið Myrkfælni sem var vettvangur fyrir grasrótartónlist. „Bæði verkefni unnu með það að markmiði að dreifa íslenskri tónlist fyrir breiðari markhópi. Sólveig hefur jafnframt starfað hjá kanadísku plötuútgáfunni Artoffact Records og í seinni tíð hjá ÚTÓN þar sem reynsla hennar á útflutningi á Kælunni Miklu nýttist mjög vel við að aðstoða aðrar íslenskar sveitir við að koma sér á framfæri alþjóðlega.“ Sólveig Matthildur hefur vakið mikla athygli sem meðlimur Kælunnar Miklu. Aðsend Markmið að auka tengslanetið út fyrir landsteina Í tilkynningunni segir einnig að markmið verðlaunanna séu að auka sýnileika og samvinnu innan norræna tónlistariðnaðarins. „Viðurkenning þessi er hugsuð sem lyftistöng fyrir ungt athafnafólk í tónlistargeiranum og varpar ljósi á störf þeirra og gefur þeim tækifæri til að auka tengslanet sitt. 2023 Nordic Music Biz Top 20 Under 30 verðlaunahafarnir voru valdir af dómnefnd út frá ýmsum forsendum, þar á meðal vöxt verkefnis, viðurkenningu iðnaðarins, áhrif, listrænan vöxt, nýsköpun, tekjur, sýnileika herferða og umfjöllun. Í ár sátu í dómnefnd fyrir hönd Íslands þau Ása Dýradóttir (Tónlistarborgin Reykjavík), Soffía Kristín Jónsdóttir (Iceland Sync) og Unnsteinn Manuel Stefánsson (101 Productions) en þau tvö síðarnefndu hafa einmitt hlotið þessa viðurkenningu sjálf fyrir vel unnin störf á sínum sviðum.“ Tónlist Menning Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Það eru þau Bjarni Daníel Þorvaldsson, Junia Lin Jónsdóttir og Sólveig Matthildur Kristjándsóttir sem hlutu þennan heiður. Þau fara frá Íslandi að taka á móti viðurkenningunni við hátíðlega athöfn á tónlistarhátíðinni By:Larm sem fer fram í Osló í næsta mánuði. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN fer út með hópnum en NOMEX eða Nordic Music Export er samstarfsverkefni ÚTÓN og systurskrifstofa hennar á Norðurlöndunum. Endurspeglar fjölbreytileika íslenskrar tónlistar Í fréttatilkynningu frá ÚTON segir að það sé einkar ánægjulegt að sjá hve ólíkir íslensku verðlaunahafarnir eru í ár. „Þau koma úr mjög ólíkum áttum. Bjarni Daníel er einna þekktastur fyrir störf sín í listasamfélaginu Póst Dreifingu. Junia Lin starfar hjá Universal í London ásamt því að sjá um kynningarmál fyrir tvíburasystir sína Laufeyju sem hefur gjörsamlega sprungið út sem alþjóðleg stjarna. Að lokum er það Sólveig Matthildur en velgengni sveitar hennar Kælunnar Miklu hefur vakið athygli báðum megin Atlantshafsins undanfarin misseri.“ Rödd grasrótarsenunnar Bjarni Daníel Þorvaldsson er 24 ára gamall og hefur sem áður segir verið áberandi rödd Póst Dreifingar. „Póst Dreifing eru lauslega skilgreind listasamtök hinnar kröftugu grasrótarsenu Reykjavíkur sem farin er að hljóta alþjóðlega athygli og viðurkenningu fyrir tilraunakennda nálgun á tónlistarútgáfu og róttæk sjónarmið. Bjarni Daníel er til að mynda lagasmiður fjölmargra hljómsveita innan hreyfingarinnar, eins og Supersport!, Skoffín og fleiri. Hann hefur jafnframt vakið athygli hér á landi sem dagskrárstjóri hjá íslenska ríkisútvarpinu, en hann hefur umsjón með þættinum Ólátagarður á Rás 2 þar sem spiluð er íslensk grasrótartónlist.“ Bjarni Daníel er meðal annars þekktur fyrir störf sýn hjá Póst Dreifingu.Aðsend Úr klassískri fiðlu í hagfræði Junia Jónsdóttir er einnig 24 ára gömul og starfar sem listrænn stjórnandi og samfélagsmiðlaráðgjafi hjá Universal Music Group í London. Hún er tvíburasystir tónlistarkonunnar Laufeyjar. „Junia Jónsdóttir fæddist í tónlistarfjölskyldu í Reykjavík og ólst upp við að spila klassíska fiðlu með það að markmiði að verða atvinnutónlistarmaður. Þegar hún útskrifaðist úr menntaskóla valdi Junia hinsvegar að fara í háskólann í St Andrews þar sem hún lærði hagfræði, alþjóðasamskipti og tónlist og útskrifaðist árið 2022. Junia hefur starfað sem listrænn stjórnandi og umsjónarmaður samfélagsmiðla fyrir listakonuna Laufeyju í næstum tvö ár. Auk vinnu sinnar með Laufeyju hefur Junia einnig unnið með listamönnunum Matildu Mann og Cian Ducrot til að efla og betrumbæta viðveru sína á samfélagsmiðlum. Junia gekk nýlega til liðs við Universal Music Group til að vinna í Brand Partnerships, þar sem hún hefur unnið með nokkrum af stærstu vörumerkjum heims, og staðið fyrir alþjóðlegum herferðum með tónlistarfólki eru á lista UMG.“ Junia Lin er listrænn stjórnandi og samfélagsmiðlaráðgjafi hjá Universal Music Group í London.Aðsend „Kanóna í íslensku tónlistarlífi“ Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir er 29 ára gömul tónlistarkona og frumkvöðull sem er hvað þekktust sem einn af þremur meðlimum hljómsveitarinnar Kælan Mikla. „Þátttaka hennar nær lengra en að vera flytjandi – hún stjórnar einnig tónleikaferðalögum og hefur umsjón með verkefnum fyrir hljómsveitina. Þessi praktíska reynsla kveikti ástríðu hennar fyrir tónlistarbransanum og í gegnum árin hafa margvísleg hlutverk komið Sólveigu á framfæri sem kanóna í íslensku tónlistarlífi.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Kælunnar Miklu við lagið Hvítir Sandar: Sólveig Matthildur stofnaði viðburðarstjórnunarfyrirtækið Hið Myrka Man um tvítugt og árið 2017 tónlistartímaritið Myrkfælni sem var vettvangur fyrir grasrótartónlist. „Bæði verkefni unnu með það að markmiði að dreifa íslenskri tónlist fyrir breiðari markhópi. Sólveig hefur jafnframt starfað hjá kanadísku plötuútgáfunni Artoffact Records og í seinni tíð hjá ÚTÓN þar sem reynsla hennar á útflutningi á Kælunni Miklu nýttist mjög vel við að aðstoða aðrar íslenskar sveitir við að koma sér á framfæri alþjóðlega.“ Sólveig Matthildur hefur vakið mikla athygli sem meðlimur Kælunnar Miklu. Aðsend Markmið að auka tengslanetið út fyrir landsteina Í tilkynningunni segir einnig að markmið verðlaunanna séu að auka sýnileika og samvinnu innan norræna tónlistariðnaðarins. „Viðurkenning þessi er hugsuð sem lyftistöng fyrir ungt athafnafólk í tónlistargeiranum og varpar ljósi á störf þeirra og gefur þeim tækifæri til að auka tengslanet sitt. 2023 Nordic Music Biz Top 20 Under 30 verðlaunahafarnir voru valdir af dómnefnd út frá ýmsum forsendum, þar á meðal vöxt verkefnis, viðurkenningu iðnaðarins, áhrif, listrænan vöxt, nýsköpun, tekjur, sýnileika herferða og umfjöllun. Í ár sátu í dómnefnd fyrir hönd Íslands þau Ása Dýradóttir (Tónlistarborgin Reykjavík), Soffía Kristín Jónsdóttir (Iceland Sync) og Unnsteinn Manuel Stefánsson (101 Productions) en þau tvö síðarnefndu hafa einmitt hlotið þessa viðurkenningu sjálf fyrir vel unnin störf á sínum sviðum.“
Tónlist Menning Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira