Enski boltinn

Segir hátt settum stjórnanda United að í­huga stöðu sína: „Þetta er sví­virði­legt“

Aron Guðmundsson skrifar
Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United og Rachel Riley, sjónvarpsstjarna og stuðningsmaður Manchester United
Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United og Rachel Riley, sjónvarpsstjarna og stuðningsmaður Manchester United Getty/Samsett

Breska sjón­varps­stjarnan Rachel Ril­ey hvetur Richard Arn­old, fram­kvæmda­stjóra Manchester United til þess að í­huga stöðu sína. Fé­lagið hafi farið kol­rangt að í máli Greenwood og um­turnað meintum of­beldis­manni í fórnar­lamb.

Það vakti gríðarlega mikla athygli á dögunum þegar að Riley steig fram og sagðist ætla að hætta styðja Manchester United ef félagið myndi leyfa Mason Greenwood að spila aftur með liðinu. 

Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli leikmannsins.

Nú hefur sú ákvörðun verið tekin að Greenwood yfirgefi Manchester United, hann mun ekki spila annan leik fyrir félagið, en í nýjasta útspili sínu segir Riley að Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, ætti að íhuga stöðu sína. 

Það þykir nokkuð ljóst að forráðamenn Manhester United ætluðu sér að koma Greenwood aftur inn í aðallið félagsins. Þær hugmyndir voru viðraðar við starfsfólk hjá Manchester United og lekið til fjölmiðla.

Mótbárurnar við þeirri væntanlegu ákvörðun voru hins vegar það miklar að algjör kúvending varð á niðurstöðu félagsins. 

Aldrei skammast sín eins mikið

Í samtali við The News Agents segir Riley að forráðamenn Manchester United hafi misst alla stjórn á máli Greenwood og farið kolrangt að hlutunum. 

Stuðningur félagsins við Greenwood, meðal annars í opnu bréfi sem téður Arnold birti á heimasíðu félagsins, hafi umturnað meintum ofbeldismanni í fórnarlamb. 

„Ég sé ekki hvernig framkvæmdastjóri Manchester United, sem er með milljónir punda í húfi, á að vera í stöðu til þess að taka ákvörðun í þessu máli

Hún skammast mín fyrir að vera stuðningsmaður félagsins.

„Þetta er algjör óstjórn. Ég hef verið stuðningsmaður Manchester United síðan áður en ég fæddist. Faðir minn hefur farið á leiki félagsins í fleiri áratugi. Ég hef aldrei skammast mín eins mikið fyrir félagið. Þetta er svívirðilegt.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×